Brennandi spurningar!

Rakel Sigurgeirsdóttir spyr á Egginni

...og hvetur aðra til þess að spyrja sig hins sama:

  • Hvers vegna viðvörunum um væntanlegt hrun var stungið undir stól?
  • Hvers vegna mátti ekki benda á sökudólga hrunsins?
  • Hvers vegna hugvitið var sett í það að þétta felutjöldin og fara með ósannindi um það sem raunverulega gerðist?
  • Hvers vegna lyginni hefur verið viðhaldið og haldið áfram síðan?
  • Hvers vegna var ekki strax lagst í alvarlega og sannfærandi rannsókn á því hvað hafði farið fram innan bankanna?
  • Hvers vegna sagði enginn af sér?
  • Hvers vegna sætti enginn ábyrgð?
  • Hvers vegna var enginn ákærður?
  • Yfirheyrður?
  • Handtekinn?
  • Hvers vegna komu sökudólgarnir fram í drottningarviðtölum?
  • Hvers vegna er öll áherslan lögð á að bjarga fjármála-, embættismanna- og sjtórnmálaelítunni?
  • Hvers vegna er vilji þekktra kúgunarþjóða og -stofnana settur ofar vilja íslenskra kjósenda?

Stjórnmálamenn hafa hagað sér vægast sagt undarlega og spurningar Rakelar eru fullkomlega réttmætar.

Treystum ekki stjórnmálamönnum til aðkomu að nýrri stjórnarskrá.

Markmið stjórnmálamanna eru ekki markmið þjóðarinnar.

Reynslan kennir okkur það

Skráning á Nýtt Lýðveldi

Þjóðin semji sína stjórnaskrá

 hér


mbl.is Heldur 5% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum víst að sætta okkur við að í þessu máli eru það kröfuhafarnir sem hafa allt í hendi sér. Þar er ekkert spurt um rétt af öðru tagi.

Ekki má blanda saman tveim gjörólíkum málum annars vegar uppgjöri vegna skuldamála, almennra mannréttinda eða refsiábyrgð þeirra sem hlut eiga að falli bankanna.

Mér sem smáhluthafa í bönkunum finnst ansi súrt að þessir karlar hafi gert fé mitt að engu. Einnig að þeir sem skuld t.d. íbúðalán, verði að greiða hærra en þeir upphaflega gerðu ráð fyrir.

Óskandi setur ríkisstjórnin eðlilega og sanngjarna fyrirvara um þessi atriði áður en gengið verður formlega frá samkomulaginu við erlendu kröfuhafana.

Rökstuðningur þessa er eins og kom fram í máli Gunnars Tómassonar hagfræðings í Kastljósi nú á dögunum: við gjaldþrot bankanna er miðað við vissa dagsetningu. Þá eru allar skuldir og eignir bankanna gerðar upp miðað við ákveðna dagsetningu. Óeðlilegt er, að útistandandi skuldir, þ.e. lán til íslenskra lántakenda, verði allt í einu verðmeiri við afhendingu bankanna en miðað við uppgjörsdagsetningu. Þetta misræmi er EIGN skuldaranna!

Við eigum að leggja áherslu á að þetta gangi eftir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.9.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband