Það þarf að leiðrétta þjófnaðinn

Núverandi útreikningur á verðtryggingunni tekur of mikið af skuldaranum. Þetta þýðir að sá sem lánaði, t.d. bankinn eða lífeyrissjóðurinn fær of mikið greitt. Peningar sem þú átt eru teknir af þér af þér og réttir bankanum. Þetta er ekkert annað en þjófnaður eða ólögmæt yfirfærsla fjármuna.

Almenningur þarf enga ölmusu heldur eingöngu leiðréttingu á röngu mati skulda hans.


mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þeir sem háværast heimta afnám verðtryggingar vilja líka verðtryggðan lífeyri. Þetta tvennt  fer ekki saman.

Eiður Svanberg Guðnason, 26.9.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kerfið í heild þarf að vera samræmt. Annað hefur í för með sér eignatilfærslur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.9.2009 kl. 22:01

3 Smámynd:

Rétt hjá þér eins og oft áður.

, 26.9.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru til margar aðferðir til verðtryggingar í heiminum.

Einn er að veðja á fasteign sem er heimili  og þykir það áhættu minnst og af því um langtímalán er að ræða far vel saman með lífeyri.  Motgage index eða verðtryggingar vísitala markaðsverð fasteigna er þá notuð til útreikninga verðtryggingar utan Íslands. Tekur minni sveiflum á 30 ára tímabilum.

Hinsvegar fer ekki saman að nota hér vísitölu sem veðjar á það sem hækka hlutfalslega mest á neyslumörkuðum til til vaxta verðtrygginga leiðréttinga  því inní hennar formúlu er óþarfa áhættu álag með til  skammtíma sjónarmið.

Þetta er einokunar vísitalan á Íslandi eða neysluvísitala. Sem virkar þannig í framkvæmd að éta upp veð á fasteignunum á skömmu tíma það er upp fyrir það sem veðjað var á í samningum.

Sem skýrir hvers Ísland er eina landið sem beitir henni gegn saklausum almenningi.

Verðtryggður lífeyrir miðað við að tekjudreifing haldist óbreytt og kaupmáttur minnki ekki og fólki fækki ekki er tryggður með innborgum nýrra félagsmanna.  Og kemur fasteignum ekkert við svo sem í Þýskalandi.

Þýskarar er ekki verri en ég í að taka ákvörðum um hvað er skynsamast í þessum málum.

Þetta Íslenska verðtryggingar bull er til skammar.

Það þarf bara að taka upp kerfi eins og í einhverju EU landi eða USA eða kerfið fyrir um 1982 og tryggja að skil séu gerð á skammtíma lánum og langtíma veðtryggðum í heimilisfasteignum.

Í gamla daga voru Íslendingar blekktir að spari fé gamla fólksins hefði greitt niður fasteignalán hinsvegar voru sá háir raunvextir á þeim að Bankinn var búinn að fá allt greitt þegar 50% til 30% var eftir að lánstímanum.

Spariféð var hinsvegar látið renna til einkavina eða neysluveðs ágóðinn núna.

Til þess að uppgötva þetta þarf stærðfræði og eðlisfræði og viðskiptareynslu og ástæðu til að vantreysta ráðamönnum almennt.  Ég er hreykin að hafa lært grunnforsendur vel samfara störfum og geta skýrt út að aðferðir t.d. Þjóðverja og Breta er ekki bara betri en þessar Íslensku þær er í samræmi við andalaga og tryggja almennan stöðugleika.

Júlíus Björnsson, 27.9.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband