Aðildarumsókn að ESB farin að segja til sín

Auðvitað er krónan enn að hrynja.

Það er vegna þess að þessi ný-frjálshyggjuhugmyndafræði sem ríkisstjórnin, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og seðlabankinn reka virka ekki.

Krónan verður ekki verðmætari vegna aðildarumsókn að ESB.

Krónan verður ekki verðmætari vegna aukinnar skuldsetningu þjóðarbúsins.

Raunverulegt styrking krónunnar getur aðeins komið í kjölfarið á raunverulegum efnahagsaðgerðum sem miðað að því að auka verðmætasköpun og tekjuöflun þjóðarbúsins.

Vegna þess að ríkisstjórnin virðast ekki hafa hundsvit á hugtakinu "þjóðhagslega hagkvæmt" er allt á leiðinni til fjandans

Fjármunum er sóað í tilgangslausar aðgerðir og málefni þjóðarinnar vanrækt.


mbl.is Evran aldrei dýrari á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Jakóbína er sá "grunnur" sem Jóhanna og Steingrímur tóku við ónothæfur og því er ákaflega erfitt fyrir þau að byggja ofan á hann.

Orðið "vanræksla" á við þegar við tölum um  þá sem drottnuðu hér í 20 ár; en þeir einstaklingar vanræktu þjóðarhag. Hag fólksins í landinu.

Því erum við hingað komin - upp á náð og miskunn alþjóðasamfélagsins.

Framundan er áratuga barningur við að rétta úr kútnum. Óreiðumennirnir - allir með tölu - munu víkja í því ferli.

Það er ekki flókið að átta sig á þessu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hákon það þarf ekki að draga úr þeirri staðreynd að hér ríktu glannaskapur og vitlaus hugmyndafræði í 20 ár.

Það dregur ekki úr ábyrgð núverandi ríkisstjórnar.

Ég er ekki sammála því að grunnurinn sé ónýtur. Grunnurinn er sterkur en afætan á grunninum er veik og ríkisstjórnin einblínir á að bjarga afætunni og hunsar grunninn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 19:08

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Árétting fyrir newbies: Verðbólga er mæld með neysluítölu það hefur verð innflutnings mest vægi [vegna þess við flytjum svo mikið inn frá EU]. 13% verðbólga[vextir] er nú í augnablikinu. Þá er króna að falla. Í gamla daga voru vöruhækkanir á innflutning bannaðar og þá hækkar vísitalan ekki vegna þess.

CIA og IMF gera ráð fyrir áframhaldandi kjaraskerðingu almennings fram til loka 2010 minnst og þá minnst 10% á ársgrundveldi.   Ekki styrkist á meðan.

Með því að lækka laun almennings minnar hluti hans í þjóðartekjum nú um 42% ég spá hann endi í 30%.

Við búum ekki í heilbrigðu gengismarkaðsumhverfi því virkir þátttakendur eru mjög fáir. Þegar fáir kaupa mikið að krónum [með tryggingu fyrir því að ríkið kaupi þær aftur í evrum eða dollurum þá er það allt annað ef við gætum greitt þær með :vöruviðskiptum]

Í ljósi þess kaupendur á EES tímabilinu vor fáir og keyptu mikið gátu þeir hækkað gengið án þess að heildar þjóðartekjur hækkuðu: ástæða heiðarlegra eftirspurnar. Þá styrktist gengið og innflutningur lækkaði mikið fyrst eftir síðustu þjóðarsátt með innflutning ódýrari verðflokka vöru.

Það vita allir að krafa ríkisstjórnanna um að endurreisa að fullu vaxtaskattakerfið sem olli skuldunum styrkir ekki gengið veldur 800.000 kr vaxtaskatti á fjögurra manna fjölskyldu.

Hinsvegar með því að lækka launa hlutann í heildar þjóðartekjunum skapast tekjur til að borga fyrir nýtt hlutfallslega stærsta fjármálakerfi í heimi. Án þess að næstu 30 ár séu trygg.

Genginu hér hefur verið handstýrt með góðri Samvinnu Seðlabanka Íslands við Evrópska Seðlabankakerfið.  Til að styrkja Evrópsku Sameiningu. EU bankar starfa allir í góðsamstarfi [upplýsinga] við Evrópska Seðlabankakerfi EU Seðlabanks eina af stofnunum Umboðsnefndarinnar sem lætur einkaframtakið framkvæma. Siðpilt Elítan er sömu við sig hluti of heimskur til að gagnrýna [einkenni greindar til að ná fram rökréttri hlutlausri niðurstöðu] hinn er nógu sjálfselskur til að rangtúlka einfaldleikan.

Ef vöruverð er fryst þá fer nýja-blekkingarneysluverðvístalan í 0pc. Þá minnkar ekki veðhluti íbúðaskuldara meira en það sem greiðir niður  þá hækkar ekki eignarhluti fjámálastofnunnar heldur lækkar um niðurgreiðsluna. [Eignfé hennar minnkar]. Undir vextirnir  [áhættu undirlagið á Íslandi sett undir: kallað hér verðbótaþáttur Okrarans]verða engir. Einstaklingarnir eða almenningur eru grunnur eða rætur efnahagsins hann á frelsa úr skuldum, og arðbær rekstrafyrirtæki til framleiðslu neysluvarnings. Hitt getur allt bjargað sér sjálft á sínum forsendum. Engir Banka engir vaxtaskattar. Fáir og einfaldir litlir vaxtaskattar.  

Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 19:43

4 identicon

Að taka við gjaldþrota fyrirtæki með allar lánalínur lokaðar er ekki eftirsókarvert.

Þetta er því miður raunveruleikinn fyrir valdhöfum í dag.

Það eru margir mánuðir síðan ég ályktaði að Íslenska þjóðarbúið væri í raun gjaldþrota.  Icesave reynist aðeins toppurinn á ísjakanum.  Er aðeins ein birtingarmynd 20 ára óreiðu sem hér hefur verið.

Þetta er veruleikinn og því fyrr sem við áttum okkur á því, því betra.

Gjaldþrota einstaklingur skrifar ekki undir "kúlulán" - eins og Icesave er í raun fyrir þjóðarbúið.  Það eru engar forsendur fyrir því.  Engar.

Því minntist ég á áratuga baráttu - ekki 5 ára.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er sjálfsagt mál að setja ofur skuldug almennings ehf á hausinn.  Þá geta Bankskarfarnir [launþegar sem hugsa um lífeyrisjóðsgreiðslur og fjölskylduna]  farið að hugsa um eitthvað annað eftir að hafa boðið í. Rekstraforsendur lifa og eru nú enn betri fyrir nýja eigendur. Heilbrigð samkeppni þrífst á eðlilegri nýliðun. Gjaldþrot er grunforsenda virkrar ábyrgðar og góðs reksturs sem heldur uppi velferðakerfi. Maður verður að rífa illgresið upp með rótum til ávextirnir fá næringu. 

Júlíus Björnsson, 30.7.2009 kl. 19:55

6 identicon

Aldrei að vita nema að aðgerðarleysið sé liður í áætlunum ESB-sinna innan ríkisstjórnarinnar til að svelta fólk til að það myndi segja 'Já' þegar að til atkvæðagreiðslu kæmi. 

Ekki að ég trúi því að stjórnin gæti gert fólkinu svo illt 

Ingi A (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það Hákon. Gjaldþrota einstaklingur skrifar ekki upp á kúlulán. Hann fer heldur ekki og byggir höll (t.d. Tónlistarhöll) hann fer ekki að bora göt í fjöll (vaðlaheiðargöng) hann fer ekki að eyða peningum í leiki með vinum sínum (varnarmálastofnun). Nei hann fer að afla sér tekna og greiða niður skuldir.

Hvers vegna skilur ríkisstjórnin ekki þetta einfalda lögmál?

Fyrirtæki sem eru komin á hausinn eru kominn á hausinn. Þannig er það.

Það þarf að vanda mjög til hvaða fyrirtækjum á að bjarga. Gera það á þjóðhagslegum forsendum.

Og það á að byggja nýtt frá grunni.

Það eru ekki allir atvinnuvegir fjármagnsfrekir.

Það þarf að fókusera á mannaflafreka atvinnuvegi.

Þetta or "mannaflafrekt" hefur verið mikið misnotað af ríkisstórninni.

Byggingaframkvæmdir eru ekki mannaflafrekar. Þær eru öllu heldur fjármagnsfrekar og eru lengi að skila "break even" ef þær gera það þá nokkurn tíma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 21:57

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú eru að birtast fréttir af stórfelldari rýrnun lífeyrissjóðanna en nokkurn hafði órað fyrir. Stjórnvöld og samtök atvinnulífsins verða að setjast niður og ræða málin af einhverri yfirvegun þar sem enginn reynir að ljúga að öðrum, heldur sameinast við að greina vandann blákalt og skoða hvaða leiðir eru líklegri en aðrar til viðreisnar. Það stoðar ekkert að nota óskhyggjuna lengur og það eru engar forsendur til að hygla vinum sínum. Og engar forsendur til að kosta dýrar samninganefndir á fund ESB til að ræða um samninga sem eru aðeins draumórar hungraðra kontórista.

Og hætta öllu bulli um frekari raforkuver fyrir stóriðju því almenningur hefur ekki efni á að greiða niður orkuverð fyrir fleiri álver.

Árni Gunnarsson, 30.7.2009 kl. 23:34

9 Smámynd: Offari

'atti krónan ekki að styrkjast samdægurs og aðildarumsóknin kom inn um bréfalúguna?

Nei ég gat aldrei séð rökin fyrir því að krónan styrktist við að hefja aðildarviðræður, en ég gat vel séð rökin fyrir því að hún veiktist.

Offari, 30.7.2009 kl. 23:50

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef menn hafa vaðið með lúkurnar í lífeyrissjóði er komin tími til þess að taka á þessu liði af hörku. Ég er orðin dauðþreitt á aumingjaskap og linkind ríkissjórnarinnar. Þetta eru eins og einstaklingar í einhverjum draumheimi.

Nú berast fréttir af því að Evrópuþjóðirnar eru að reyna að þvinga Íslendinga til þess að undirrita voða-samninginn. ESB ætlar að nota Icesave til þess að fá Íslendinga til þess að gangast við afarskilyrðum væði hvað varðar Icesave og ESB.

Það er ótrúlega heimska að fara í aðildarviðræður NÚNA. Það er greinilegt að ríkisstjórnin er skipuð sveitamönnum sem hafa ekki hundsvit á strategískri hegðun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:08

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

Ég er sammála þér, því miður. Sérkennileg staða að sú Ríkisstjórn sem núna situr lofaði öllu öðru en hún framkvæmir núna. Síðan blöskrar manni vanhæfið hjá þessu liði.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.7.2009 kl. 00:15

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland er eyja hráefna og einhæfs útflutnings, með efnhagsvæðið Reykjavík. Þetta er það sem Elíturnar í EU segja um Ísland. Region er nær area en Capital city sem eru þungamiðju EU menningarleiðarinnar í þúsundir ára siðmenningarinnar. Brussel litlu Miðstýringanna. Stórborginna fylgja héröð og þjónustaðir þeirra. Mynda saman mjög öflugan heima markað. City regions and locals. Grunn Samkeppni eining í stóriðjufullframleiðslu og hátækni. Af hverju getum við ekki verið Local og lifað af okkar eigin þjóðarframleiðslu sem skila 40000 dollurum á haus á ári. Um þennan samkeppni grunn er samstarf. Menningarsamstarf greiðist beint úr vösum Meðlimaríkjanna sem taka þátt að eigin vali.

Júlíus Björnsson, 31.7.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband