Ólöglegar aðgerðir

Staðan er sú að þúsundir íbúða standa nú auðar á höfuðborgarsvæðinu. Því ætti bæði fasteignaverð og leiguverð að hafa hrunið miðað við markaðsaðstæður eða offramboð. 

Þetta hefur þó ekki gerst. Hvers vegna? Vegna ýmissa ólöglegra aðgerða eftir því sem best verður séð. Samráð virðist vera milli fjármálafyrirtækja um að halda þessum eignum bæði af leigumarkaði og sölumarkaði. Þetta myndi í bókum einnhverra kallast markaðsmisnotkun. 

Ríkið er gegnum íbúðalánasjóð þátttakandi í þessum leik. 

Tapið af hruninu er með þessum hætti fært yfir á leigjendur og þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti eða að stækka við sig í fasteign.


mbl.is 18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem skiptir máli í rústabjörgun

Ég sakna þess að sjá ekki umræðu um gjaldeyrishöftin sem grundvallast á þekkingu og skilningi á aðstæðum þjóðarbúsins. Miklir hagsmunir og stórir leikarar eru á þessu sviði þjóðmála. Mikið fjármagn, sumir segja um 1000 milljarðar bíða þess að komast úr landi og sumir kalla þetta óþolinmótt fé en aðrir snjóhengju. Eigendur jöklabréfa eru stórir leikendur á þessu sviði en lífeyrissjóðirnir hafa verið notaðir til þess að skera einhverja þeirra úr snörunni. Já, blessaðir lífeyrissjóðirnir eru mikils megnugir ef undan er skilið að þjóna eigendum sínum, þ.e. launþegum.

En hverjir eiga hið óþolinmóða fjármagn? Þetta er grundvallarspurning sem varðar það hverjum megi taka mark á sem tala fyrir afnámi gjaldeyrishafta eða einhliða upptöku gjaldmiðils. Það er ekkert leyndarmál að ríkisstjórnin hefur tekið um 1000 milljarða lán í erlendum gjaldmiðli sem geymdur er á bankareikningi að hluta eða öllu leyti í Bandaríkjunum. Þessi skuld ber háa vexti og vaxtamismunur er þungur baggi á ríkissjóði og grefur undan velferðarkerfinu.

Spilað með sparifé launþega

Fyrir hrun gerðu bankarnir framvirka gjaldeyrissamninga við lífeyrissjóðina. Í gegnum lífeyrissjóðina tóku launþegar á sig gengisáhættu og héldu uppi gengi krónunnar á sama tíma og eigendur bankanna voru að færa gjaldeyri út úr hagkerfinu til erlendra fjárfestinga. Við þetta má segja að myndast hafi gengisbóla. En bólurnar sem sprungu á Íslandi haustið 2008 voru margþættar.

Ef gjaldeyrishöftin væru afnumin í dag myndu eigendur óþolinmóða fjármagnsins sækja þá fjármuni sem ríkissjóður hefur tekið að láni í erlendum gjaldmiðli og koma þeim úr landi en það félli á skattgreiðendur að greiða höfuðstólinn sem er um 1000 milljarðar auk vaxtakostnaðar. Hin fámenna valdaelíta á Íslandi hefur komist upp með um langa hríð að grafa undan íslensku efnahagslífi með ítökum í sparifé landsmanna og með því að stjórnvöld hafa tryggt henni einokunarstöðu og skattaívilnanir sem leitt hefur til þess að fjármunir hafa sótt í þröngan farveg og í vasa hinna efnameiri. Staðan er þannig í dag að genginu er haldið uppi með gjaldeyrishöftum en raungengi krónunnar er töluvert lægra en hið skráða gengi og mun ekki rétta sig af á meðan óþolinmótt fé bíður átekta eða með öðrum orðum á meðan snjóhengjan vofir yfir þjóðarbúinu. Afnám gjaldeyrishafta myndi því þýða, miðað við núverandi stöðu þjóðarbúsins, gengishrun og óðaverðbólgu.

Að komast úr skuldabaslinu

Leið Íslands upp pittinum sem gerræðislegt atferli valdaelítunnar á fyrirhrunstímanum sökkti þjóðargbúinu í felur í sér að ná upp jákvæðum viðskiptajöfnuði. Til þess að ná upp jákvæðum viðskiptajöfnuði þurfa stjórnmálamenn að spyrja réttra spurninga og þora að standa með almenningi þegar það kemur að því að taka ákvarðanir.

Innflutningur á vöru og þjónustu og vextir af erlendum lánum er helsti bagginn á þjóðarbúinu hvað varðar viðskiptajöfnuð. Útflutningsgreinarnar eru helsta von þjóðarinnar um að afla megi gjaldeyris og greiða niður skuldir eða safna gjaldeyrisvaraforða. Sú staðreynd blasir við í dag að gjaldeyrsvarasjóðurinn er jafn tómur og hann var haustið 2008. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er eins og heimili margra Íslendinga bara þykjustunnieign sem er í raun eign lánadrottna. Eins og yfirveðsettar fasteignir draga úr lífsgæðum einstaklinga dregur hann úr lífsgæðum þjóðarinnar.

Samkvæmt því sem fram hefur komið ættu útflutningsgreinarnar að vera helsti máttarstólpi þjóðarinnar í baráttunni við að koma jafnvægi á gjaldeyrismálin. Ríkisstjórnir hafa frá hruni keypt alls konar ráðgjafa til þess að bæta ímynd sína og ekki hafa þær séð í botninn á ríkissjóði þegar flokkarnir eru að skammta sjálfum sér fé í formi styrkja til stjórnmálaflokka.

Ég spyr því hvers vegna er ekki hægt að kaupa almennilega greiningu á því hvernig helstu útflutningsatvinnuvegir skila arði til þjóðarbúsins. Nú er ég ekki að tala um hreinar útflutningstekjur eins og tölur um þær hafa birst í fjölmiðlum en túlkunin á þessum tölum lyktar af áróðri. Heldur myndi ég vilja sjá vandaða úttekt á því hvað verður eftir í ferlinu frá auðlind til útflutnings í þjóðarbúinu vegna stóriðju og sjávarútvegs. Hversu stórt hlutfall verður eftir meðal almennings og hversu stórt hlutfall leitar úr landi og í vasa eigenda stóriðju og kvóta.

Það er hægt að velja tvær leiðir til þess að slá á skuldir þjóðarbúsins en þær eru annars vegar að selja erlendum aðilum auðlindir eða hins vegar að tryggja þjóðarbúinu arð af auðlindunum. Ef fyrri leiðin er valin þá erum við að láta afkomendurna borga fyrir gerræði valdaelítunnar með því að gerast leiguliðar í eigin landi. Seinni leiðin er siðferðilega sterkari en valdaelítan berst gegn henni vegna þess að hún vill ekki skila neinu. Hún vill selja landið og skuldsetja þjóðina til þess að komast frá borði með ránsfenginn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar


mbl.is Ráðstöfunartekjur rýrnuðu um 27%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappræða fallins embættismanns

Það fer lítið fyrir reisn í máli Geirs Haarde. Geir tók glaður við leppunum eftir Davíð Oddson þegar þeir pössuðu honum ekki lengur. Hann tók líka að sér að þrífa upp skítinn eftir áratuga stjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú situr hann uppi með skítuga tuskuna og gerir hvað hann getur að fleygja henni framan í aðra.

Þetta er hinum að kenna, hinir gerðu þetta líka, allir vondir við mig og ég á þetta ekki skilið.

Vissulega tek ég undir það að Landsdómur er fornt fyrirkomulag en eigi að síður fyrirkomulag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tugi ára og völd til að breyta. 

Það er löngu kominn tími til þess að skoða það ófremdarástand sem ríkir í stjórnarfari og stjórnsýslu og láta hina ábyrgu svara fyrir það. 

Lömuð stjórnsýsla og lágkúrulegt alþingi er sköpunarverk þeirra sem hafa verið lengst við völd. Grafið hefur verið viðstöðulaust undan velferðarkerfinu. Fjölmiðlar eru mun fremur áróðursmaskínur en fréttamiðlar eða vettvangur gagnrýninnar umræðu. 

 Hverju er þetta að kenna. Afleitri löggjöf og vondri landsstjórn um áratugi. 


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talað til auðtrúa almúgans

Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem valdið hefur þjóðinni meiri skaða en nokkur annar flokkur miðað við stærð.

Fjárglæframenn hafa sífellt lagt undir sig forystu í flokknum með skelfilegum afleiðingum. 

Fréttir fóru af því eftir hrun að byggingarverktakar hefðu verið gjöfulir við stjórnmálamenn bæði hjá borg og ríki. Ráðherrar í tíð Framsóknar voru líka góðir við verktakana og hækkuðu fasteignamatið ólöglega til þess að auka veðhæfni eigna og skapa grundvöll fyrir hækkun fasteignaverðs. Þar sem fasteignamatið er álagningagrunnur í skattaútreikningum má ekki hækka það nema fyrir því sé sérstök heimild í lögum. En aukin veðhæfni fasteigna var grundvöllur fyrir fasteignabólunni.575521_3502174525350_1601316120_2931480_2080942178_n.jpg

Framsóknarmenn tóku þá stefnu eftir hrun að selja auðlindir til þess að tryggja auðmannaklíkunni að komast frá borði með ránsfeng. Óskar Bergsson var sendur inn í Borgarstjórn til þess að reita það sem eftir var að HS orku í erlenda fjárfesta. Ekki hefur heyrst eitt orð um það frá Framsóknarflokknum að tryggja það að arður af auðlindunum skili sér til þjóðarbúsins enda hentar það ekki plútókrötunum.

Það er hægt að velja tvær leiðir til þess að slá á skuldir þjóðarbúsins en þær eru annars vegar að selja erlendum aðilum auðlindir eða hins vegar að tryggja þjóðarbúinu arð af auðlindunum. Ef fyrri leiðin er valin þá erum við að láta afkomendurna borga fyrir gerræði valdaelítunnar með því að gerast leiguliðar í eigin landi. Seinni leiðin er siðferðilega sterkari en valdaelítan berst gegn henni vegna þess að hún vill ekki skila neinu. Hún vill selja landið og skuldsetja þjóðina til þess að komast frá borði með ránsfenginn.

Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á spilltri stjórnmálamenningu. Forysta hans hefur jafnan selt velferð almennings til þess að komast að gnægtaborðinu með Sjálfstæðisflokki.

það er nánast regla að menn sem taka að sér forystu í Framsókn hafa auðgast vel, á kvótakerfi, með einkavæðingu banka, með því að selja sjálfum sér einkarétt á þjónustu við ríkið (pabbi Sigmundar Davíðs), með því að afhenda einstaklingum úr sínum röðum rétt til skattheimtu (mælagjald til Finns Ingólfssonar) og svo má lengi telja.

Það er veikt að benda sérstaklega á núverandi valdhafa og kenna þeim um sundrungu því allur fjórflokkurinn hefur beitt orðræðu sundrungar í áróðri sínum og kappi um völd. 


mbl.is Íslendingum allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðaróp frá Grikklandi

Til þingmanna

Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna.

Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. Ykkur til upplýsingar viljum við vísa í tvær góðar heimildir um aðdragandann og ástandið í Grikklandi:

1) Grein tónskáldsins Mikis Theodorakis “The Truth about Greece” þar sem hann rekur það sem máli skiptir til að skilja stöðu Grikkja í dag.

2) Heimildamynd blaðakonunnar Alexandra Pascalidou, Vad är det för fel på grekerna? (Hvaða vandamál hrjáir Grikki?) um síversnandi aðstæður almennings sem eru tilkomnar fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til af grískum stjórnvöldum að kröfu fjármálaaflanna.

Þögn þjóðþinga Evrópu sem hafa daufheyrst við neyðarhrópum grísks almennings er skammarleg. Þess vegna viljum við höfða til samkenndar ykkar þingmanna um að bregðast við kalli hans og leggja fram og samþykkja þingsályktunartillögu þar sem Alþingi Íslendinga fordæmir aðgerðir fjármálaaflanna gegn Grikkjum.

Undirskriftir:

Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur

Árni Þór Þorgeirsson

Ásthildur Sveinsdóttir, þýðandi

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi

Elín Oddgeirsdóttir

Elinborg Kristín Kristjánsdóttir, háskólanemi

Fanney Kristbjarnardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur

Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur

Helga Þórðardóttir, kennari

Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi

Jón Þórisson

Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari

Valdís Steinarsdóttir, skyndihjálparleiðbeinandi


mbl.is Nýtt samdráttarskeið hafið í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómurinn ekki hvítþvottur á Össuri

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir bera ábyrgð á verkum hrunstjórnarinnar ekki síður en aðrir hrunstjórnarmeðlimir. Afleit vinnubrögð voru á ábyrgð þeirra allra og hafa lítið skánað eftir að þau tóku við taumunum. Drulluslagurnn heldur bara áfram.

Þótt ég sér mjög gagnrýnin út í Geir Haarde gerði ég honum greiða í dag.

Ég sendi the Guardian tölvupóst vegna fyrirsagnar um Geir Haarde: "found guilty of the banking crash failure" og benti á að hann hefur verið dæmdur fyrir brot á ákvæði stjórnarskrá. Fékk þetta svar: The inaccurate headline has been replaced now. Kíkti svo á nýju fyrirsögnina og hún er svona: Iceland ex-PM Geir Haarde cleared of bank negligence. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að ráða einhverju um fyrirsögn á Guardian. :)

Annars hef ég þetta um málflutning Geirs að segja:

Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli.

Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði.

Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?“ Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar.

Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir.

Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar.  Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn.  

Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld.

Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla.

Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð.


mbl.is Hefði átt að biðja um fundarhlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnir Geirs

Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli.

Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði.c_users_tor_desktop_sni_ugar_myndir_traust_efnahagsstjorn_783616.jpg

Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?“ Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar.

Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir.

Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar.  Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn.39arikisstjornghhii.jpg 

Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld.

 Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla.

Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð.


mbl.is „Það var á brattann að sækja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að þakka skattgreiðendum

Geir Haarde þakkar lögfræðingum sem taka 25 milljónir úr ríkissjóði fyrir að verja hann. Væri ekki nær að þakka skattgreiðendum eða gamla fólkinu á elliheimilunum sem fær ekki þessar 25 milljónir úr ríkissjóði.
mbl.is Bein útsending frá Landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkaðir karlar á ferð einu sinni enn

Bóluhagkerfið lætur ekki að sér hæða. Virkja hverja sprænu fyrir erlenda fjárfesta sem taka arðinn úr landi. Hinn dæmigerði Homo Sapiens á ferðinni og hyggur gott til glóðarinnar en:

Eins og Indriði Þorláksson hefur bent á:

Fræðilegu mati á efnahagslegri þýðingu stóriðju virðist ekki hafi verið gefinn mikill gaumur við hér á landi. Þótt sérfræðingar hafi lagt fram upplýsingar af þessum toga hafa þær drukknað í þeirri sannfæring að eina leiðin til að nýta orkuauðlindir landins sé að byggja upp erlenda stóriðju. Hagur af orkusölu og stóriðju væri sjálfgefinn m. a. í formi atvinnubótar. Trú á ágæti stóriðju og orkusölu til hennar virðist einnig hafi leitt til síaukinnar eftirgjafar gagnvart hinum erlendu fjárfestum bæði hvað varðar orkuverð og tekjur af iðjuverum. Hefur verið bent á með góðum rökum að arðsemi virkjana til til stóriðju sé lág og hafi farið lækkandi. Eins má gera því skóna að hagur landsins af stóriðjurekstri erlendra aðila sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum.


mbl.is 127 milljarða fjárfesting í kísil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum að eingnast fólk sem berst fyrir góðum málstað

Það hefur verið nánast ógnvekjandi undanfarna áratugi að horfa á fólk sem fylgir villukenningum stjórna landinu. Mögum kann að finnast þessi orð hörð en afleiðingarnar eru líka grafalvarlegar. Við erum að grafa undan framtíð barna okkar með slæmri meðferð á náttúruauðlinum og það það fylgir því engin aflausn að fylgja villukenningum og verja þær út í eitt.

Ég hef enga sérstaka andúð á einum stjórnmálaflokki umfram annan. Ég tel einfaldlega að allir stjórnmálaflokkar þ.e. hinir hefðbundnu hafi brugðist. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk á ferð heldur einfaldlega vegna þess að það getur ekki látið af trú sinni á villukenningar. 

Gunnar Tómasson sagði okkur frá brestum hagfræðikenninga sem farið hefur verið eftir frá 1970. Árið 2008 var mér hleypt inn í hópinn hans gang 8 sem fjallar mikið um bresti nútímahagfræði og hef því getað fylgst með umræðunni í þeim hópi. 

Ég fylgi þeirri hugmynd Michael Hudson að fjármálakerfið sé í raun að kyrkja raunhagkerfið.  Viðtalið við Kristínu Völu var líka mjög áhugavert. Við eigum auðvitað fyrst og fremst að passa upp á auðlindirnar okkar fyrir þá sem hafa treyst sér til þess að búa í landinu í aldir og fyrir þá sem búa í landinu núna og í framtíðinni. 

Það að hleypa erlendum fjárfestum, auðjöðrum, stóriðju og auðhringjum inn í landið til þess að arðræna það eru svik við komandi kynslóðir. Tilgangurinn virðist vera sá einn að verja neyslusamfélagið og halda uppi mælikvörðum sem segja lítið um almenn lífsgæði í landinu. 


mbl.is Forsetinn: Maðurinn er ekki vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband