Útsendari fjórflokkakerfisins haldin borgaraþráhyggju

Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét hafa staðið sig vel sem málsvarar borgara inni á þingi. Þau hafa lagt sig fram um að verja málstað afkomenda okkar. Þráinn Bertelsson hefur fyrir vikið viljað láta reka þau af þingi ef marka má málflutning hans í fjölmiðlum.

Borgarahreyfingin er ungt afl sem er í mótun og kjósendur borgarahreyfingarinnar er fólk sem er búið að fá nóg af sérhagsmunapoti og spillingu fjórflokksins.

Þráinn kann ekki við það að þingmenn borgarahreyfingarinnar hafa tekið afstöðu með þessum kjósendum sínum og valið að fylgja valdaklíkunni sem er búin að eyðileggja friðsældina, réttaröryggið, lýðræði og efnahag á Íslandi svo eftir hefur verið tekið um heim allan.


mbl.is „Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já það er ekkert annað :) Ég hef afskaplega gaman af bloggi þínu Jakobína, þó ég skilji nú ekki alltaf hvað þú ert að meina.

Ef ég skil þetta rétt þá ertu að segja hér að Þráinn sé útsendari fjórflokkakerfisins (þar sem hann var eitt sinn í öðrum flokki) og hann sé haldinn borgaraþráhyggju?

þú talar um að hann hafi viljað láta reka félaga sína af þingi þá ertu væntanlega að vitna til þess þegar hann var að svara því sem átti að vera haft eftir Birgittu, þar sem hún talaði um að hann yrði að gera það upp við sig hvort hann vildi vera hluti af þinghópnum og gaf í skyn að hann þyrfti að skoða stöðu sína sem þingmaður.

Þráinn svaraði því til að hann hefði farið eftir stefnu hreyfingarinnar en ekki ekki þau og því væri nær að þau segðu af sér. Ef við gefum okkur að hann hafi haft rétt fyrir sér um það að hann hafi farið eftir stefnu hreyfingarinnar og gildum um heiðarlega framgöngu í stjórnmálum (sem er forsenda þess að fólk taki báráttu XO gegn því sem þú kallar spillingu fjórflokksins alvarlega), þá er það ekki fjarstæðukennd ályktun hjá honum, ekki satt.

Síðustu málsgreinina hjá þér skil ég bara alls ekki. Málið er að Þráinn valdi ekki neitt heldur stóð við það sem XO saði fyrir kosningar. Það að við styddum að farið yrði í viðræður og samningurinn svo borinn undir þjóðina og hann stóð við það sem  þinghópurinn hafði sagst ætla að gera í ESB málinu, eftir að hafa fengið alla fyrirvara sem þau báðu um inní frumvarpið um aðildarumsókn.

Þetta fjórflokkatal þitt er alveg ferlega hallærislegt og bætir engu við umræðuna. Hvað má þá segja um aðra? varst þú útsendari fjórflokkakerfisins í Frjálslynda flokknum? Er ég þá útsendari Fjórflokksins í XO og hvað um Birgittu Jónsdóttur? er hún útsendari Fjórflokkakerfisins og stórhættuleg af því hún hefur starfað fyrir VG og komið inn á þing sem varamaður? Nei ég held ekki. Og hver er þá munurinn á Þránni og Birgittu í þínum augum? Bæði eru ósátt við Icesave samninginn, jú þú ert á móti ESB og þá er Þráinn útsendari fjórflokkakerfisins.

Sævar Finnbogason, 10.8.2009 kl. 02:32

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar þú veist eins vel og ég að ESB var aldrei "issue" hjá borgarahreifingunni heldur lýðræði og barátta gegn spillingu og vanhæfni. Borgarahreifingin er ekki ESB-stefnuflokkur heldur er það svona eftiráskýring.

Það er í andstöðu við meginstefnu Borgarahreifingarinnar að sótt sé um aðild án samráðs við þjóðina, þ.e. við lýðræðissjónarmið Borgarahreifingarinnar og kjósenda hennar.

Ef landsmenn vilja kynna sér hvað ESB hefur upp á að bjóða þá er mjög einfalt að kynna Lissabon sáttmálann. Það er mun ódýrari og skilvirkari aðferð en að fara í aðildarviðræður til þess að kynna sér "hvað ESB býður". Enda er þessi frasi hannaður í Brussel.

Þeir sem styðja þennan framgang mála eru að gæta sérhagsmuna en ekki hagsmuna þjóðarinnar.

Getur þú Sævar nefnt mér eina ástæðu fyrir því að hagstætt sé að ganga til aðildarviðræðna NÚNA?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.8.2009 kl. 02:47

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. Við Sævar erum hver og eitt útsendarar þeirra hagsmuna sem við stöndum fyrir.

Ég styð aukna verðmætasköpun í landinu en ekki skuldasöfnun.

Ég styð aukið lýðræði.

Ég styð það að gömlum og spilltum stjórnmálamönnum sé ítt til hliðar og stjórnarfar á Íslandi lúshreinsað.

Ég styð það að stjórnsýslan sé efld með því að koma þar á eðlilegum vinnubrögðum og koma í burtu þaðan afætum.

Ég styð það að velferðarkerfið sé eflt.

Ég styð það að varnir séu byggðar upp gegn erlendum græðgisöflum sem munu sópa allri hagfræðilegri rentu út úr landinu fái þau tækifæri til þess.

Ég styð það að bankarnir séu fjármálakerfi sem þjóar samfélaginu en étur það ekki upp

og ég styð heimilin í landinu,

frjálsa atvinnusköpun í byggðarlögum landsins,

Afnám kvótaframsals

orkuna í þágu íslensk framtaks,

afnám leynisamninga,

að erlendum áhættufjárfestum verði sópað út fyrir landssteinanna.

Að mútur til embættis- og stjórnmálamanna verði stöðvaðar

Að valdastofnanir í landinu verði aðskildar og almenningi tryggt réttaröryggi.

Já Sævar þegar ég fór í framboð var ég útsendari þessara sjónarmiða.

Við sem vorum í framboði í Reykjavík vorum öll gegn stóriðju. Það má því segja það það hafi verið græni armur frjálslyndaflokksins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.8.2009 kl. 03:01

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég minni á þessi orð Þórs frá því í kosningabaráttunni. "Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum. Stefna einangrunarsinnana einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg. Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis." 

þessi stefna sem varðandi ESB var samþykkt og skipti fjölda kjósenda miklu máli og fjöldi fólks sem var óánægður með aðra flokka (samfó, xD og framsókn) en vildi aðaðildarviðræður kaus okkur vegna hennar. Það er óumdeilt og ef það hefur farið framhjá þér er að vegna þess að þú efur verið upptekin í kosningabaráttu Frjálslynda flokksins. Ef þér finnst það ekki skipta máli þó það fólk sé sigla sinn sjó en mér finnst það skipta máli.

Þar sem þú biður um eina ástæðu þess að hagstætt se að ganga til samninga við ESB núna, skal ég það. Það sem Íslenskst efnahagslíf sárvantar er traust umheimsins. Aðildarviðræður vekja slíkt traust. Svo höfnum við eða samþykkjum saminginn. EN það sem okkur vantar er tiltrú umheimsins, við getum ekki einu sinni fengið lán hjá grönnum okkar og ASG um þessar mundir og ef við fáum 2 til 2 og hálft ár af samningaviðræðum, hvar umheimurinn sér að við viljum taka þátt í heiminum verður það til góðs.

Svo get ég laumað því með að það verður mun erfiðara að eiga við ASG ef við einangrum okkur frá umheiminum. (ég á ekki von á að þessi rök virki á þig en þau skipta ríkið og atvinnulíf annað en bændur og sjómenn miklu máli)

Það sem ég er að fara með þessu er að það að ráðast svona á persónu Þráins til að gera hann tortryggilegan frekar en að ræða yfirvegað af rökfestu um málefnið og gerðir fólks dæmir sjálf.

Græni armur Frjálslynda flokksins :) ég hafði bara ekki heyrt um hann áður.

Mér skildist á formanni ykkar að nú væri einmitt lausnin að virkja og veiða sem aldrei fyrr.

Sævar Finnbogason, 10.8.2009 kl. 03:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar ég bað þig um rök fyrir því hvers vegna við ættum að sækja um ESB núna og þú svarar "Íslenskst efnahagslíf sárvantar er traust" og fullyrðir að aðildarviðræður vekji slíkt traust. Nú hefur Ísland sótt um aðild að ESB. Getur þú bent á eitthvað sem bendir til þess að það hafi aukið traust á Íslandi að sækja um aðild að ESB. Það er eins og mig minnir að krónan hafi fallið og ekki veit ég betur en allt sé ein frosið og það hefur verið.

Ég vil benda þér á það Sævar að ég er félagi í Borgarahreifingunni og mér er annt um að verja það sem vel er gert í þeirri hreifingu.

ESB sinnar í borgarahreifingunni hafa verið að hleypa öllu upp í loft þar rétt eins og ESB sinnar í Vinstri grænum hafa verið að hleypa öllu upp í loft á þeim bæ. Ástæðan fyrir því að ég benti á að við í Reykjavík hefðum boðað græna stefnu í framboði er einfaldlega sú að ég er að undirstrika það að einstaklingar í framboði og á þingi bera fyrstu skildu við sína eigin samvisku.

Málflutningur um einangrun Íslendinga er einhver heimskulegasti áróðurinn í boði ESB sinna. Innganga í ESB mun hafa einangrunaráhrif þótt þau séu annars eðli en áhrif þess að standa fyrir utan. Íslendingar eru nú þegar aðilar að Shengeln (eða hvernig sem það er nú skrifað) sem opnar landið á mjög víðtækan hátt. Mér skilst að fríverslunarsamningur við Kínverja hafi fallið um sjált sig þegar Íslendingar hófu aðildarviðræður við ESB.

Loks segir þú: Svo get ég laumað því með að það verður mun erfiðara að eiga við ASG ef við einangrum okkur frá umheiminum.

AGS hefur sannað sig vera málaliðar "óvinarins". Meira að segja Steingrímur játaði í Kastljósi að AGS væri að þvinga ríkisstjórnina til þess að ganga að Icesave.

Allt sem AGS hefur gert hér á landi er í stíl við það sem AGS hefur gert annars staðar. Brotið niður efnahagslíf þjóðar, keyrt íslensk fyrirtæki í "tæknilegt" gjaldþrot með kröfu um okurvexti, gerir kröfu um að ekki sé komið til móts við íslensk heimili og reynir að skapa hér skilyrði fyrir alþjóðafyrirtæki til þess að færa hagfræðilega rentu af verðmætasköpun úr landi.

Ef þú vilt þýðast þetta fyrirbæri þá er það þitt mál en það eru ekki gildandi rök í umræðunni um ESB.

Þú hefur ekki enn svarað spurningu minni: Hvers vegna er hagstætt að sækja um aðild að ESB NÚNA?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.8.2009 kl. 14:57

6 identicon

Hvenær vildi Borgarahreyfingin að útkoma væntanlegs samnings um aðild Íslands að ESB færi svo í þjóðaratkvæðagreiðlu sem yrði ráðgefandi ekki skuldbindandi fyrir Alþingi ?'

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband