Rússneska mafían í heimsókn

Í kjölfar bankahrunsins komu 30 Rússar til landsins og bjuggu á hóteli 101 sem virðist vera vinsæll viðkomustaður kaupahéðna sem koma til landsins. Geir, Davíð og Björn fengu sér lífverði um svipað leyti og hreyfðu sig vart án myndarlegrar meðreiðarsveitar.

Andrúmsloftið var hálf rafmagnað og maður skynjaði úrræðaleysi manna sem voru komnir upp fyrir haus í skítinn sem hafði verið mokað upp yfir íslenskt samfélag. Menn pískruðu í hornum um peningaþvætti og mafíu.

Þeir sem best þekktu til sögðu að Landsbankinn hefði verið framtakssamastur banka í óþverranum. Það hefur því verið nokkuð kúnstugt að horfa upp á hvernig Landsbankanum hefur verið viðvarandi haldið utan umræðu um spillingu en athyglinni beint að hinum bönkunum tveimur.

Helstu gerendur og skúrkar í bönkunum njóta nú náðar yfirvalda sem halda að sér höndum eða styðja á beinan hátt það þeim sé úthlutað gæðum. Jón Ásgeir fær Haga  og afskriftir en Björgólfur Thor fær neðri hluta Þjórsár.


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta þarf auðvitað að rannsaka vel ofan í kjölinn hvort t.d. Björgólfs feðgar & bankarnir þeirra hafi snúist mikið um "peningaþvott fyrir mafíuna....!"  En manni fyndist ekkert ólíklegt að þannig hafi í pottinn verið búið hjá Björgólfs feðgum.  Það fer bara "hrollur um mann....!"  Gylfi viðskiptaráðherra tala um að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heiminum, en kannski voru þeir í raun bara "bestu ræningjar Evrópu" - frekar augljóst að þeir hafa náð að setja Heimsmet í því að "ljúga & blekkja fólk & fjárfesta hérlendis & erlendis til að láta sig fá pening - pening sem aldrei stóð til að afhenda tilbaka....!"  Þessir aðilar voru svo sannarlega með "einbeita brotarvilja í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur - skömm þeirra er því miður ævarandi...!" Tek hjartanlega undir þau orð Pálls á blogsíðu hans en þar sagði hann m.a.: "Útrásarliðið hafði ekki snefil af sómakennd ..."  Bara siðblindir einstaklingar haga sér eins og þetta lið hefur gengið fram, þetta eru í raun brennuvargar sem skilja eftir sviðna jörð alstaðar þar sem þeir stíga niður fæti - sorglegt lið vægast sagt..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 25.10.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband