Kvótaframsalið og ásælni í íslenskar auðlindir setti efnahagskerfið á hausinn

Hópur manna á Íslandi hefur í tvo áratugi stefnt að því að eignast allar auðlindir Íslands. Þeir hafa smeygt sér inn í stjórnmálin, komið sér upp varðhundum í ríkisstofnunum, dómskerfinu og bönkunum.

Það hefur verið unnið markvisst að því að gera hugmyndir sem lúta að mannréttindum ótrúverðugar. Sérhagsmunir einkaframtaksins hafa skilyrðislaust haft forræði. Siðferðisleg sjónarmið, réttlætissjónarmið og mannréttindi varð eitthvað sem konum sem leiddist fengu að takast á við á tyllidögum milli þess sem þær þeyttust á milli frumsýninga og verslunarleiðangra.

Sanngjarnt og réttlátt samfélag virðist vera nánast útópískt í hugum almennings.

Þessir menn koma sér upp svokölluðum sektarhring....við getum kallað það "the triangle of blame."

Þeir skipta á milli sín atburðarrásinni og benda síðan hvor á annann og reyna að rugla almenning í því hver sé sökudólgurinn. Dæmi um svona hring er að finna í HS- orku dæminu.

Einingarnar í þeim hring eru:

Árni Sigfússon (XD i Keflavík) --> Orkuveitan í Reykjavík (XD og XB) --> Ríkisstjórnin vegna Íslandsbanka (XS og Steingrímur)

Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að þeir þjóna þeim sem vilja komast yfir auðlindirnar og enginn þeirra hefur áhuga á velferð almennings.


mbl.is „Þið settuð Ísland á hausinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband