Kapitalisminn

Fram að því að Steingrímur J Sigfússon tók við ráðherraembætti tók ég því sem gefnu að hann væri félagshyggjumaður en get nú fátt séð í atferli hans sem styður þá ályktun.

Það er ævintýralegt að skoða framferði fjármálaráðherrans. Þjóðinni er áfram haldið í heljargreipum útrásarvíkinganna og stjórnarfarslegar ákvarðanir eru á valdi einstaklinga sem hafa áunnið sér vantraust þjóðarinnar.

Árni Tómasson formaður skilarnefndar Glitnis er áhugaverður í þessu ljósi. Hvítbókin gerir grein fyrir tengslum Árna Tómassonar við útrásarmenn en þar segir:

"Árni hefur setið í stjórn Alfesca, félags Ólafs (Ólafssonar), frá 2006 og hefur mönnum þótt það ríma illa við ábyrgðina sem hvílir á skilanefndarformanni"...."Alkunna er að aðaleigendur Alfesca eiga mikið undir skilanefnd Glitnis. Árni Tómasson, skilanefndarformaður, situr einmitt sem fulltrúi Kjalars í stjórn Alfesca. "

"Á dögunum þóttust kaffihúsagestir á Cafe Mílanó í Faxafeni, taka eftir því þegar Finnur Ingólfsson, auðmaður og bandamaður Ólafs, kom inn um dyrnar. Hann skimaði vel í kringum sig áður en hann settist laumulegur við borð í horninu, þar sem téður Árni Tómasson sat og beið eftir honum."

Ögmundur Jónasson hefur kvartað undan spillingu í skilanefndunum:  "Við fáum fréttir af því sem er að gerast í skilanefndum bankanna, botnlausri spillingu þar sem menn eru að skammta sér tugi þúsunda fyrir hverja klukkustund sem þeir eru innstimplaðir, eru í lystiferðum og senda háa reikninga.“

Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að skilanefndir gömlu bankanna hafi staðið í vegi fyrir framgangi rannsókna í kjölfar bankahrunsins.

 Pressan segir frá ýmsum tengslum Árna og þar kemur m.a. fram að Árni Tómasson var bankastjóri Búnaðarbankans þegar sá banki lánaði Björgólfsfeðgum rúma þrjá milljarða til kaupa á hlut ríkisins í Landsbankanum. Árni hefur reynt að þvo hendur sínar af þeirri lánveitingu en dagatalið styður ekki málflutning hans.

Þá rak FME einn skilarnefndarmann Kristján Óskarson í sumar en Árni réð hann sem forstjóra Glitnis og aftur segir í pressunni "Erfitt er að átta sig á hvaða reynsla Kristján Óskarssonar það er, sem á að nýtast honum í starfi sem forstjóri Glitnis. Ráðning Kristjáns í starf forstjóra er því ekkert annað en ruddaleg skilaboð frá smákónginum Árna Tómassyni, sem hefur sýnt fram á að hann hefur líkast til skrópaði í skólanum daginn, sem siðferði var á stundaskránni, um að hvorki FME né aðrir muni ráðskast með „hans“ skilanefnd."

Ólafur Arnarson segir í Pressunni "Seint verður því trúað að FME og Viðskiptaráðuneytið láti bjóða sér slíkt. Réttast væri að skipta út allri skilanefndinni fyrir svona dæmalausan dónaskap, hroka og skilningsleysi á því hvað er rétt og hvað er rangt."

Það hefur komið mörgum Íslendingum spánskt fyrir sjónir að ríkissjóður setti 16 milljaraða  í björgun tryggingarsjóð sjóvá sem Þór Sigfússon sem ár bróðir Árna Sigfússonar stjórnaði með einhverjum hundakúnstum og ólögmætri nokun á tryggingasjóði. Þetta virðist hafa verið gert með því að stofna skúffufyrirtæki í Glitni (SAT) sem fjármagnar sjóvá með láni frá ríkissjóði með veði í sjálfu sér. Ekki veit ég hvað Steingrímur Joð kallar þessar hundakúnstir, kannski tæknilega úrfærsu...

Skattgreiðendum kemur þetta auðvitað sérlega á óvart vegna þess að ekki var til nokkur króna í ríkissjóði til þess að bjarga auðlindunum sem Árni Sigfússon bróðir Þórs Sigfússonar byrjaði að selja á Suðurnesjunum og sem framsóknarmaður með fáein atkvæði á bakvið sig og sjálfstæðismenn í Reykjavík kláruðu síðan.

Á AMX  segir að skilanefnd Glitnis, sem er eigandi Sjóvá, fullyrði að félagið munu uppfylla allar kröfur um vátryggingastarfsemi. Í kjölfar endurskipulagningar verði efnahagur tryggingafélagsins sterkur og að vátryggingareksturinn sé traustur......Skrítið hvað Árni telur traust. Hann virðist gera tilkall til traust til fyrirtækis sem búið er að renna á hausinn og haldið er uppi af fjármögnun almennings.

Árni Tómasson réði endurskoðendur sem voru vanhæfir vegna tengsla (feður) að rannsókn Glitnis að því er fram kom í fréttum í haust.

Nú er verið að afhenda hinn nýja Íslandsbanka, eftir að ríkisstjórnin hefur spítt inn í hann tugum milljarða, erlendum kröfueigendum. Tugi milljarða sem aflað er í formi sykurskatts sem síðan hækkar verðtrygginguna. Auk þess hafa bankarnir verið fjármagnaðir á ólöglegan hátt með hækkun höfuðsstóls lána vegna gengistryggingar.

Má kalla þetta NÝJA ÍSLAND?


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins viðbjóður er þetta,nú fer að stittast í blóðuga BYLTINGU og þessir menn verða vonandi ekki á landinu þegar sú bylting hefst þeirra vegna.Fólk er orðið verulega REITT.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Páll Blöndal

Góður pistill hjá þér Jakobína

Páll Blöndal, 13.9.2009 kl. 20:42

3 identicon

Fjórflokkurinn enn að störfum og hyglir vel að sínum .

Held að hann sé að styrkjast, enda þjappa erfiðleikar þessa karaktera saman.

Það er alverg öruggt að stjórnmálamenn 4-FLOKKSINS og fjárglæframennirnir gefa sig ekki ótilneyddir.

Framkoma þeirra eftir hrun staðfestir það.

Armurinn (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:04

4 Smámynd:

Já fáir hafa valdið mér jafn miklum vonbrigðum og SJS. Hélt alltaf í sakleysi mínu að hann væri félagshyggjumaður af gamla skólanum en það breyttist nú aldeilis þegar hann komst á þing. Vissulega er honum þröngur stakkur skorinn, en það er líka allri þjóðinni og hans að rétta hlut hennar. Lúpugangur og sýndarmennska einkenna þessa stjórn  og svona krimmamál eru ekki að laga álit manns á henni.

, 13.9.2009 kl. 21:27

5 Smámynd:

meinti í stjórn

, 13.9.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessi Árni er greinilega mikill heiðursmaður. Og ekki er SJS verri. :-)

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 13.9.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband