Lógík mánaðarins

90% fjármálafyrirtækja vantreysta Íslandi en munu treysta Íslani betur ef það verður skuldugra.

Er það vegna þess að hér verður hægt að fá ódýran vinnukraft og auðlindir fyrir slikk?

"Reykjavik vonast til að Icesave-samningurinn endurreisi traust á efnahagskerfi landsins nærri ári eftir að þrír helstu viðskiptabankar landsins hrundu. En í könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana kemur í ljós hversu djúpt vantraustið er."

Hefur ríkisstjórnin látið sér detta í hug að kanna hver djúpt vantraust almennings á Íslandi er?


mbl.is Djúpt vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér þetta skrítin lógík?

Þú myndir líklega helst vilja lána þína eigin peninga til fólks sem hefur lýst því yfir að það hyggist ekki standa við fyrri skuldbindingar sína af því þar með hefur það rýmri fjárráð en ef það væri að vesenast með að standa í skilum?

Urf (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sé enga lókík í því að ég eigi að borga skuldir Björgólfs Thors. Enda mun ég ekki gera það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.8.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Mér leikur forvitni á að vita hvernig þú ætlar að komast hjá því að borga skuldirnar? Því ef þú getur það, án þess að skipta um ríkisborgararétt eða flytja af landi brott, þá held ég fleiri myndu vilja gera það sama og þú.

Ef við íslendingar værum í sömu stöðu og Hollendingar og Bretar gagnvart örðu ríki þá værum við ekki hótinu skárri.

Auðvitað borgum við Icesave og þá erum við stoltari íslendingar en ef neitum að borga. Það yrði ég að minnsta kosti.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 17.8.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég get ómögulega verið stolt yfir því að svelta börnin mín svo að Björgólfur Thor geti sprangað um í London.

Það er skammarleg lágkúra falin í þínum hugsunarhætti Grétar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.8.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sjá hér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Hver er sú skammarlega lágkúra?

 Grétar

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.8.2009 kl. 12:54

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Að saklaus börn eigi að tala út refsingu fyrir hegðun fullorðinna glæpamanna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 15:15

8 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Því miður er það svo í heiminum að saklaus börn borga fyrir fáránlega hegðun okkar fullorðna fólksins. Þannig hefur það verið og sér ekki fyrir endann á því því miður. Þú Jakóbína hefur hins vegar ekki svarað því hvernig þú ætlar að komast hjá því að borga?

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 25.8.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband