Enda eru þau búin að gera þjóðina að öreigum

Lítum aðeins á afrek stjórnmálamanna:

Fullveldi Íslands --> Afsalað með leynisamningi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Mannréttindi --> fótum troðin í íslensku réttarkerfi og af stjórnvöldum

Alþingi --> hefur verið vanhelgað og gert að stimpilstofnun viðskiptaráðs og valdhafa sem ganga erinda kjölfestufjárfesta

Lýðræði --> Þrískipting valds hunsað, stjórnarskráin hunsuð og úrellt í nútíma samfélagi og löggjafarvaldið misnotað í þágu fjárglæframanna

Icesave --> Komandi kynslóð gerð að skuldaþrælum Breta og Hollendinga með einu pennastriki

50 ríkisstofnanir --> til einkavina og í sumum tilfellum með einokunarsamningum við ríkið

Sjávarmiðin --> Gefin fámennum hóp manna sem hefur braskað með þau

Vatnsaflvirkjanir --> Arðinum af þeim afsalað til útlendinga með leynisamningum

Bankarnir --> Gefnir glæpamönnum sem jafnvel borguðu ekki fyrir þá og skiluðu þeim aftur með um 8.000 milljarða skuld

Jarðvarmaauðlindir--> seldar til skúffufélags með kúluláni með veði í sjálfu sér

Jarðvarmaauðlindir --> afhentar erlendum kröfuhöfum í gegn um Íslandsbanka

Nýju bankarnir --> gefnir erlendum kröfuhöfum og íslenskir skuldar settir á náð þeirra

Vatnsréttindi --> seld útlendingum á gjafvirði (Snæfellsnes og Hafnafjörður)

Landsvirkjun --> stórskuldug þrátt fyrir góðan rekstargrundvöll...vegna lélegra samninga við útlendinga

Orkuveita Reykjavíkur --> var stöndugt skuldlaust fyrirtæki þegar Finnur og Alfreð settu puttanna í það en er nú veðsett upp í rjáfur.

Dómstólarnir --> njóta ekki trúverðugleika vegna klíkuráðninga

Ríkisstofnanir --> starfsemin einkennist af vanhæfni vegna klíkuráðninga. Hafa verið gerðar að valdatæki stjórnmálamanna og bregðast hlutverki sínu að standa vörð um velferð almennings


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einn listinn yfir ruglið hér í boði 4-FLOKKSINS

Það eina sem mér dettur í hug er að sækja eftir aðstoð erlendis frá vegna þessarar dæmalausu spillingu hér og vanhæfni.

Það fer að styttast í eitthvað róttækt

Armurinn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er enn á þeirri zkoðun að þetta zé allt hagfræðíngum að kenna.

Steingrímur Helgason, 16.9.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband