1000 milljarða aðgöngumiði að ENGU

Hvað innihalda hinar 27 leynilegu síður Icesave samningsins? Bæði Gordon Brown og utanríkisráðherra Hollendinga hafa gloprað því út úr sér að tengsl séu á milli Icesave, ESB og í tilfelli Browns einnig AGS.

Economist skefur ekkert af því sem íslenskir stjórnmálamenn vilja alls ekki horfast í augu við, þ.e.:

-ólíklegt er að Íslendingar fái undanþágu frá sjávarútvegsstefnu

-að óreiða í efnahagsmálum þjóðarinnar sé slík að t.d. þjóðverjar og Hollendingar hafi gefið í skyn að Íslendingar fái ekki inngöngu fyrir en þeir hafa komið málum sínum í lag. (þýðing: Íslendingar fá ekki inngöngu nema þeir beygi sig undir vöndinn skrifi undir afarkosti Icesave og afhendi útlendingur eignir og auðlindir á brunaútsölu)

-að Íslendingar séu mótfallnir aðild. Ég tek undir þetta því ég verð vör við síaukna andstöðu við ESB-aðild og vantraust gagnvart stjórnvöldum.

Ég var á fundi í dag og þar var danskur blaðamaður staddur sem gaf okkur ýmsa bæklinga um ESB.

Ég rakst á þessa klausu í bæklingnum:

Det siges at "Norge har olie og Schweiz har sine banker, men Danmark vil ikke kunne klare sig udenfor EU".´

og síðan þetta:

Island, dere ikke er med i EU, har gennem EFTA opnået et forhold til EU, som sikrer landet gode handelsbetingelser.

I Danmark er det ökonomiske samarbejde me Island f.eks. synligt gennem islandske opköb af Magasin du Nord, Sterling og Mærsk Air. Island er dermend et levende eksempel på at også et lille land kan handle med EU uden at være medlem af unionen.


mbl.is Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Áttu við að það séu 27 blaðsíður í samningnum sem við við höfum ekki séð og eru ekki inní skjölunum á island.is???

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

27 blaðsíður í fylgigögnum sem haldið er leyndum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Esther Anna Jóhannsdóttir

Það vita allir þeir sem kynnt hafa sér söguna varðandi undanþágur í aðildarsamningum og yfirlýsingar frá ESB í gegn um tíðina að engar líkur eru á að við fáum þær undanþágur sem við óskum eftir á sviði sjávarútvegs. Norðmenn reyndu mikið á sínum tíma en var eingöngu boðið tímabundin undaþága frá tilteknum ákvæðum..... enda höfnuðu þeir aðild. Það er í mínum huga óafsakanlegt á þessum tímum að eyða 1-3 milljörðum í aðildarviðræður við ESB, sem við vitum að mun skila okkur samningi sem ekki verður samþykktur. Þessum fjármunum er hægt að verja í mun meira aðkallandi málefni!

Esther Anna Jóhannsdóttir, 24.7.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir það Esther Anna. Framganga samfylkingarinnar í þessu máli er skýrt dæmi um ábyrgðarleysi gagnvart almenningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.7.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband