Sjálfstæðismenn hafa niðurlægt þjóðina

Nú gaspra þeir eins og þeir séu búnir að steingleyma hverjir settu þjóðarbúið á hausinn.

Hverjir eyðilögðu dómskerfið með klíkuráðningum.

Hverjir settu efnahagskerfið á hausinn með spillingu og þjófslagi.

Hverjir drógu úr þrótti stjórnsýslunnar með halda aftur af framförum og góðum stjórnsýsluháttum.

Hverjir stjórnuðu landinu þannig að 25% þjóðarinnar er tæknilega gjaldþrota.

Hverjir stóðu þannig að málum að atvinnu lífið er í molum.

Svo mikið er víst að það var ekki Steingrímur J Sigfússon.


mbl.is Sagði framkomu Steingríms hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álaug Árnadóttir gleymdi að innleiða varnir við Icesave

Áslaug Árnadóttir fór fyrir í nefnd sem átti að innleiða ESB tilskipun sem undanskildi tryggingarsjóð ábyrgð á innistæðum lögaðila. Nefndin átti að skila þessu í september 2007 en láðist að gera það.

Það hefur ekki fengist upplýst hvað þetta kostar Íslenga.


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna Hollendingar ekki að stjórna bönkum?

Fáránlegar forsendur stjórnunar í fjármálakerfinu á alþjóðavísu eru að setja hvern bankann á fætur öðrum á hausinn.


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði sjálfstæði þjóðarinnar

Bjarni Ben fer nú stóran um Icesave málið en hann segir:

að í samningunum sé það ákveðið endanlega að skuldir og skuldbindingar einkafyrirtækja verði skuldir íslensks almennings. Hollendingar og Bretar taki ekkert á sig af þeim byrðum sem þetta mál hafi valdið.

Bjarni telur að með þessu máli hafi verið vegið með óbilgjörnum hætti að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Bjarni minnist ekkert á að það var flokkur hans SJÁLFSSTÆÐISFLOKKURINN sem setti Icesave deiluna í þann farveg sem hún er í núna.

Það var SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sem glutraði niður sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar.

Það var gengið frá því á Alþingi 5. desember undir forræði sjálfstæðisflokks að deilan við Breta og Hollendinga færi í pólitískan farveg og sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því að afsala rétti íslendinga til málsóknar vegna hriðjuverkalaganna.

Baldur Guðlaugsson, sjálfstæðismaður, gaf síðan tóninn í samningaviðræðum. Það var í samskiptum við sjálfstæðisflokkinn sem Bretar og Hollendingar fengu þá hugmynd að það væri hægt að ganga endalaust á rétt íslensku þjóðarinnar.

Endalaus græðgi sjálfstæðisflokksins hefur verið í fyrsta sæti í áratugi og þegar alvarleg vandamál blasa við þá leggja þeir skottið á milli lappanna.


Á Útvarpi Sögu milli eitt og tvö

Ég var í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun.

Viðtalið verður sennilega flutt í endurflutningi á milli eitt og tvö.


Hafa Bretar varnað Íslendingum að rannsaka Icesave í Bretlandi?

Það væri þeim líkt.

Það ætti að vera í samningnum að Bretar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma böndum á Björgólf Thor.


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg Óskammfeilni

Sjálfstæðisflokkurinn skuldbatt Ísland 5. des. 2008 til þess að fara í með Icesave-deiluna í pólitískan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn lét alla kærufresti renna út vegna brota Breta á íslensku þjóðinni. Það var hluti af plotti sjálfstæðismanna með Baldur Guðlaugsson í fararbroddi. Plott gegn íslensku þjóðinni nota bene.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn vara að keyra þetta mál í skítinn stóð fólk á torgum og öskraði en þeir létu ekki segjast og héldu sínu striki. Þegar sjálfstæðismönnum var að lokum fleygt út úr stjórnarráðinu voru þeir búinir að keyra þetta Icesave í versta farveg sem hugsast.

Stærsta vandamál ríkisstjórnarinnar í dag er að tryggja eignarhald á auðlindunum, virkjunum og veitukerfum sem sjálfstæðismenn veðsettu upp í rjáfur.

Ekki heldur nóg með það heldur fjármögnuðu fíflin virkjanir á skammtímalánum sem nú eru að falla í gjalddaga. Hvaða fífl fjármagnar mannvirki sem nota á í hundruð ára með skammtímalánum. Svar, sjálfstæðisflokkurinn og framsókn.

Og nú langar þeim að kjötkötlunum sjálfstæðisflokknum og eignarhaldsklíkunni á bak við framsókn...títtnefndur Finnur Ingólfsson. Við skuldum heldur ekki gleyma að pabbi hans Sigmundar Davíðs hefur setið í stjórn N1 með Bjarna Ben eða einhverjum ættingjum hans.

Það virðist vera lítið annað í boði fyrir þessa þjóð en skítur.

Hérer Bjarni Ben þan 5. des sl. að mæla fyrir IcsSave en Pétur Blöndal var ekki hrifinn en Bjarni Ben lét ekki segjast og sópaði málinu út af þinginu enda búið að ákveða að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri (sem seldi öll hlutabréfin sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun) ætti að sjá um samninga við Breta en hann kom málinu í þann farveg sem Svavar Gestsson tók síðan við.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er meðhöndlað eins og Afríkuríki

Sem ekki kemur að sök í sjáfu sér nema af því að Afríkuríki hafa verið meðhöndluð mjög illa.

Aðilar ríkissstjórnarinnar eru ekkert sérlega baráttuglaðir heldur bugta sig og beygja í hverju skrefi, fyrir árásaraðilum, svona rétt eins og sjálfstæðismenn gerðu fram að því að þeim var bolað í burtu.

Hvers vegna vill Jóhanna skrifa undir nauðungarsamninginn? Jú til þess að geta fengið risalánið og aflétt gjaldeyrishöftum svo að fjármagnseigendur geti hlaupið með 1.000 milljarða úr landi sem landsmenn þurfa síðan að greiða. Það ævintýri mun kosta ríkissjóð tæpa 40 milljarða á ári.

Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég sjái einhverja vitglóru í þessu.


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn slefandi

Það var merkilegt að horfa upp á sjálfstæðismenn í Silfrinu en þeir eru nú slefandi yfir að hafa tekist að koma sektinni af Icesave-málinu yfir á núverandi ríkisstjórn en þeirra markmið eru að þessi óskapnaður sem þeir sköpuðu sjálfir komist í gegn um þingið.

Sjálfstæðismenn miða að því að koma tapinu sem þeir ásamt "alþjóðasamfélaginu" eru ábyrgir fyrir en vonast til þess að málið sprengi ríkisstjórnina í leiðinni.

Draumurinn er síðan að koma á svipaðri samvinnu með samfylkingu og var hér árið 2007. Síðan skal bara haldið áfram í einkavæðingaráformum og áformum um að búa til stóran fátækan hóp í samfélaginu meðan fáir mata krókinn með því að vera á mála hjá stóriðju og moka hér úr auðlindum og færa ávinningin úr samfélaginu.

Þetta virðist 34% þjóðarinnar vilja.


Lögmál frumskógarins ráða í þessu máli

Hvernig er hægt að vera ánægður með niðurstöðu sem felur í sér að eðlileg niðurstaða málsins er hunsuð jafnvel þótt hún fái staðfestingu fyrir dómstólum?

Steingrímur J Sigfússon er ánægður með það en hann segir samkvæmt MBL "að hann sé mjög ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefði í Icesave-málinu."

Það er augljóst að lögmál frumskógarins hafa fengið að ráða í þessu máli en gott siðferði og lögmál réttarríkisins hafa verið yfirgefinn.

Vissulega er ábyrgð sjálfstæðismanna mikil en það er undarlegt að fjármálaráðherrann skuli vera ánægður með þessa framvindu sem markast af lágkúru og hugleysi stjórnvaldsins.


mbl.is Lagalegir fyrirvarar halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband