Valið stendur um að tyggja roð sem frjáls þjóð eða tyggja roð sem þjóð í nauðung

NÁIÐ VERÐUR FYLGST MEÐ því hvernig átökin,

á milli þess að lúta "stefnu" alþjóða-fjármála-samfélagsins 

og hins rísa upp í vörn um sjálfstæði þjóðarinnar, þróast á Íslandi

segir blaðamaður New York Times

New York Times skilur nefnilega að þetta tvennt fer ekki saman.

Valið stendur um tvo kosti: Hlýða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fylgja stefnu hans og fórna sjálfstæðinu.

Hinn kostur er: Að vísa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á brott og halda sjálfstæði þjóðarinnar.

New York Times orðar þetta svona:

this island nation is locked in a fierce debate over how to pay off its creditors without ceding too much of its vaunted independence.

The balance Iceland strikes between bowing to the policy demands of the global financial community and satisfying the desires of its increasingly resentful population of 300,000 will be closely watched...

New York Times vitnar í orð Simon Johnson sem segir ”When you impose austerity, it becomes very painful and comes at a cost,”

...eða þegar meinlætalifnaði er þvingað (upp á fólk), þá kostar það sársauka og þá kostar það fórnir...

...og herra Johnson (sem er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) heldur því fram að Íslendingar (sennilega á meðan þeir voru að horfa á flatskjána sem Jón Ásgeir telur að séu rót vandans) hafi sett fjármálakerfi heimsins úr skorðum og þurfi að taka meðulin sín. Hann minnist ekkert á erlenda vogunarsjóði og áhættufjárfesta sem léku sér að íslensku efnahagskerfi og íslensku krónunni. Minnist ekkert á að þeir þurfi að taka meðulin sín.

Þessi meinlætalifnaður sem hann talar um er ekki ætlaður fjárglæframönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum sem voru gerendur og höfðu áhrifavald.

Nei þessi meinlætalifnaður er ætlaður íslenskri alþýðu sem tók engan þátt í leiknum og hafði engin áhrif á þennan leik.

Steingrímur segir einn af veruleikafirringarfrösum sínum við New York Times "við eigum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en við eigum síðasta orðið" en þá stígur landshöfðinginn Rozwadowski fram og segir Nei ríkisstjórn Íslands verður að lúta vilja okkar og vera búin að slátra velferðarkerfinu fyrir 2013.

Baráttan stendur í raun um það hvort íslenskir stjórnmálamenn lúti því að íslenskum almenningi, íslenskri þjóð og íslenskri menningu og sjálfstæði sé fórnað til þess að fjármálakerfið geti sannað vald sitt.

Það er vert að benda á eitt að lokum:

Hollendingar myndu alls ekki undir nokkrum kringumstæðum veita tryggingarsjóðum bankainnistæðna, banka í Hollandi, ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við tilskipun ESB að gera það. Ekkert land í Evrópu veitir tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í algjörri andstöðu við hlutverk ríkissins að veita slíka ábyrgð.

Annað: samkvæmt stjórnarskránni má ekki greiða Icesave með skatttekjum (vegna þess að lagaheimild var ekki fyrir útgjöldunum þegar atvik áttu sér stað). Hvernig ætlar ríkisstjórnin að afla tekna fyrir Icesave?

Lánasamningur á borð við Icesave er algjör vanvirða við Ríkið Ísland. Þetta er ekki milliríkjasamningur. Þetta er ekki eðlilegt samkomulag um að lágmarka skaða sem flestra.

Að gangast við þessum samningi er algjör hneisa fyrir þessa þjóð. Nái þessi ósvinna í gegn þá ætla ég að flytja úr landi og segja af mér íslenskum ríkisborgararétti því þá mun ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.

Skammast mín fyrir að vera af sama þjóðerni og veruleikafirrtir einstaklingar sem gefa í burtu sjálfstæði þjóðarinnar án baráttu.

Gefast upp fyrir fjármálakerfinu og valdafíkn þess

Rozwadowski er með svipuna á stjórnmálamönnum og þeir rétta að honum beran bossan. Lítil reisn í því.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað hefur þú misskilið NYT, því að blaðið tekur enga afstöðu til deilunnar, heldur segir frá henni. Það sem er ljóst í þessu öllu að ef Íslendingar velja að standa ekki við þær skuldbindingar sem allar aðrar þátttökuþjóðir í EES telja okkur hafa þá fáum við engin erlend lán. Það er augljóst hvaða áhrif það hefur á þjóðarbúið -- og þótt það verði erfitt að greiða Icesave verður það örugglega ekki eins erfitt og reyna að lifa án efnahagslegra tengsla við umheiminn. Er því ekki rétt að staldra við og íhuga hvernig stendur á því að allir nágrannar okkar segja að við eigum að greiða þessar innistæðutryggingar. Getur ekki verið að málstaður Íslendinga sé ekki svo góður eftir allt ...

Gunnar (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 14:55

2 identicon

"við eigum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en við eigum síðasta orðið", segir Steingrímur. Hann hefur lög að mæla. Við getum það ef við viljum:

www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar ég mæli með því að þú beitir dómgreindinni við greiningu aðstæðna.

Almenningur í nágrannalöndunum stendur með Íslensku þjóðinni. Þrýstingurinn kemur úr bankakerfinu sem beitir fyrir sig stjórnmálamönnum. Þetta er stríð alþjóða-fjármála-samfélagsins við íslenskan almenning.

Ég vitna beint til þess sem blaðamaðurinn segir þannig að það þarf ekki að tala um neinn misskilning.

Þú getur sparað þér hræðsluáróðurinn. Ég get vel hugsað mér að taka þá í uppbyggingu á forsendum þjóðarinnar en að horfa upp á hana rænda með forheimskandi áróðri er mér ofviða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rómverji

Á meðan við þyggjum aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fáum við ekki að hafa síðasta orðið.

Handrukkari alþjóða-fjármála-kerfisins mun sjá til þess að hér verði viðvarandi fátækt og mismunun næstu 100 árin.

Þessi stefna þýðir í raun útþurrkun íslensksrar menningar, tungumáls og reisnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS...Gunnar....

Fjölmiðlar taka ALLTAF afstöðu....þeir gera það með því að velja hverju þeir segja frá....hvernig þeir segja frá.....hverja þeir tala við....og hvernig þeir spyrja...

New York Times er engin undantekning. Réttlætingin fyrir yfirgangi fjármálakerfisins skín í gegn í pistlinum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 15:26

6 identicon

Því miður er kjaftæði eins og þetta vinsælt á Íslandi í dag, en ég get hryggt þig með því að almenningur í löndunum kringum okkur veit í fyrsta lagi ekki haus eða sporð af Icesave málinu, en þeir sem þekkja til eru allir á sama máli og ríkisstjórnir landa þeirra. Íslenskir "víkingar" eru það sem þeir hafa séð og þeim finnst að við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Og auðvitað dregur samstarf við AGS úr sjálfstæði þjóðarinnar, því að allir þeir sem eru öðrum háðir eru minna sjálfstæðir en þeir sem þurfa ekki að leita til annarra. Staðreyndin er bara sú að við þurfum á þessari aðstoð að halda, því að atvinnulífið er að stöðvast. Þetta er enginn hræðsluáróður heldur sú staðreynd sem við horfum á. Nú ætlar AGS að stöðva umfjöllun um Íslandsmál fram í ágústslok, sem þýðir að við fáum engin erlend lán. Það er óskaplega göfugt að berja sér á brjóst og segja að við hopum hvergi, en þá verðum við að taka afleiðingunum.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar það er gott á þig að þú færð engin erlend lán. Það er nefnilega fólk eins og þú sem vill safna skuldum sem hefur sett landið á hausinn.

Vertu bara fegin að erlendar lántökur stöðvast því að lækkar byrðir af erlendum vaxtagreiðslur.

AGS vill að ríkisstjórnin taki erlend lán. Þeir beita hins vegar hundasálfræði á ríkisstjórnina til þess að fá hana til þess að sækjast eftir lánum.

Almenningur í löndum í kring um okkur hefur engan áhuga á því að við látum fjármálakerfi heimsins kúga okkur.

Þetta kjaftæði er runnið undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 18:52

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

mikið er ég sammála pistli þínum. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvert við ættum að flytja. Niðurstaða mín er Tyrkland. Ástæðan er sú að Evrópusambandið vill ekkert með Tyrki hafa. Spurningin er hvort maður verði að taka nýja trú til að fá þegnrétt í því landi? Sjálfsagt er ég orðin of gamall fyrir þessar lagfæringar sem þeir ástunda á sköpunarverki Guðs.

Gunnar, erlendir fréttamiðlar eins og sá sem vitnað er til er stjórnað af sömu aðilum og stjórnar AGS. Og Gunnar, hvernig færðu það að ganga upp að við Íslendingar séum að fljóta sitt hvoru megin við núllið, að það sé skárri kostur en að afþakka öll þessi lán og reyna að standa á eigin fótum. Hugsaðu málið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.7.2009 kl. 20:12

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tyrkland hljómar vel. Ég held að það sé trúfrelsi í Tyrklandi þannig að þú þarft sennilega ekki að breyta neinum útbúnaði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 22:22

10 identicon

Blessuð Jakobína mín

Svo vill nú reyndar til að ég hef ekki safnað skuldum um of og get vel greitt af mínum lánum. Ég hef heldur engin myntkörfulán tekið og kvarta því ekki þess vegna. Hvorki þú, ríkið, AGS eða ESB fer því á hausinn af mínum völdum. En þeir sem standa í viðskiptum, og einhverjir verða víst skíta hendur sínar á þeirri iðju, geta tæpast lifað án lána. Fjárfestingar, hverju nafni sem þær nefnast, eru líka gerðar út á krít. Jafnvel olían á togarana og á traktora bændanna er keypt út á lán. Það er jafnvel erfitt fyrir hinn almenna launamann að lifa á réttlætinu einu saman -- hann þarf víst að leita til kapítalistafíflanna til að kaupa sér húsnæði, bíl, eða kannski nýtt sóffasett. Vissulega myndi það stöðva vaxtagreiðslur til þessara bölvuðu útlendinga sem er svona hræðilega illa við okkur -- nema auðvitað almenningur -- ef við tækjum engin lán, en um leið myndum við ekki geta keypt olíu, hveiti, grænmeti, áburð, etc. nema allt væri greitt út í hönd. Það er líka ósköp þægilegt að andskotast út í déskotana í AGS, en svo vill nú reyndar til að þeim væri slétt sama þó við segðum þeim að fara til andskotans -- þeir voru sannarlega ekki að pína sig upp á okkur og reikna ekki með neinum stórgróða af viðskiptinum við Ísland. Það vildi bara svo til að ef við fáum ekki erlend lán til að bakka upp krónuna okkar þá fer atvinnulíf Íslands fer á hausinn. En það gerir víst ekkert til, því að það er svo indælt að vera frjáls!

Gunnar (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:29

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar þú hlustar of mikið á áróðurinn og hefur alltof mikla vantrú að krafti þessarar þjóðar.

Við stöndum mun betur en margar aðrar þjóðir hvað varðar útflutning.

Jafnvel rigluðustu stjórnmálamenn eru að byrja að fatta að eina leiðin út úr þessum vandræðum er að auka verðmætasköpun í landinu.

Ef við verjum útflutningstekjum ekki til þess að greiða vaxtakostnað þá getum við notað þær til þess að flytja inn nauðsynjar.

Við erum ekki eins ósjálfbjarga eins og þú vilt vera láta.

Við getum sjálf framleitt allt grænmeti sem við þurfum.

Við getum sjálf framleitt áburð

Við getum sjálf framleytt dýrafóður

Og við getum verið nægjusöm.

Það hefur verið gríðarleg uppbygging í mannvirkjum undanfarin áratug. Of mikil satt að segja. Það þarf því ekki að fjárfesta mikið í mannvirkjum. Það er auðvitað ekki í þágu ÍAV og fleiri fyrirtækja sem hafa ítök í sf, xd og xb en þau verða bara að bíða. Eru ekki þjóðhagkvæm

En það eru útflutningsfyrirtæki og framleiðslufyrirtæki sem framleiða fyrir innlendan markað.

Þeir sem vilja hafa AGS hér eru þeir sem vilja halda áfram í sukkinu og halda áfram að hygla að aðilum sem eru að arðræna þjóðina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:15

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar þú ættir að kíkja á þessa færslu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband