2013-10-21
Ríkisstjórnin rúin trausti
2013-10-20
Milljarða í vasa lögfræðinga
![]() |
Vill skoða sameiningu Landsbankans og ÍLS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrir suma getur það rúllað á milljónum á ári.
Bændur og prestar standa með pálmann í höndunum í fjárlögum fyrir árið 2014. Framlög eru aukin til presta en Sjálfstæðisflokkurinn stígur fyrsta skrefið í að skapa ríki þar sem eingöngu hinir efnameiri hafa efni á dýrari heilbrigðisþjónustu. Það er aðalsmerki velferðarsamfélagsins að veita öllum umönnun og læknisþjónustu í alvarlegum veikindum án kröfu um endurgjald. Á Íslandi hefur verið brotið blað. Velferðarsamfélagið hefur verið höggvið niður. Samfélag sem samþykkir legugjöld á sjúkrahúsi er ekki lengur velferðarsamfélag. Upphæðin skiptir ekki máli. Það er verið að draga upp á yfirborðið formgerð samfélags þar sem eingöngu hinir ríku fá lækningu. Nú þegar þessi formgerð er til staðar þá munu talsmenn forréttindasamfélagsins ýta á að legugjöldin verði hækkuð. Bjarni Ben segir jú að hallarekstur ríkisins sé of dýr.
En hallarekstur ríkisins skýrist fyrst og fremst af kostnaði vegna erlendra lána. 85 milljarðar á þessu ári sem er tvöfaldur kostnaður reksturs Landspítalans. Forréttindastéttin sem flutti gjaldeyrinn í landinu á aflandseyjar vill fá fína heilbrigðisþjónustu í fínu hátæknisjúkrahúsi sem almennir skattgreiðendur eiga að fjármagna. Líka þeir sem eiga ekki fyrir legugjöldunum.
![]() |
Ummæli Sigmundar óskiljanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2013-10-04
Pólitískt klíkuveldi
Erlendir fræðimenn skrifuðu harðorðar greinar um klíkusamfélagið Ísland þar sem forréttindastéttin fitnaði á kostnað þeirra sem af trúgirni halda að heimurinn sé öðruvísi vegna þess að þeir hlusta á rétttrúnaðarboðskap þeirra sem vilja alltaf meira.
Nú þegar fimm ár eru frá hruni ganga stjórnmálamenn og forréttindahópar fram með ofbeldi gagnvart almenningi sem ekki fær að móta skoðanir út frá heilbrigðri fjölmiðlun. Forheimskandi áróður um að menntun sé í raun menntahroki og að reynsla sem í raun reynir ekki á vegna klíkutengsla jafngildi góðri menntun hefur verið í umræðunni.
Hver hefur heyrt að innmúraður Framsóknarmaður hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi eða vegna þess að hann getur ekki nýtt sér reynslu á eðlilegan hátt og hver er þá prófsteinninn? Hversu margir Framsóknarmenn eru nú um mundir að lenda í hreinsunareldi Eyglóar Harðardóttur?
Í þessu landi forheimskunarinnar fagna femínistar ráðningu Gísla Marteins sem stjórnanda pólitísks umræðuþáttar á sunnudagsmorgnum. Ekki var verkefnið auglýst. Ekki fór fram umræða um það hvað skyldi haft að leiðarljósi við mótun þessarar þáttagerðar sem hefur mikil áhrif í pólitískri umræðu.
Í tíð Egils Helgasonar var hlutfall kvenkyns gesta jafnan um 25%. Karlarnir fengu gjarnan að kyrja og grípa fram í fyrir kvenkyns gestum án teljandi athugasemda. Alls konar karlar fengu aðgang að almenningi með visku sína en konur þurftu helst að vera annaðhvort þingkonur eða blaðakonur til að vera gjaldgengar.
Gísli Marteinn var þáttastjórnandi á RÚV í boði skattgreiðenda og reið á þeim hesti inn í pólitíkina eins og fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn sjónvarpsstöðva hafi gert. Honum, eins og Þóru Arnórsdóttur, er skilað aftur inn á RÚV þegar draumar sem tengjast pólitísku lífi ganga ekki eftir.
Vandaðir erlendir fjölmiðlar, s.s. sem BBC, tiltaka í siðareglum að þáttastjórnendur og fréttafólk megi ekki taka þátt í pólitík. Það þykir ekki samræmast lýðræðishugmyndum að fólk sem hefur verið kynnt inn í stofu til almennings með kröfu um hlutleysi fljóti á þeirri bylgju inn í pólitík og hagsmunapot.
Ráðning þáttastjórnanda fyrir pólitískan umræðuþátt í opinberu sjónvarpi virðist hafa farið fram í bakherbergjum. Innmúraður Sjálfstæðismaður valinn í verkið. Og já, vitaskuld karl. Þrátt fyrir karllæga slagsíðu sem sögulega hefur fylgt þessum þætti er ekki rætt að hafa fyrirkomulagið eins og tíðkast t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, að setja konu og karl yfir þáttinn.
Heimsmynd konunnar virðist ekki eiga mikið erindi í þessum opinbera fjölmiðli þótt ekki sé hikað við að rukka konur um nefskattinn. Blygðunarlaus misbeiting á valdi. Misbeiting af þessum toga í karlasamfélaginu kallar á kynjakvóta.
Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði að einstaklingar sem hafa komið sér á framfæri inni í stofu hjá fólki, á kostnað skattgreiðenda í gegnum fjölmiðil, ríði á þeirri öldu inn í pólitík. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um frjálsa skoðanamyndum að virkir þátttakendur í pólitísku flokkastarfi skuli hafa ítök í opinberum fjölmiðli og stýra pólitískri umræðu.
Í lögum um Ríkisútvarp segir m.a.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
Þéttofin klíkumenning RÚV og stjórnmála hlýtur að vekja spurningar um það til hvers verið er að setja svona lög. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, frá kosningum í vor, verið óþreytandi við að senda RÚV og starfsmönnum RÚV skilaboð að þeim sé eins gott að fara mjúkum höndum um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna en þessi skilaboð hafa verið í anda drottningarinnar Davíðs Oddssonar.
Hótana- og kúgunarkúltúrinn er enn við lýði hjá þessum stjórnmálaflokkum sem svo eftirminnilega skuldsettu ríkissjóð um þúsund milljarða í skjóli forheimskandi umræðu.
Fnykurinn af hinum óverðugu virðist vera að ganga fram af framsóknarelítunni. Vondir og óverðugir eru reknir úr trúnaðarstöðum til þess að rýma fyrir góðum framsóknarmönnum.
Ekki virðist framsókn vera í rónni yfir einsleitum íslenskum fjölskyldum og vill móta stefnu um margbreytileika þeirra. Nú skuldu fjölskyldurnar vera allskonar.
Sigmundur Davíð hefur farið í forystu þeirra sem hefur tekist að vera allskonar. Hann er allskonarfræðingur og kann allskonar án þess þó að hafa sýnt upp á það marga pappíra:
Framsóknarmaðurinn hefur sérstaka sýn á menntun og hæfni. Framsóknarmennirnir sem stjórnuðu Íbúðarlánasjóði telja að reynsla sé æðri menntun og skapi hæfni í þeirra röðun. Það er ljóst að framsóknarmaður hefur aldrei verið rekinn fyrir afglöp eða fyrir að hafa ekki getað nýtt sér reynslu heldur hefur framsóknarmaðurinn gjarnan fengið að ryðjast áfram eins og naut í flagi fjölskyldum og neytendum til skaða. Þegar allt er komið í rúst er kjaftavaðallinn verkfærið sem menn nýta:
Það er ýmislegt sem framsóknarmenn hafa tekið sér fyrir hendur síðurstu áratugina:
Þeir hafa sett Orkuveituna á hausinn
Þeir hafa sett hálft bankakerfið á hausinn
Þeir hafa stolið opinberum fyrirtækjum
Þeir hafa hirt samvinnutryggingar
Þeir hafa sett íbúðarlánasjóð á hausinn
Þeir hafa gert ungar fjölskyldur að öreigum
...og þeir eiga einhverjar skrautlegustu kosningalygar sem sögur fara af:
Guð hjálpi íslenskum fjölskyldum
![]() |
Stefnt að fjölskylduvænu samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)