Góður fundur með Vinstri Grænum

Skoðanaskipti voru á fundi Vinstri grænna í kvöld. Ekki var ég vör við neinn klofning heldur virkuðu flestir fundarmenn á mig sem félagshyggjufólk.

Það er hins vegar augljóst í mínum huga að þeir Vinstri grænir sem vilja samþykkja Icesave (en þeir virðast ekki vera margir) hafa ekki skilning á samhenginu á milli stefnu flokksins og afleiðinga þess ef samningurinn er undirritaður.

Í haust hófu Bretar hernaðaraðgerðir gegn Íslandi jafnvel þótt svo virðist sem margir Íslendingar eigi erfitt með að kyngja því. Ísland er í dag hersetið og fyrir setuliðinu fer landshöfðinginn Rozwadowski.

Með aðgerðum sínum sem voru beiting hryðjuverkalaga og frysting gjaldeyrisstreymis til landsins tókst Bretum að þröngva Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á Íslendinga. Síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settist hér að hefur hann starfað í þágu Breta.

Það hefur vakið furðu mína að enginn hér á landi hefur spurt hvers vegna Bretar voru svo snöggir að grípa til hryðjuverkalaganna. Mín skoðun er sú að sú hernaðaráætlun hafi verið tilbúin áður en bankarnir hrundu. Reyndar trúi ég því að aðdragandinn að aðgerðum Breta sem þeir hafa síðan fylgt hafi verið nokkur.

Ömurlegast er að horfa upp á hvernig Össur glaðhlakkalegur gleðst yfir samvinnu sinni með þeim valdastofnunum sem nú virðast hafa það helst að markmiði að knésetja íslensku þjóðina. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig nokkur maður getur beygt sig undir þennan ósóma og kallað sig Íslending.

Það er ekkert dularfullt við strategíu/áætlun Bretanna. Áætlunin er einfaldlega að telja heimskum stjórnmála- og embættismönnum trú um að staða Íslands verði mikið betri ef ríkissjóður safni miklum skuldum. Hún gengur einnig út á að íslensk stjórnvöld þurfi að beygja sig undir eitthvert alþjóða siðferði sem þeir sjálfir hafa skáldað og á engan hátt í nokkru samræmi við siðmenntaða hegðun.

Ríkisstjórnin er nú hvött til þess að haga sér eins og indverskir foreldrar gera í neyð sinni þegar þeir selja börnin sín í þrælabúðir alþjóðafyrirtækja. Það er ömurlegt að horfa upp á að þessi strategía í boði Breta og alþjóðafjármálakerfisins hefur verið að virka á hluta stjórnmálamanna sem hafa gerst boðberar boðsskapar sem prédikar að þeir sem tóku enga áhættu, áttu enga aðild að viðskiptum skuli bera tapið.

Kjósendur samfylkingarinnar kjósa þennan flokk vegna þess að þeir trúa því að þeir séu að kjósa jöfnuð og félagshyggju. Því miður er það svo að menn/konur með vafasama siðferðisvitund hafa hreiðrað um sig í forystu þessa flokks og stefna að öðru en félagshyggju og jöfnuði.

Sá hluti Vinstri grænna sem harðast hefur sett sig upp á móti Icesave samningnum er sá hluti stjórnarþingmanna sem heldur voninni í mörgum kjósenda þessara flokka og ég hvet þá til þess að halda sig á þessari braut.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ert þú flokksbundin í VG ?

Varst þú ekki í framboði fyrir annan flokk í síðustu kosningum ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek fullkomlega undir það sem þú bendir á varðandi Össur Skarphéðinsson! Ég er skítlogandi hrædd við það umboð sem þeim manni hefur treyst fyrir. Ég treysti honum nefnilega ekki eitt einnast milligramm

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:48

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki flokksbundin í neinum flokki en ég er meðlimur í mörgum stjórnmálaflokkum. Það eru engin lög sem banna það og ég geri það á opinn og heiðarlegan hátt.

Ég er í eftirtöldum flokkum:

Frjálslyndum, Vinstri grænum, samfylkingunni, Borgarahreyfingunni og samtökum fullveldissinna.

Ég er hins vegar ekki í frímúrarareglunni, rótary eða oddfellow.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:51

4 identicon

Eftir að lokað var fyrir möguleikann á persónukjöri fyrir síðustu kosningar veit ég um marga sem gerðu eins og ég: tóku þátt í prófkjöri á sem flestum stöðum. Skráðu sig sem meðlimi ef þurfti. Ég tók þátt í prófkjöri hjá Samfó og VG.

Þegar ég sagði fólki frá þessu sögðu margir: Má þetta? 

Það er eins og fólk sé hrætt við flokkana og haldi að flokkar ráði meiru ein þeir gera! Eru Íslendingar virkilega svona undirokaðir? Að þeir þekki ekki muninn á valdi og félagasamtökum?

Rósa (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 08:54

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Ríkisstjórnin er nú hvött til þess að haga sér eins og indverskir foreldrar gera í neyð sinni þegar þeir selja börnin sín í þrælabúðir alþjóðafyrirtækja."

Það virðist ekki þurfa að hvetja suma til þess.

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 10:00

6 identicon

Nú er ég sammál þér, hvet þig til að kikja á greinina í mogganum um grein í FT þar kemur hugur upp sem mun verða ef Ísland fellir Ice safe, sem sagt þjóðir munu ekki vinna gegn okkur heldur með þegar á reynir.

óskar (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:17

7 identicon

Samspilling Össurar, Björgvins G. og Árna Páls er ekki skömminni skárri en Sjálfstæði glæpaflokkurinn.  Spilling, frjálshyggja, einkavæðing, mismunun og endalausar lánalínur eru þeirra ær og kýr.

Tengsl Samspillingar við Björgólfanna eru ekki minni en tengsl Sjálfstæða glæpaflokkins.

Össur og Björgvin G. eru FLOKKSBUNDNIR í breska verkamannaflokknum.  Þar liggur tryggð þeirra!

TH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:35

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég er líka skíthrædd við Samfylkinguna - tækifærismennska og bjánagangur og sterk element þar á bæ.

Legg allt mitt traust á VG núna.......

Soffía Valdimarsdóttir, 12.8.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband