2010-11-17
Ofurdramb og hroki
Íslendingar hafa vaknað upp við vondan draum. Það er verið að braska með auðlindirnar án þess að stofnað hafi verið til umræðu um viðhorf þjóðarinnar til nýtingu náttúruauðlinda né heldur hefur verið mótuð stefna í auðlindamálefnum.
Frammistaða stjórnvalda hefur verið afleit. Gjörningar voru framdir í skjóli fyrri ríkisstjórna en þá er líka verið að fremja í skjóli núverandi ríkisstjórnar.
Skýringuna á vangetu stjórnmálamanna tel ég helst að finna í svokölluðu

hybris heilkenni þeirra sem setið hafa (of) lengi á þingi. Heilkennið lýsir sér í ofurdrambi og hroka. Þeir trúa því sjálfir að þeir hafi yfirburði og að það sem þeir hugsa sé rétt og gott bara af því að þeir eru að hugsa það. Þeir hunsa faglega nálgun. Þeir láta undir höfuð leggjast að móta stefnu sem byggir á framtíðarsýn.
Ég nenni ekki að velta mér upp úr persónuleika stjórnmálamanna í sjálfu sér en afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Það er sorglegt að horfa upp á það hvernig ofurdramb og hroki stjórnmálamanna sem hunsa ráð vísindamanna og sjálfbærnisjónarmiða eru að draga úr lífsgæðum komandi kynslóða.
![]() |
Íhuga að selja 25% í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-11-16
Fyrir hverja?
Lítið fer fyrir dáðum íslensku stjórnmálastéttarinnar.
Undanfarin ár hefur þróast brotið samfélag sem heldur ekki utan um velferð fólks.
Völd voru fengin mönnum sem notuðu þau til þess að ræna samfélgið ekki bara af fjármunum heldur líka orðspori, trúverðugleika og réttlæti.
Ég er ekki einungis að tala um útrásarvíkinga heldur einnig þá sem fara með hinar ýmsu stofnanir samfélagsins.
![]() |
Talið að margir leiti aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-11-15
Þetta eru gömul sannindi
Áhrif af aðstæðum fólks á heilsu þess hafa verið lengi viðurkennd í fræðum um lýðheilsu.
Ég hef fengið yfir mig mikið regn fúkyrða þegar ég hef bent stjórnmálamönnum á þetta, t.d. í tengslum við Icesave og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðins.
Stjórnmála- og valdastéttin á Íslandi gerir atlögu að heilsu almennings þegar hún gerir atlögu að velferðarkerfinu.
Ég skrifa eftirfarandi á DV
Atvinnuleysi, skuldir, verðlag og skattar eru áhyggjuefni almennings. Tryggvi Þór Herbertsson og Vilhjálmur Egilsson hafa þó meiri áhyggjur en aðrir því þeir óttast að bætur séu of háar líka.
Glæpastarfsemi, gjafagjörningar og afskriftir virðist vera hið viðtekna og yfirvöld lítið kippa sér upp við ástandið. Ríkisstjórnin er rúin trausti en stjórnarandstaðan nýtur þó enn minna trausts.
![]() |
Fleiri konur en karlar öryrkjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-11-15
ESB keyrt inn á stjórnlagaþing
Ég sé stjórnlagaþingið sem tækifæri til þess að hefja nýja vegferð. Ég vil sjá að flokksræðið sé brotið niður í nýrri stjórnarskrá, aðhald við fjölmiðla aukið og sett inn í hana ákvæði sem tryggi það að farið sé eftir henni.
Það er dapurlegtað horfa á sviðsetninguna og blekkingaleikinn sem fer fram á bak við tjöldin í aðdraganda þessara kosninga. Við búum við stjórnarfar sem er rúið trausti. Vantraust okkar á stjórnvöldum og fjármálakerfinu eru heilbrigð viðbrögð við blekkingaleik og leynimakki.

Stjórnlagaþing og ESB
Eftir kosningarnar 2009 köstuðu stjórnvöld bombu inn í viðkvæmt ástand með því aðsækja um aðild að ESB án þess að bera það undir þjóðina. Ríkisstjórnin tilkynnti að stofnað skyldi til stjórnlagaþings.
Lagaprófessor bregst við því með því að lýsa því yfir að stjórnarskrá sem að stofninum til er frá 1874 sé bara ágæt en gallinn sé að það sé ekki farið eftir henni. Annar prófessor við Háskóla Íslands vill gera díl. Hann lýsti eftir frambjóðendum á fésbókinni sem vildu gera landið að einu kjördæmi, draga úr völdum forsetans (festa þingræðið í sessi), setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana, aðskilja ríki og kirkju og að ráðherrar sitji ekki á þingi?
Það vakti sérstaka athygli mína að hann vill setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana. Fjöldi frambjóðenda keyptu þennan díl og settu nafn sitt við færsluna.
Jafnvel þótt að ekki sé heimild fyrir því í stjórnarskrá hefur stjórnmálastéttin afsalað valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá gjörningur upphófst með undirskrift sjálfstæðisforystunnar en núverandi ríkisstjórn hefur viðhaldið því fyrirkomulagi sem bendir til þess að hún treysti sér ekki til þess að stjórna landinu af eigin dáðum. Það fer ekki fram hjá mér lengur að stofnað er til stjórnlagaþings til þess að forma stjórnarskrána að mjúkri inngöngu í ESB.
Lýðræðishyggja frambjóðenda
Frambjóðendur sem hafa lýst sig vera lýðræðissinna setja nafn sitt við að samþykkja ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar að vald sé flutt til alþjóðastofnana og jafnvel að öryggisventillinn sem felst í málsskotsréttinum sé fjarlægður.
Annað hvort er frambjóðandinn lýðræðissinni og styður það að valdi ríkisins sé aldrei afsalað til alþjóðastofnanna nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eða þá er frambjóðandinn hallur undir að valdið sé tekið frá þjóðinni og hún dregin spriklandi undir erlent vald.
Þjóðfundurinn var skýr hvað þetta varðar. Hann segir: að valdið komi frá þjóðinni.

Það þarf hinsvegar að gera miklar breytingar á stjórnarskránni. Gamla stjórnarskráin er úr sér gengin og speglast það best í því að stjórnmálastéttin virðir hana ekki og fer ekki eftir henni.
Stjórnmálastéttin hefur gert hrikaleg afglöp sem speglast í skuldum, atvinnuleysi, verðlagi og sköttum. Svo virðist vera sem tvö sterk öfl berjist á bak við tjöldin í þessum kosningum. Þeir sem vilja viðhalda handónýtu kerfi og hinir sem vilja keyra þjóðina með ofbeldi inn í kerfi sem hún hefur ekki samþykkt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur á stjórnlagaþing
![]() |
ESB hafnar hugmyndum Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2010 kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2010-11-14
Elítan að gliðna
Einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Elítan hefur litið svo á að valdið sé að ofan og við því megi ekki hrófla.
Einstaklingar sem orðið hafa fyrir misrétti hafa ekki átt sér málsvara í stofnunum landsins sem litið hafa á sig sem varðhunda ríkisvaldsins og innvígðra.
Bankahrunið var vont og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.
Það sem hefur komið gott í kjölfarið er að tekið hefur verið á þöggun og misbeitingu valds.
Þetta er góð byrjun en marg fleira þarf að rannsaka.
T.d.
- Einkavæðingu bankanna
- Veðsetningar, brask og arðgreiðslur hjá útvegsfyrirtækjum (hvert fóru peningarnir?)
- Fyrirgreiðslur og tengsl banka og stjórnmálamanna
- Hverjir eigi kvóta
- Hverjir standa í vatnsútflutningi og hvernig tengjast þeir stjórnmálum
- Fjármál Finns Ingólfssonar og fleiri framsóknarmanna
- Eignatengsl stjórnmálamanna
- Umgjörðina um Magma Energy
![]() |
Kirkjuþing samþykkir nefndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2010 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2010-11-14
Ábyrgð í stjórnmálum
Stjórnmálamenn á Norðurlöndum virðast vera meðvitaðir um ábyrgð sína. Ég sá viðtal við Monu Sahlin og fleiri í norska þættinum Skavlan.
Þetta var skömmu eftir sænsku kosningarnar í haust en þar náðu Sveriges demokratarnir inn nokkrum þingmönnum en þeir eru af mörgum taldir eiga rætur sínar hjá ný-nasistum.
Mona Sahlin lýsti því yfir að bæði Social demokraterna (kratarnir) og Moderaterna (hægri flokkurinn) bæru ábyrgð á velgengni Sveriges demokraterna (sem vilja taka á innflytjendamálum).
Anne Holm fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði í þættinum að velgengi Sveriges demokraterna mætti að miklu leyti skrifa á þöggun í málefnum innflytjenda í Svíþjóð. Fólk þyrfti að fá að ræða þessi mál án þess að sú umræða sé kennd við við rasisma.
![]() |
Mona Salin hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2010 kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-11-11
RUV býður efnameiri frambjóðendum kynningu
Á fundi í Reykjavíkurakademíunni í gær var fjallað um fjórða valdið og meðhöndlun þess í stjórnarskrá.
Fjölmiðlar hafa gjarnan verið kallaðir fjórða valdið en merkur maður, hvers nafn ég man ekki, kallar þetta vald

ábyrgðarlausa hirðskækju.
Ég hef fylgst nokkuð með því hvernig fjölmiðlarnir standa sig í umfjöllun um stjórnlagaþing og velt því fyrir mér hvort þeir sýni samfélagsábyrgð í með þátttöku í umræðu og kynningu á frambjóðendum.
Ég fékk tilboð frá RUV í dag sem bauð mér að kaupa skjáaulýsingu sem myndi birtast samhliða Silfri Egils gegn 11.900 kr. auk VSK.
Ég sendi RUV eftirfarandi svar:
Ég sat á fundi með mörgum frambjóðendum til stjórnlagaþings í gærkveldi en þar ræddum við fjórða valdið. Nú er ég ein af nefskattsgreiðendum RUV þótt ég vildi fremur greiða til þess iðgjald til þess að tryggja að RUV fái það sem ég greiði fyrir afnot.

Ég lít svo á að RUV sé að bregðast landsmönnum með því að gefa þeim eingöngu færi á því að kynnast frambjóðendum sem koma frá betri efnum eða eru styrktir af sérhagsmunum. Þetta er mjög svo 2007 og í greinilegri andstöðu við þær breytingar sem við viljum sjá í samfélaginu. Ruv hefði sýnt mikla samfélagsábyrgð með því að veita nokkrar klukkustundir á dag í samræðutíma við frambjóðendur og mætti endurflytja það síðan á nóttunni.
Það er satt að segja stórmerkilegt að ríkissjónvarpið skuli geta lagt mánuði undir ýmsa íþróttarviðburði en skuli gjörsamlega hunsa þennan merkilega viðburð sem þessar kosningar eru.
Ég vil því leggja eina spurningu fyrir RUV. Eru íþróttaviðburðir mikilvægari hjá stjórnendum RUV en samfélagsmál sem brenna á öllum almenningi? Sé svarið við þessu játandi þá verð ég að játa að ég sé lítin tilgang með ríkisfjölmiðli sem sýnir ekki samfélagsábyrgð.
Bestu kveðjur
Jakobína
Fúskað með merkingu þjóðfundar
![]() |
Frumvarp til fjölmiðlalaga lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2010 kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-11-11
Á ég erindi á stjórnlagaþing?
Það er meginkrafa mín og flestra þeirra sem ég hef talað við að valdið komi frá þjóðinni. Það er einnig krafa þjóðfundar.
Að vera í framboði til stjórnlagaþings
Þar sem ég er í framboði til stjórnlagaþings lít ég á það sem skyldu mína að greina þá meginþætti sem glíma þarf við í nýrri stjórnarskrá. Það nægir mér ekki að hugsa eða segja já ég vil betra samfélag eða þá ég vil leggja mitt að mörkum. Grundvöllur þess að ég geti lagt að mörkum á stjórnlagaþingi er að ég hafi gert mér greinagóða hugmynd um tilgang stjórnarskrárinnar og vilja þjóðarinnar.
Þjóðin hefur nokkuð skýrar hugmyndir um betra samfélag. Ef ég fer á stjórnlagaþing þá þarf ég að gera mér mynd af því hvernig ég get byggt brú á milli lífsgilda þjóðarinnar og texta í stjórnarskrá. Ég þarf að spyrja hvernig er hægt að byggja upp stjórnarskrá og smíða texta sem er hvatning að betra mannlífi, jöfnuði og mannréttindum. Órofa tengsl eru á milli þess hvernig valdi er beitt í samfélaginu og hvernig mannréttindi eru virt.
Fyrirkomulag valdsins
Mikil og endurtekin umræða er um aðskilnað ríkisvaldsins. Við núverandi aðstæður stjórna ráðherrar þinginu og löggjöfinni. Dómsmálaráðherra hefur alræðisvald um skipan dómara. Þetta fellur ekki að kröfum almennings og stjórnarskrá um þrískiptingu valds.
Umræða um aðrar valdastofnanir, sjálfstæði þeirra og aðkomu almennings hefur einnig verið í brennidepli. Ég hef verið að leika mér að því að skoða helstu þrætuepli valdsins.
Ég ætla að telja hér upp þær helstu því eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþings er að skoða tengsl, skipulag og leiðir í samfélaginu.
Hinar þrjár hefðbundnu valdastofnanir
- Löggjafarvald (er í dag stimpilstofnun og þrætusamkoma -brást fyrir hrun)
- Framkvæmdarvald (fer í dag með löggjafar- og framkvæmdavald -brást fyrir hrun)
- Dómsvald (nýtur í dag ekki trúverðugleika vegna klíkuráðninga og tengsl við framkvæmdavaldið -hefur brugðist)
Aðrar mikilvægar stofnanir samfélagsins
- Fjölmiðlavald (hefur mikil áhrif á umræðuna og sýn okkar á samfélagið -brást fyrir hrun)
- Fjármálavaldi (hefur áhrif á atvinnulíf og viðskipti auk efnahags landsins -brást fyrir hrun)
- Eftirlitsvald (Á að standa vörð um að farið sé að lögum og reglum -brást fyrir hrun)
- Þekkingarvald (Á að auka þekkingu og efla dómgreind í samfélaginu -brást fyrir hrun)
- Trúarvaldið (á að vera í framvarðasveit um siðgæði -ætla ekki að fjölyrða um það)
- Auðlindavaldið (Á að tryggja blómstrandi atvinnulíf og almenna velferð -brást fyrir hrun)
Hyggjum vel að því að nýja stjórnarskrá þarf að móta með það í huga að breyta stjórnmálunum, stjórnsýslunni og koma valdinu til þeirra sem eiga tilkall til þess í lýðræðissamfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2010-11-10
Slagurinn við tvær milljónir
Við getur flokkað frambjóðendur með tilliti til margra þátta.
Við erum með frambjóðendur sem hafa aðgang að tveim milljónum og svo hina sem hafa ekki aðgang að tveim milljónum.
Við skoðum áherslur frambjóðenda, við veltum því fyrir okkur hvort við getum treyst þeim og við veltum því fyrir okkur hvernig þeir tengjast hagsmunaöflum og útrásarvíkingum.
Hér er kynning mín í straumi sem DV hefur sett upp:
http://www.dv.is/stjornlagathing/jakobina-ingunn-olafsdottir/266/
![]() |
Tveir búnir að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef grun um að þjóðfundurinn hafi mikil áhrif. Þekki nokkra þingmenn sem eru búnir að vera á

fullum launum í nokkur ár við að hafa skoðun á áfengislöggjöfinni og taka það að sér að rífast um hana öðru hvoru. Það mætti vel spyrja um skilvirkni þess að hafa þá á launum.
Á áttunda og níunda áratugnum var innleitt skammdegissvartnætti í menntun ungra barna á Íslandi. Tilraun til lýðræðismenntunar var blásin út af borðinu og rykið dustað af gömlum sögubókum og utanbókarlærdómur hafin til vegs og virðingar. Stjórnvaldið hræðist þekkingu borganna og getuna til gagnrýninnar hugsunar.
Stjórnvaldið vill gjarnan hafa hugsun borgaranna á sínu forræði en til þess er utanbókarlærdómur vel fallinn. En fjölmiðlavaldið gengur jafnvel lengra og tekur sér fyrir hendur að túlka orð og hugsanir borgaranna. Túlkar þær og segir hinum hvað þau þýða. Þannig rænir það okkur tungumálinu og tjáningunni.
Túlkun prófessorsins
Ragnhildur Helgadóttir tók að sér að túlka niðurstöður þjóðfundar í fréttum kvöldsins. Hún lýsir því yfir að fundurinn krefjist ekki róttækra breytinga. Ég verð að játa að það fer í taugarnar á mér þegar prófessorar tjá sig af vangetu um málefni. Mér finnst að þeir eigi að halda sig við það sem þeir hafa vit á. Málflutningur prófessorsins ber þess merki að annað hvort skilur hún tungumálið ekki vel, hefur ekki verkfæri til þess að túlka það eða þá að hún er vísvitandi að taka sér forræði yfir merkingu fundarins til þess að gera hann valdlausan.
Þegar ég hlustaði á málflutning prófessorsins þá spurði ég mig hvort þarna færi málssvari afturhalsafla sem einbeiti sér að því að ná tungumálinu og tjáningunni frá gestum fundarins með því að gera hana bitlausa með rangtúlkun. Framtakið er klúðursleg tilraun til þess að gefa umbreytingunni fræðilega ásýnd.
Merking þjóðfundar
Ef niðurstöður fundarins er umbreytt í ákvæði í stjórnarskrá sem hvetja til breytinga sem upphefja þau gildi sem koma fram á fundinum þá þýðir það róttækar breytingar á stjórnarskrá og í stjórnmálum. Ég ætla að taka eitt dæmi um þetta.
Ein af þeim setningum sem koma af þjóðfundinum er AÐ VALDIÐ SÉ ÞJÓÐARINNAR. Ef valdið er þjóðarinnar þá ráðstafar þjóðin valdinu og hún hefur lika á færi sínu að taka það aftur ef illa er farið með það. Ástandið eftir bankahrunið sýndi svo ekki verður um villst að valdið er EKKI þjóðarinnar. Valdið er flokkanna. Byltingarástandi sem skapaðist dugði EKKI til þess að ná valdinu til þjóðarinnar. Kerfið býður ekki upp á það. Kosningalögin gera það ekki og sjálftaka stjórnmálastéttarinnar kemur í veg fyrir að vilji þjóðarinnar ráði. Stjórnmálaflokkarnir nota fjármuni skattgreiðenda, aðkomu sína að löggjöfinni og ónýtt kerfi til þess að taka umboð sem samræmist ekki vilja þjóðarinnar.
TIl þess AÐ VALDIÐ VERÐI ÞJÓÐARINNAR þarf að gera róttækar breytingar á stjórnarskrá. Það þarf ekki eingöngu að breikka hana heldur þarf líka að dýpka hana og setja inn í hana skýr ákvæði sem tryggja greiðari aðkomu almennings að meðferð valdsins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir á stjórnlagaþing
![]() |
Kostnaður lægri en áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2010 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)