Hvers vegna setur Ríkisstjórnin ekki hryðjuverkalög á útrásarglæpamennina?

...Það virðist vera alþjóðlegt samkomulag um að þeir hafi framið hryðjuverk

 Ræða á Austurvelli...Icesave


Samfélagssóðarnir leika lausum hala

Ég er með smá hnút í maganum. Ég er áhyggjufull. Það er svo margt sem ég hélt lengi vel að ég gæti treyst á sem mér er nú ljóst að hefur brostið. Ég hélt að þrátt fyrir að stjórnmálamenn hefðu ólíkar stefnur og væru nokkuð ófullkomnir þá væri þeim annt um þjóðina og myndu aldrei gera neitt sem hætti íslenskri menningu.

Þótt ég hefði orðið vör við spillingu hér og þar trúði ég því að það væri ákveðin grundvallarfesta í kerfinu og að það ætti sér einhver takmörk hvað menn gætu leift sér.

En samfélagið okkar er því miður á þrotum siðferðislega, stjórnarfarslega og fjárhagslega. Ég hélt í haust eftir að ég horfi upp á fjárhagslegt hrun að það myndi kannski leiða til þess að menn færu að endurskoða stjórnarfar á Íslandi. Ég hélt einnig að menn myndu kannski fara að spyrja sig hvort þeir væru á réttri leið og myndu kannski endurmeta gildi sín.

Því miður, þetta hefur ekki gerst. Háværar kröfur um umbætur voru uppi í allan vetur. Mótmælendur voru óþreytandi og gáfust ekki upp fyrr en þeir höfðu fellt Ríkisstjórnina. Samfylkingin bauð sig fram og vinstri grænir buðu sig fram til þess að stýra umbótum á Íslandi. Því miður var ekkert að marka þá sem stilltu sér í forystu þessara flokka. Það eina sem þessir flokkar bjóða upp á nú er að selja fullveldi þjóðarinnar til að skapa friðþægingu í stuttan tíma.

Linkind við glæpamenn er viðtekin og Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt til þess að bæta lagaumhverfið svo koma megi böndum yfir glæpamennina.

Stjórnsýslan er vanhæf og spillt en Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt til þess búa til lagaumhverfi sem gerir þeim kleift að taka til í þeim ranni.

Sameiginlegir sjóðir landsmanna hafa verið misnotaðir og eru enn misnotaðir. Ríkissjóður, lífeyrissjóðir og jafnvel sjóðir tryggingafélaga hafa verið misnotaðir af þeim sem höfðu aðstöðu til þess.

Algjör þögn ríkir nú um afskriftir, innherjaviðskipti og fyrirgreiðslur til þingmanna.

Algjör þögn ríkir nú styrkjagreiðslur og tengsl við glæpamennina af hálfu þingmanna og embættismanna.

Samfélagssóðarnir leika enn lausum hala og Ríkisstjórnin er í dyggri þjónustu við þá


Ræður Ríkisstjórnin hvað er í matinn

Skuldarar hafa áhyggjur af því að þeir þurfið að afsala sér frelsi.

Kona sem situr uppi með gríðalegar skuldir vegna myntkörfulána segir á Vísi

"Okkur er boðið upp á greiðsluaðlögun sem þýðir að einhver maður verður umsjónaraðili hjá okkur og segir okkur hvað á að vera í matinn og hvenær við megum fara með börnin í bíó og svo eftir fimm ára greiðsluaðlögun þá er okkur boðið upp á að skulda 110 % af verðmæti eignarinnar, en nota bene, við áttum helminginn í húsinu þangað til bankarnir og stjórnvöld eyðilögðu íslenskt hagkerfi."

Fá fyrrverandi bankastarfsmenn vinnu við að hafa umsjón með þeim sem þeir plötuðu til þess að taka myntkörfulán?


Fjölmennt á Austurvelli

Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í dag. Krafan er einföld og henni er beint til yfirvalda.

Standið með þjóðinni en ekki útrásarglæpamönnum og erlendu auðvaldi.


mbl.is Umræðan endurvakin á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að tryggja Íslandi skuldirnar en ekki eignirnar á móti?

Þórdís Ingadóttir dósent í lögum telur ekki tryggt að Íslenska ríkið fái eignir Landsbankans til þess að láta upp í skuldir.

Sérfræðingar sem skoðað hafa Icesave-samninginn telja hann vera eitthvað það versta sem þeir hafa séð í samningagerð.

Með Icesave-samningurinn er farið inn á ný svið í samskiptum evrópskra þjóða. Sterk og herská ríki innan Evrópu ráðast að lítilli þjóð og beita til þess alþjóðastofnunum. Eru Íslensk yfirvöld tilbúin til þess að taka þátt í þessari óhæfu.


Nei við Icesave-samningnum

Verði samningurinn samþykktur þýðir það afsal á fullveldi samkvæmt því sem okkar færustu sérfræðingar segja.

Við mætum því á Austurvöll klukkan þrjú.


Valtýr fastur

Jón Kaldal er hissa á því að Eva Joly skilji ekki íslenskt réttarkerfi. Skilur einhver íslenskt réttarkerfi? Lítið bendir til þess að Valtýr Sigurðsson skilji sum af grundvallaratriðum ekki bara íslensks réttarkerfis heldur allra sem réttakerfa sem eiga að standa undir nafni.

Jón Kaldal segir m.a.:

Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að hafa að engu ráðgjöf Joly um að víkja beri Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberaði sú ráðgjöf mikið þekkingarleysi ráðgjafans á íslensku réttarfari. Og það er auðvitað hið vandræðalegasta mál sem ekki er hægt að láta eins og hafi ekki átt sér stað.

Er ekki líklegra að Valtýr sem situr sem fastast þótt hann geti á engan vegin sinnt starfskyldum sínum vegna vanhæfni hafi takmarkaðan skilning á tilgangi réttarkerfisins?


Hafðir að fíflum

Michael Hudson prófessor og hagfræðingu velkist ekki í vafa um vonda samninga Ríkisstjórnarinnar en hann segir í viðtali við DV

Það eru engin lög innan Evrópusambandsins sem kveða á um að Ísland þurfi að gera þetta.

Bresku samningamennirnir höfðu þá íslensku einfaldlega að fífli með því að gera ríkið ábyrgt fyrir skuldum í einkageiranum, ábyrgð sem Íslendingar geta engan veginn staðið undir.

Mögulega þyrftu fimmtíu þúsund fjölskyldur að flytja úr landi til að ná því svokallaða jafnvægi sem bresk og hollensk yfirvöld krefjast," segir Hudson í samtali við DV.

Fjölmargar fjölskyldur munu þurfa að eyða öllum sínum sparnaði og loks missa heimili sín.

Fjöldi starfa tapast. Allt til einskis. Þessar fórnir eru ekki nauðsynlegar.

Ísland þarf færan sérfræðing í alþjóðalögum, eða einfaldlega einhvern sem er vel að sér í því hvernig samningaviðræður í viðskiptum á alþjóðavettvangi ganga fyrir sig. Spurningin er, verður Ísland sjálfstætt eður ei?"

Sjálfri er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna Ríkisstjórnin velur þessa leið. Leið sem hver heilvita maður sér að gengur aldrei upp fyrir þjóðarbúið.

 Og hvað kom fyrir Steingrím? Ég hef heyrt fjölda manns tala um að hann sé eins og umskiptingur eftir að hann settist í stjórnarráðið.

Getur einhver frætt mig á því hvers vegna Steingrímur hagar sér eins og hann hafi verið yfirtekinn samfylkingaranda?


Það skiptir máli hvað er skattlagt

Ég heyri oft hagfræðinga og stjórnmálamenn tala í trúarbragðatón um afleiðingar skattahækkanna. Talað er um að skattahækkanir hægi á tannhjólum viðskiptalífsins og ekki ætla ég að véfengja það.

Það skiptir hins vegar miklu máli hverju er hægt á og hverju er ekki hægt á.

Hækkun tryggingargjalds er dæmi um vonda skattahækkun vegna þess að það vegur beint að atvinnustigi í landinu. Hækkun tryggingagjalds er líkleg til það skila sér í hækkun atvinnuleysistalna.

Hátekjuskattur hefur annarskonar áhrif. Hann dregur úr neyslu hátekjufólks og þá líklega fyrst og fremst á innfluttum lúxusvarningi eða eyðslu erlendis. Hátekjuskattur er því líklegur til að spara gjaldeyri en hefur líklega einnig áhrif á atvinnustig til hins verra.

Leikur með fasteignamat þar sem það er hækkað og lækkað eftir atvikum eins og nú hefur verið gert leiðir til skattheimtu sem hvorki tekur tillit til tekna né neyslu. Leiðir til jaðaráhrifa sem getur lent með mjög ósanngjörnum hætti á lágtekjufólki.


mbl.is 130 þúsund á fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lenda þau í tukthúsinu eins og Heiða?

Heiða settist niður fyrir framan alþingi og truflaði með borgaralegri óhlýðni.

Nú hefur Gunnar Birgisson gert sig beran af því ásamt kollegum sínum að brjóta lög. Mun óhlýðni þeirra varða veginn í tukthúsið?

Gunnar Birgisson

Flosi Eiríksson

Sigrún Guðmundsdóttir

Jón Júlíusson

og Ómar Stefánsson.

 


mbl.is Stjórn LSK kærð til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband