Krafa um stjórnarfar sem er viðeigndi í siðmenntuðu samfélagi

Krefjumst þess að vinna að nýrri stjónarskrá sé á forræði þjóðarinnar en ekki alþingis sem hefur ekki tekist að gera breytingar á henni í tugi ára. Það er ekki sæmandi nútíma siðmenntuðu samfélagi að vera með stjórnaskrá sem er að stofninum til frá 1874.

Takið þátt á Facebook hér

Stofnum okkar eigið stjórnlagaþing

Stjórnarskráin er eign þjóðarinnar en ekki séreign stjórnmálamanna


mbl.is Atvinnuleysi 7,7% í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Þetta er ekki til neins, það þarf að bylta núverandi kerfi og það mun ekki takast í gegnum Fésbók. Við sem viljum breytingar þurfum að skipuleggja okkur sbr. þessi ágæta hugmynd og marsera niður á þing og leysa ráðamenn frá störfum. Íslendingar hafa þrasað og þusað hver í sínu horni alla tíð og þetta vita stjórnmálamenn og hlægja. Það þarf nýjar aðferðir, aðferðir sem stjórnmálamenn skilja.

Egill Helgi Lárusson, 11.9.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fésbókin er ágætis byrjun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.9.2009 kl. 01:34

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrána upprunalega lesin með hliðsjón af Íslenskri-Danskri orðbók kennd við Sigfús Blöndal og góður grunn orðaforði til sjós og sveita er allavega nóg til að skilja Íslenskuna sem forfeður mínar allavega hafa talað óslitið frá landnámi.

Lögfræðingar er eitt og lagsmiðir annað. Stjórnmálamenn með framkvæmdaræði á heilanum líka. Þingmenn eiga að veljast á þing til að koma tryggja að valdinu sé veitt aftur jafnt til til fólksins eða landshlutanna sem eiga tilkall til þess auðs þess svæðis sem þeir byggja.

Aðilar sem velja til að láta framkvæma það sem er bráðnauðsynlegt með tilliti til starfskyldna sína eiga inna þær af hendi.

Dómara þarf að kjósa á 5 ára fresti. Nóg er af lögum.  Hinu kerfinu er ekki hægt að treysta hér í ljósi dýrkeyptrar reynslu.    

Til þess að samkeppniseftirlit sé starfshæft þarf fyrst að byggja hér samkeppni markaði á Íslandi. Þar sem þátttakendur eru minnst 100 í geira. Þannig að fjöldi fjöldi smárra og meðalstóra rekstrafyrirtækja á mælikvarða Íslands sé ekki minni enn í Þýskalandi t.d. Það fæst með því að leysa um upp keðjur og eignarhalds félög. Sníða umfangið við ábyrgðina að því sem venjulegir heiðarlegir mannelskandi Íslendingar geta sannarlega borið.

Það gilda all önnur lögmál um þjónustu fyrirtæki. Ísland  er ekki nógu stórt til að hafa meira ein eitt orku innflutnings fyrirtæki. Eitt tryggingarfyrirtæki og einn Ríkisbanka. Ábyrgð í slíkum rekstri er í höndum eftirlits og starfskyldur og rekstra skyldur má útlista nákvæmalega. Algjört gagnsæi tryggir að misnotkun yfirmanna á lágum launum gerist ekki.

 Einföld yfirbygging í samræmi við einfalda útflutningaatvinnuvegi. Skiptir engu þótt Miðstýring í Brussel sér mér sammála. Hennar tilgangur er að hirða þann hluta þjóðarteknanna sem fer nú í yfirbygginguna og byggja lánlauna þjónustu lén um orku og hráefni. 

Hversvegna þurfa Íslendingar ekki enn orðnir lén í EU að eiga viðskipti við EU persónu að lögum í skúffu í Svíþjóð. Er það kannski EU Seðlabankakerfið sem leggur til útborgunina? 

Júlíus Björnsson, 11.9.2009 kl. 03:38

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Egill Helgi? Heldur þú virkilega að fólk taki sig saman að losa þessa menn frá störfum. Nei, því miður. Það verður að gerast eftir öðrum leiðum.

En ég vil taka það fram að það eru alltaf leiðir. Það verður bara að finna þær.

Ég hef annars alltaf sagt þetta sama og Jakobína og verið á sama máli. Það hlítur að verka eitthvað skrýtið þessi lýsing hjá mér í "Okkar Ísland" hvaða leið og hvar við endurvekjum Lýðveldið Ísland. Ég segi þar og er staðfastlega á þeirri skoðun að með því að gera nýja stjórnarskrá þá verður að endurreysa Ísland í leiðinni. En besta lausnin fyrir íslendinga fyrir framtíðina yrði auðvitað sú að fólkið í landinu muni vinna að stjórnarskránni sjálft með eins lítilli aðkomu alþingis og hægt er! 

Ég get svo ekki séð að það væri neitt neikvætt við að það yrði gert á Þingvöllum. Helgasta stað íslendinga! Með almannaþingi fyrst sem undirbúning. Svo stjórnlagaþing sem endar með nýrri stjórnarskrá og endurreysn Lýðveldisins Íslands.

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2009 kl. 08:20

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hinsvegar er spurningin hvort við (eða fámennur Facebook hópur) getum komið að því máli að stofna okkar eigið stjórnlagaþing fólksins. Einmitt afþví að stjórnlagaþing starfar fyrir allan fjöldann! Þessvegna er ég á þeirri skoðun að þjóðin sjálf skuli koma að undirbúningi stjórnlagaþings. En slíkt verður best gert með að setja í gang almannaþing fyrst og best væri að koma saman til þess á Þingvöllum. Því þannig náum við þjóðinni sem flestri saman! Út á það gengur málið að fá fólkið í landinu að vera með! Og líka í undirbúningi.

En auðvitað er ég alveg tilbúinn að koma með inn í viðræður við svona hóp á hóflegum og á algjörlega friðsamlegum og nótum!

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2009 kl. 08:38

6 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Guðni, einmitt....skundum á Þingvöll (sic!)...það er varla hægt að fá fólk niður í miðbæ! Það þýðir ekkert að nálgast þetta með nýrómantískum hugmyndum, það sem gilidir hér er "realpolitik". Ég er ekki að tala fyrir ofbeldi. Það að segja ráðamönnum upp störfum felur ekki í sér meira ofbeldi  en þegar venjulegu starfsfólki er sagt upp störfum. Í báðum tilvikum þarf hins vegar einhvern/hverja til þess að taka af skarið. Þetta fólk er nú einu sinni í vinnu hjá okkur, eins og marg oft er sagt.

Egill Helgi Lárusson, 11.9.2009 kl. 09:26

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Egill........einmitt skundum á Þingvöll,,,,,,,,eftir að búið er að koma þessari stjórn frá! Ekki á undan. Nýrómantískar hugmyndir duga best að setja inn eftir að hitt er búið. Það er eins og þú segir erfitt að fá fólk niðri í bæ. Uppgjöfin er nær algjör í fólki og það veit ekki hvað er hægt að gera.

Það er spurningin hvernig við getum sagt þessu fólki upp störfum? Þar að segja bæði ríkisstjórn og alþingi. Hvaða leiðir eigi að nota? Kannski skoðanakönnun fyrst? Eða utanþingsstjórn í framhaldinu?

Málið er þó að ef fólk fer að sjá að það eru einhverjir sem vilja fyrir alvöru vinna fyrir almenning í landinu þá kemur fólk með. Og þegar að sigur hefur unnist, afhverju ekki þá einmitt að koma saman til hátíðar, starfs og leiks?

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enga pólitíska aðkomu að stjórnarskrárbreytingu. Hárrétt!

Árni Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Valdið liggur hjá okkur almenningi í þessu landi. Í dag erum við sundraður skríll og úreltar hugmyndir um "hægri" og "vinstri" eru notaðar til þess að viðhalda sundrungunni. Um leið og við sameinumst um að gera eitthvað þá hafa núverandi valdablokkir ekkert um það að segja.

Egill Helgi Lárusson, 11.9.2009 kl. 13:14

10 Smámynd: Jón Lárusson

Aðkoma að stjórnarskrá gerð getur aldrei orðið annað en pólitísk, þannig séð. Hins vegar held ég að við verðum að átta okkur fyrst á því hvað við viljum, hvert við viljum stefna og hvernig við viljum stefna þangað. Stjórnarskrá verður aldrei neitt annað en handbók fyrir það sem við viljum og ef við erum ekki búin að ákveða það, þá er engin þörf fyrir handbókina.

Vil bara árétta þetta með Agli, valdið liggur hjá fólkinu og hvergi annarsstaðar, ekki hjá ráðamönnum og alls ekki hjá valdablokkum. Þetta vita þau og þess vegna er alltaf verið að sundra okkur með því að "plata" okkur í einhverjar fylkingar sem í raun gera ekkert annað en að sundra okkur og halda þeim við völd.

Valdablokkirnar vita það að daginn sem fólk áttar sig á þessu, þá er leiktíma þeirra lokið og almenningur fyrst almennilega frjáls.

Jón Lárusson, 11.9.2009 kl. 13:26

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón L. Mér varð á að gera ekki greinarmun á stjórnmálaflokkum og pólitík og þetta er auðvitað algeng rökvilla. Það sem ég átti við var auðvitað það að stjórnmálaflokkarnir hafi sem minnst afskipti af stjórnarskrárbreytingu. Það virðist eins og að inni á Alþingi sé það næstum óbærileg kvöð að sinna þeirri grundvallarskyldu sem er það að vera maður í öllum góðum skilningi.

Verst er þó líklega að alþingismenn virðast brjóta stjórnarskrána eftir þörfum.

Árni Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 14:06

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón L.>Aðkoma að stjórnarskrá gerð getur aldrei orðið annað en pólitísk, þannig séð.

Hvernig pólitísk? Vegna þess að hugtakið pólitík í dag er ekki mannlegt. Pólítík hefur lent í að snúast um nokkra einstaklinga sem fá völd til að ráða yfir almenningi. Þannig hefur almenningur ekkert að segja eftir að hafa kosið þetta lið yfir sig. Þessvegna þarf að heimfæra pólitíkina yfir á fólkið sjálft og losa hugtakið út úr flokkum. Því þannig verður árangur meiri með minna valdi og samstöðu fólksins sjálfs! Þá mun pólitík fyrir alvöru snúast um almennings stjórnun með alvöru lýðfrelsi og valdaskiptingum.

>Vil bara árétta þetta með Agli, valdið liggur hjá fólkinu og hvergi annarsstaðar, ekki hjá ráðamönnum og alls ekki hjá valdablokkum. Þetta vita þau og þess vegna er alltaf verið að sundra okkur með því að "plata" okkur í einhverjar fylkingar sem í raun gera ekkert annað en að sundra okkur og halda þeim við völd.

Þetta er ekki alveg rétt því eins og staðan er þá er valdið hjá fólkinu í kosningum og sama og ekkert eftir það, því það færist inn í valdablokkir í flokkunum og endar ímeð völdunum í ríkisstjórn. Það sem þið segið að sé mun því eiga að verða ef allt rétt væri.

Þessu þarf að breyta þannig að valdið sé alltaf hjá fólkinu sjálfu!

>Valdablokkirnar vita það að daginn sem fólk áttar sig á þessu, þá er leiktíma þeirra lokið og almenningur fyrst almennilega frjáls.

Það eru alltaf fleiri og fleiri af almenningi sem er að átta sig á þessu. Framtíðin mun verða svo að völdin færast yfir til fólksins sjálfs og þá mun hreinlega engin nauðsyn vera fyrir flokka. Ný pólitík sem fyrir alvöru snúast um stjórnun af fólkinu fyrir fólkið!

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2009 kl. 19:45

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Með virðingu fyrir öllum yfir 55 ára. Margt hefur breyst með frjálsu flæði. Óharðnaðir unglingar voru menn[kven og karl?] fyrstu árin sem reynslan gerði þau hörð til að taka ábyrgið borga útborgun og hlaða niður börnum.  Flestir fræðingar og aðrir vor fullfærir fyrir 16- 25 ára aldur.

Nú hefur þessi talað hækkað upp í 35-40 þegar nýfræðingarnir af öllum togum er sleppt úr fræðagæslunni. Um 30% þjóðarinnar 35-55 vinnur svo 12 til 14 tíma að eigin sögn. Við hvað spyr ég á kostnað hvers? Þetta þekkist ekki neins staðar annarstaðar.

Þennan kostnað er EU skilvirku fræðamennirnir sem skila 6 tímum á dag tilbúnir að draga frá þjóðartekjum Íslands að mínu mati.

Evrópa er nánast ósjálfbær um hráefni og orku og þjáist af fólksfjölda sem þarf að gera eitthvað. Hennar stórborgar og stóriðjuvera samkeppnigrunnur og samsvarandi úrræði þurfti ekki að taka upp á Íslandi.

Ef hagstjórnin hér hef ekki gengið út á fákeppni, samruna og eignarhalds félög og ofurvöxt forræðishyggju miðstýringar elítu fárra einstaklinga og allir milljarðarnir sem voru fluttur frá almenningi í hennar nafni hefðu farið beint inná launareikningana þá væri almenningur örugglega alveg sáttur við að borga hærra verð fyrir betri vöru og þjónustu og nánast skuldlaus og geti almennt greitt skatta til að halda upp fyrirtaks samneyslukostnaði.

Tökum upp Íslenska hagstjórnargrunn og hirðum EU sparnaðinn sjálf og losum okkur við óráðsíu reynsluleysisins og tornæmisins í ljósi námsdvalar.

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 03:43

14 Smámynd: Jón Lárusson

Guðni, valdið liggur hjá fólkinu alveg óháð kosningum spurningin er bara hvort fólkið sé tilbúið að nota valdið. Pólitík er svo hugtak um þær hugmyndir sem menn hafa til stjórnunar samfélaga eða umsýslu og er ekkert ómannlegra en önnur hugtök. Að ætla að skilgreina hugtakið pólitík og flokka menn með eða á móti þessari eða hinni skilgreiningunni á því, er álíka og flokka menn eftir hægri og vinstri, aðeins til þess gert að draga athyglina frá því sem skiptir máli. Þegar ég tel stjórnarskrárgerð vera pólitíska í eðli sínu, þá er það vegna þess að stjórnarskrá er handbók stjórnarfarsins og stjórnarfarið er í sjálfu sér pólitískt í víðasta skilning þess orðs.

Enn og aftur valdið ER hjá fólkinu, það er ekki eitthvað sem kannski, hugsanlega, jafnvel verður. Svo lengi sem fólkið áttar sig ekki á því hvar rétt vald liggur, þá munu engar breytingar verða. Ef fólkið velur sér fulltrúa á þing sem svo snýr algeru baki við fólkinu þannig að fólkið líði fyrir, þá á fólkið ekki að bíða í fjögur ár og láta vaða yfir sig, það á að láta í sér heyra. Valdafíklar eru í eðli sínu gungur og um leið og þeir finna að fólkið er búið að átta sig á því að valdið liggur hjá því, þá hörfa þeir. Því oftar sem fólkið bendir á það hvar valdið liggur, því minni líkur á því að það missi það. Ef allir rísa upp og segja nú er nóg komið, þá er bara nóg komið og þessi fámenni valdahópur getur ekkert gert við því. Að ætla að taka þetta eftir reglum þeirra sem þrá völdin er ekki farsælt til langframa. Ég er ekki að tala um að beita einhverju óþarfa ofbeldi, en það þarf stundum að benda á hvar valdið liggur. Þetta er því ekki spurningin um að valdið verði einhverntíma hjá fólkinu, það er það nú þegar.

Við komumst ekki hjá því að setja upp eitthvað kerfi til að vinna að okkar málum, spurningin er bara hvernig kerfi það á að vera. Sú pressa á sellusósíalisma sem nú er höfð uppi, að fólk bara hittist og ræði málin, mun ekki ganga. Þetta hefur verið reynt í gegnum söguna og hefur alltaf leitt til þess að fámennur hagsmunahópur hefur náð völdum, sbr terrorinn í frönsku byltingunni og svo sovétin sálugu. Það er enn sem komið er hagkvæmast að fá fulltrúa til að sinna þessum stjórnsýsluþáttum, en það þarf að vera gert þannig að þeim sé gerð fyllilega grein fyrir því hvar valdið liggur.

Hvernig þætti það ef maður, sem væri ráðinn til vinnu, væri alveg ónýtanlegur til nokkurra verka, að það mætti ekki reka hann fyrr en eftir fjögur ár. Fyrirtækið næði aldrei góðum árangri.

Allt tal um að völdin munu færast til fólksins er rangt. Valdið er þegar hjá fólkinu.

Jón Lárusson, 14.9.2009 kl. 08:43

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón, erum ekki að misskilja hvorn annan? Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Ég er aðeins að benda á þá einföldu staðreind að þó valdið eigi að vera hjá fólkinu þá hafa flokkar og valdblokkir notað sér það en ekki fólkið sjálft. Einmitt vegna þess að eftir kosningar þá hefur þú valið þér einhvern flokk til stjórnunar á valdinu. Við höfum því losað af okkur valdið yfir í flokksvaldið og ríkisvaldið.

Það sem þarf að gera er að losa valdið út úr þessum valdablokkum og færa það til þannig að fólkið sjálft ráði en ekki flokkar og valdaklíkur innan flokka.

Áttum okkur á því að vegna alls þess sem hefur á undan gengið þá mun aldrei vera friður heldur mikil ólga í þjóðfélaginu í framtíðinni ef ekki verða gerða róttækar breytingar fyrir almenning í landinu. Það er í mínum huga alveg sjálfsögð krafa að ég sem einn af múgnum eigi að geta haft áhrif ef ég vill. Alveg eins og allir hinir.

Ættum við þá ekki að taka betur þátt í stjórnmálastarfi innan einhvers flokks? NEI! Vegna þess að eins og þessir stjórnmálaflokkar funkera þá er rödd þín eða mín mjög lítil og veik innan valdaklíkana og toppana í flokkunum sem gefa lítið eftir nema að þú fylgir þeim sjálfum að málum. Ég er búinn að vera innan um þetta og séð hvernig þetta batterí allt funkerar.

Varðandi smá hreyfingar eða flokka þá hef ég komist að því að slíkar hreyfingar gera lítið eða ekkert til að breyta núverandi fyrirkomulagi. Nú er búið að reyna þá leið og hún virkar ekki.

Valdið er hjá fólkinu til að breyta fyrirkomulaginu. Þannig að við eigum val á hvernig valdastruktur við veljum okkur en höfum lent í því að velja okkur einmitt sem þú ert að skrifa um: fólkið áttar sig ekki á því hvar rétt vald liggur, þá munu engar breytingar verða. Ef fólkið velur sér fulltrúa á þing sem svo snýr algeru baki við fólkinu þannig að fólkið líði fyrir, þá á fólkið ekki að bíða í fjögur ár og láta vaða yfir sig, það á að láta í sér heyra.

Guðni Karl Harðarson, 14.9.2009 kl. 12:51

16 Smámynd: Jón Lárusson

Ég er sammála þér Guðni, að það gengur ekki að vinna þetta "innanfrá". Flokkarnir eru slíkar maskínur að allir eru orðnir sterílir þegar þeir komast í gegnum þær, en þetta hef ég reynt sjálfur.

Ég verð reyndar að vera ósammála þér þegar kemur að því að koma á breytingum með nýjum flokkum. Málið er að flestir flokkar hafa verið stofnaðir um sérhagsmuni og takmarkaðan hugmyndagrundvöll, þó flestir hafi eitthvað þróast eftir að þeir komu á þing. Vandamálið við einmenningskjör er að þá riðlast venjulega vægi atkvæða.

Ég vil meina að nú þurfi almenningur að ákveða hvernig hann vilji sjá samfélagið og sameinast um það málefni. Það þarf að mynda flokk um málefni, en ekki sérhagsmuni, einstaklinga eða bara það eitt að komast á þing. Breytt fyrirkomulag lýðræðisins er svo spurning sem við verðum að leggja fyrir okkur þegar þjóðfélagið er komið á skrið aftur. Núna skiptir mestu að stöðva fallið og hefja vinnuna við að laga ástandið.

Annars bendi ég þér á hugmyndirnar sem ég hef sett fram á blogginu mínu, því þar má sjá hvaða lausnir ég tel okkur standa frammi fyrir, eins og til dæmis hér http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/926292/ .

Jón Lárusson, 14.9.2009 kl. 13:52

17 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það þarf engan flokk heldur enn almenning Jón! Það er alveg ljóst að friður mun ekki nást með þjóðinni með núverandi flokkafyrirkomulagi. Einmitt vegna þess að almenningur vill að stjórnmálamenn vinni fyrir sig en ekki sérhagsmuna, svo við nefnum ekki altt hitt sem kemur upp í hugann.

Ég legg til að þú lesir skjalið mitt: "Okkar Ísland" um algjöran viðsnúning á Lýðræði sem færist til fólksins og endar út í stjórninni að framkvæma sem almenningur sjálfur hefur valið. Skoðaðu: valskiptingu með byrjun í sveitarstjórn>svo yfir á svæðisþing og sem endar>á aðalþing.

Þú þarft að kafa svolítið inn á bloggið mitt til að nálgast skjalið.

Guðni Karl Harðarson, 14.9.2009 kl. 16:16

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Finnar eru enn þrátt fyrir EU að ná sér og nú komnir í aðra kreppu. Mikil gleði hýtur að ríkja hjá sumum furðufuglum núna.

Júlíus Björnsson, 14.9.2009 kl. 21:51

19 Smámynd: Jón Lárusson

Ég er sammála þér Guðni, að það er langt í frá að núverandi flokkafyrirkomulag sé í lagi, en spurningin er bara hvað tekur við, hvernig viljum við breyta þessu.

Ég var búinn að kíkja á plaggið "okkar Ísland" en fannst þetta allt of flókið þá. Ég kíkti á þetta aftur núna og er enn þeirra skoðunar að þetta er of flókið til þess að fólk nenni að standa í þessu og þar liggur vandinn. Ef kerfið er of flókið og fólkið þarf að eyða miklum tíma í þetta (flestir hafa engan áhuga á stjórnmálum, sem þetta er, heldur vill bara lifa í friði og láta aðra um stjórnunina), þá endar þetta með því að fámenn "klíka" nær völdum. Þetta fyrirkomulag er ekki ósvipað og reynt var í Frakklandi eftir byltinguna 1789, en niðurstaðan varð sú að í hönd fór ár "hryllingsins" eða "Terror" stjórnin þar sem fallöxinni var óspart beitt.

Fimm einstaklingar frá fimm svæðum sem koma saman er mismunun á atkvæðum, nema það séu nákvæmlega jafnmargir kosningabærir einstaklingar á öllum svæðunum. Það er ekki hægt að búa til fasta svæðisskiptingu og halda jafnvægi atkvæða. Svo erum við ekki nema 320.000 einstaklingar sem búa við góðar samgöngur. Þessi tilfærsla frá sveitastjórn í svæðisstjórn í alþingi þar sem þingmenn taka að sér hin og þessi störf og menn starfa ekki nema átta mánuði á hverjum stað ... þetta er bara allt of flókið og hver og einn of stutt í hverju verkefni.

Þrískipting valds byggir á því að engin, eða svo til engin, tenging sé á milli framkvæmda, lög og dómsvalds, eitthvað sem er ekki í dag reyndar. Efnahagsstjórn sem er með puttana í öllu þessu er ekki til þess að viðhalda þrískiptingunni og í raun stór hætta á að þessi efnahagsstjórn verði of voldug, þó ekki væri nema í fimm eða átta mánuði. Að láta svo einhverja kosna fulltrúa fá puttana í dómsmálin, er bara til að ýta undir lélega dóma. Vandamálið við kosna fulltrúa í dómsmálum er að þeir eiga til að detta í lýðskrum frekar en fagmennsku.

Við verðum að breyta kerfinu, það er alveg á hreinu. Bæði hvað varðar kosningar til þings og ekki síst fjármála- eða efnahagskerfinu. Spurningin er bara hvað kemur best út. Það verður erfitt að finna hið eina sanna kerfi, þó eflaust sé það hægt og að lokum munum við detta inn á það. En við verðum að ræða þetta og þá er svona umræða eins og þetta tvítal okkar hér á blogginu hennar Jakobínu, til góða og ég vil bara koma þökkum til hennar fyrir að leyfa okkur að nýta okkur bloggið hennar.

Allar hugmyndir hafa eitthvað til síns máls og spurningin bara hvað okkur tekst að sjóða saman. En ég held að við séum þó sammála um það að við teljum breytinga þörf og að þær breytingar þurfi að gæta hagsmuna almennings.

Jón Lárusson, 15.9.2009 kl. 08:32

20 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég held að þú sérst að misskilja málin eitthvað. Þetta kerfi er ekki alltof flókið því að kerfinu væri skipt niður á svæðin. 

 >Fimm einstaklingar frá fimm svæðum sem koma saman er mismunun á atkvæðum, nema það séu nákvæmlega jafnmargir kosningabærir einstaklingar á öllum svæðunum.

Þvert á móti því að vinna þingmanna á svæðisþingum eyðir allri ójöfnun atkvæða vegna þess að svæðisþingmaður vinnur einmitt fyrir sitt svæði en ekki hin svæðin! Á svæðinu er búið að eyða upp ójöfnun áður en að út í aðalþing er komið. Þannig skiptir ekki máli fyrir hversu marga svæðisþingmaður vinnur á hverju svæði fyrir sig. Heldur vinnur hann fyrir svæðið og útkoma vinnunnar færi svo yfir í aðalþingið sem er  aðeins heildarþing landsins. Einmitt vegna þess að hvert svæðisþing ræður dálítið sig sjálft hvernig mál þess landsvæðis er klárað sem er svo borið undir aðalþingið.

>Það er ekki hægt að búa til fasta svæðisskiptingu og halda jafnvægi atkvæða. Svo erum við ekki nema 320.000 einstaklingar sem búa við góðar samgöngur.

Jafnvægi atkvæða helst innan hvers svæðis þannig að á vesturhluta skiptir ekki máli atkvæðavægi hinna landshlutanna og það sama með þau öll þannig. 

>Þessi tilfærsla frá sveitastjórn í svæðisstjórn í alþingi 

Útfærslan væri auðvitað viðræðuhæf sem og fjöldi mánuða í starfi. Eitthvað ertu þó að misskilja mánaðafjölda því að í skjalinu er talað um lengri tíma hjá þeim sem fara síðast inn á svæðisþing frá sveitarstjórn.

>þar sem þingmenn taka að sér hin og þessi störf og menn starfa ekki nema átta mánuði á hverjum stað ... þetta er bara allt of flókið og hver og einn of stutt í hverju verkefni.

Hin og þessi störf? Þingmaður vinnur fyrir svæðið sem slíkt og í stað þess að vinna í þessum svokölluðu nefndum sem viðgangast nú þá er hann í samvinnu (ath. tími útfæranlegur) með embættismönnunum.

Ég tala um að þetta gæti verið flókið til að byrja með en þegar að kerfið er komið smám saman á þá opnast augu manna fyrir skilvirkni þess.

>Efnahagsstjórn sem er með puttana í öllu þessu er ekki til þess að viðhalda þrískiptingunni og í raun stór hætta á að þessi efnahagsstjórn verði of voldug, þó ekki væri nema í fimm eða átta mánuði. Að láta svo einhverja kosna fulltrúa fá puttana í dómsmálin, er bara til að ýta undir lélega dóma.

Efnhagsstjórn getur ekki verið of voldug vegna þess að hún er ráðin til starfa af svæðisþinginu. Og svæðisþingið getur alveg haft umsjón með þeirra störfum. Eins og líka tildæmis að segja fólki upp ef það er ekki að vinna sín verk.Þeir vinna fyrir svæðisþingið.

Kosnir fulltrúar í dómsmálin? Ég nefni í skjalinu að innan þessar svokallaðar embættismanna stjórnar sé maður með dómsréttindi eins og héraðsdómslögmaður. Puttana í málum er aðeins hugsað að fólk geti borið mál undir sinn svæðisþingmann og svo haldi málið áfram.

*

Útfærsla á þessu kerfi væri auðvitað möguleg en hinsvegar er þessi svæðisskipting hugsuð sem:

1. að snúa við lýðræðinu til að tryggja að almenningur komi að störfum án of mikillar festingar í starfi. Þannig að tryggja að lýðræðið komi utanfrá og þaðan inn í aðalþing en ekki öfugt. Fólk kjósi sér til til lægri starfa til að byrja með og svo engin meiri kosning. 

2. að inni á svæðum er auðveldara að vinna að verðmætasköpun, halda sjálfbærni og síðan atvinnutryggingu fólks.

3. að tryggja það að fólk festist ekki í einhverri valdapólitík. Þessvegna er tilfærslan meðal annars hugsuð.

Fleiri atriði eru í skjalinu en læt þessi þrjú atriði duga að sinni.......

Guðni Karl Harðarson, 15.9.2009 kl. 14:36

21 Smámynd: Jón Lárusson

Ég held að við getum verið sammála um margt, þetta sé bara spurningin um útfærslu. Við erum báðir á því að breyta þurfi kerfinu með það fyrir augum að gæta hagsmuna almennings. Ég hef velt fyrir mér kosningafyrirkomulaginu og tel flokkakerfið ekki vera að skila sínu í dag. Spurningin er bara hvernig best er að gera þetta. Ég hef ekki enn séð einmenningskerfi sem ég sé virka í raun, en það er ekki þar með sagt að ég sé ekki tilbúinn að skoða allar hugmyndir. Ég hef lagt mikið uppúr því að finna lausn fyrir því ástandi sem er núna, ásamt því að koma með varanlega lausn sem leiðir til hagsældar til allra einstaklinga, og hef verið að fjalla um það markvisst á blogginu mínu.

Það er kominn tími til að taka til. Ef ekki núna, hvenær þá?

Jón Lárusson, 15.9.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband