Kvótafrumvarpið tryggir ekki jafnræði!

 Lilja Mósesdóttir:

"Ástæða þess að ekkert gengur að breyta kvótakerfinu er ákvörðun SJS að flytja allar skuldir sjávarútvegsins yfir í nýju bankana. Skuldir langt umfram greiðslugetu greinarinnar. Ég benti á þetta en SJS var slétt sama og þá áttaði ég mig á því að hann ætlaði ekki að standa við kosningaloforðið um að breyta kvótakerfinu heldur hræra í því".

"Kvótafrumvörpin staðfesta þetta. Festa á í sessi tvöfalt kerfi - eitt fyrir stórútgerðina sem fær langtíma nýtingarsamninga og hitt fyrir smábátaútgerð sem býr við algjöra óvissu um nýtingarrétt sinn. Lítil og millistór útgerðarfyrirtæki sem keyptu kvóta dýrum dómum af hinum raunverulegu sægreifum verða látin fara í þrot. Útgerð sem er öll á vesturhluta landsins".


mbl.is Alvarlegir gallar á frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki óvini erlendis frá

Guðmundur Gunnarsson:

Því er haldið að okkur að Íslendingum stafi mest hætta af útlendingum. Þeir vilji komast yfir auðlindir okkar fyrir lítið og við eigum að berjast gegn öllu skipulögðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Sá hópur sem beitir öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir breytingar, lítur svo á að landið og ríkið sé þeirra eign. Hinn almenni launamaður sé þræll sem þeir eigi og geti beitt bellibrögðum til þess að koma í veg fyrir að hann fái notið þeirrar verðmætasköpunar sem hann skilar með vinnu sinni. Við þurfum ekki óvini erlendis frá við eigum nóg af þeim í okkar eigin röðum.


mbl.is „Þetta er allt saman vitleysa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki óvini erlendis frá

Guðmundur Gunnarsson:

Því er haldið að okkur að Íslendingum stafi mest hætta af útlendingum. Þeir vilji komast yfir auðlindir okkar fyrir lítið og við eigum að berjast gegn öllu skipulögðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Sá hópur sem beitir öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir breytingar, lítur svo á að landið og ríkið sé þeirra eign. Hinn almenni launamaður sé þræll sem þeir eigi og geti beitt bellibrögðum til þess að koma í veg fyrir að hann fái notið þeirrar verðmætasköpunar sem hann skilar með vinnu sinni. Við þurfum ekki óvini erlendis frá við eigum nóg af þeim í okkar eigin röðum.


Sjálfstæðisflokkurinn sáttur við Landsdóm

Á tuttugu ára valdaferli sjálfstæðisflokksins sá forysta hans enga ástæðu til þess að breyta lögum um Landsdóm. Samkvæmt núgildandi lögum njóta ráðherrar friðhelgi en því er Landsdómur eina úrræðið.

Sjálfstæðisforystan hefur lengi notað þá taktík að kjafta sig frá lögum og stjórnarskrá. Telja að ef þeir brjóta lög þá myndist lagahefð. Ef þessi rök halda þá er það glæpsamlegt atferli en ekki alþingi sem varðar leiðir í réttarríkinu. 

Ótalmörg dæmi eru í stjórnarfari Íslands um hefðir sem taldar eru hafa æðra lagagildi en landslög og stjórnarskrá. Almennt séð virðist forysta stjórnmálaflokka telja að hefðarréttur hafi myndast um að ráðherrar þurfi ekki að fara að lögum og stjórnarskrá.

Þetta hefur í för með sér stjórnleysi og agaleysi í samfélagi samtímans.

Spillingin í efri lögum stjórnsýslunnar er djúpstæð og menn eru svo samdauna spillingunni að þeir líta á hana sem eðlilegt stjórnarfar.

Ég trúi því vel að Geir líti svo á að hann sé æðri landslögum og að Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna taki honum opnum örmum vegna þess að hann hefur verið látinn sæta þeirri niðurlægingu að þurfa að svara til ábyrgðar vegna verka sinna. 

Forysta sjálfstæðisflokksins er mjög meðvituð um skyldur almúgans. Davíð Oddsson rak ræstingakonuna sem stalst til þess að hringja í systur sína í vinnunni.Tíuþúsund manns sem sameinaðist á Austurvelli tókst að reka Geir frá störfum. Það þarf ekki nema fjöður til þess að stjaka við hinum almenna borgara en lyfta þarf björgum til þess að ýta spilltum stjórnmálamönnum af stalli. 


mbl.is Stefna til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband