Auglýsing frá alþjóðasamfélaginu ...eða hvað?

Enga skatta takk....við viljum bara græða...nota ykkar auðlindir og ykkar innviði sem almennir skattborgarar eiga fjármagna en alls ekki við....nei...nei ekki við.

Engin önnur ástæða....heyrðu jú kannski er einfaldlega ekki hagkvæmt að vinna olíu við þessar aðstæður....miðað við verð á olíu í dag.

Skattaumhverfi er eftir því sem ég best veit mun hagstæðara fyrirtækjum af þessum toga hér heldur en t.d. í Noregi.


mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þessar auðlindir verða sjálfsagt nýttar einhverntíma, en tímaramminn hvenær það gerist, getur þó verið atriði.

*Mjög dýrt að bora þarna, mjög mikið dýpi og veður slæm.

*Rekstrarkostnaður olíulinda þarna, verður alltaf mjög, mjög hár, þannig vinnsla getur einungis borgað sig, þegar olúverð er hátt.

*Fyrir fyrirtæki, eru skattar einfaldlega kostnaður. Vegna þess að rekstrarkostnaður verður alltaf hár, verður borð fyrir báru rekstrarlega séð alltaf miklu lægra en t.d. fyrir þá sem vinna olíu í Iraq.

*Þannig, að við þurfum að hugsa málið með varfærni, því spurningin um hvernig slíkur rekstur er skattlagður og einnig, að hvaða marki, getur haft mikið að segja um, hvenær áhugi erlendra fyrirtækja á þessu vaknar.

*Það væri hentugt fyrir okkur, að vinnsla hæfist innan tímarammans næstu 15-20 ár, því þá geta tekjur byrjað að streima inn í kassann, innan tímaramma sem nýtist okkur til að flíta fyrir því að núverandi skuldabyrði af völdum kreppu verði kláruð.

En, stærsta spurningin er náttúrulega, hvort við viljum að þessar lindir verði nýttar.

Hvað mig varðar, í ljósi gríðarlegs svokallaðs "up front" kostnaðar, finnst mér koma til greina, 0 skattur í svona cirka áratug, sem þá væri tími er aðili hefði til að nýta tekjur eingöngu til að ná inn kostnaði. Sá kostnaður yrði þó aldrei kláraður á 10 árum, hann er virkilega það gríðarlegur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband