Á ekki orð yfir firrunni

Í heilt á er ég búin að hlusta á bullið sem kemur frá stjórnvöldum.

Nokkur einkafyrirtæki hrundu. Fyrirtæki sem stjórnmálamenn gáfu sjálfum sér.

...og hvert er verkefni ríkisstjórnarinnar....?

....jú reisa við efnahagskerfið

......auka hagvöxt

.......auka verga landsframleiðslu

Nú vil ég biðja þig lesandi góður að segja mér hvernig þú skilur þessi markmið.

Veist þú hvaða þýðingu það hefur fyrir samfélagið verg landsframleiðsla aukist?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir velferðarkerfið?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir skuldara í landinu?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir kostnað einstaklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu?

Hvað þýðir það fyrir gæði skólastarfs?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir verðlag?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir öryrkja?

Krefjumst þess að stjórnmálamenn tali mannamál

Krefjum þess að þeir segi berum orðu að þeir gefi skít í öryrkja, skuldara og börn

Stjórnmálamenn seta í orð markmið sem hafa mjög loðna merkingu.

Inni í þessum markmiðum rúmast EKKI velferð almennings heldur er eingöngu verið að verja tiltekið kerfi sem er úr sér gengið og gagnlaust fyrir allan almenning.


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk verður að hafa efni á að vinna

það er ekkert undarlegt við það að fólk vilji ekki vinnu sem nær vara að standa undir kostnaði. Ef þú ert í vinnu þá þarftu auðvitað leggja í það tíma en einnig ferðaskostnað og í sumum tilvikum barnapössun, vinnufatnað og standa undir heilbrigðiskostnaði sem tengist vinnu.

Síðan er spurning hvernig þetta verður þegar atvinnuleysissjóður tæmist og búið verður að tæma lífeyrissjóðina í gæluverkefni stjórnmálamanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi litli sveitamaðurinn farinn á stúfanna

Það er gott að vita af því að Össur bregði sér út fyrir landssteinanna og ræði fyrirvara á "nauðunginni" við kvalara sína. Hann hefur örugglega bugtað sig og beygt og kallað þessa vini sína Dave og Max.

Hann hefur sennilega ekki skýrt fyrir vinum sínum Max og Dave að nauðungin kostar meðal fjölskyldu á Íslandi um 8 milljónir. Honum hefur kannski láðst að útskýra hvernig hann  ætli að blóðmjólka almenning á Íslandi til þess að ná þessu af honum á nokkrum árum.

Ætli hann hafi út skýrt fyrir Max og Dave að Icesave-skuldirnar eru skuldir Björgólfs Thors sem stofnaði til þeirra.

Kannski hefur Össur ekki fattað það ennþá eða þá þykir honum kannski sérlega vænt um Björgólf Thor.


mbl.is Össur fundaði vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútur á Íslandi...zero tolerance?

Mútur er orð sem Íslendingar taka sér sjaldan í munn enda menn ekki verið sérlega framtakssamir við að skilgreina hvað telst eðlileg gjöf og hvenær gjafmildin fer að teljast óumdeilanlega mútur.

Ekki eru þó íslenskir stjórnmála og embættismenn alveg tilbúnir til að upplýsa fyrir samstarfsaðilum í Evrópu hvað telst "eðlilegt" á Íslandi.

Ég rakst á þessa skemmtilegu klausu í GRECO skýrslu í dómsmálaráðuneytinu:

Although the officials met stressed that in Iceland there is a culture of zero tolerance to bribes they indicated that minimum gifts, gifts of a very low value or socially acceptible gifts falll outside the scope of application of the relevant bribery provisions.

þessi skýrsla er skrifuð í apríl 2008 en kannski voru embættismenn ekki búnir að fatta þá hvað þeir voru spilltir.

Saving Iceland hefur fjallað um ásakanir á hendur Alcoa um mútugreiðslur.

Þá er ógleymanleg umfjöllun um tugi milljóna greiðslur til sjálfstæðisflokks og samfylkingar frá hagsmunaaðilum í fjármálakerfinu árið 2006.

Svo eru hér gamlar fréttir af spillingu Impregilo...Impregilo is currently embroiled in trials in Lesotho, where South African consultant Jacobus du Plooy has pleaded guilty to paying bribes of £225,000 to the Lesotho Highlands Water Project.

Samkvæmt skilgreiningu wikipedia gengur allt íslenska stjórnsýslukerfið fyrir mútum. Ráðningar eru jú yfirleytt klíkuráðningar og þá þakklætisvottur eða stofnun á inneignargreiða við einhvern ættingja. Hegðun af þessu tagi telst eðlileg meðal íslenskra stjórnmála- og embættismanna.

Hvað eru mútur:

Wikipedia: The bribe is the gift bestowed to influence the recipient's conduct. It may be any money, good, right in action, property, preferment, privilege, emolument, object of value, advantage, or merely a promise or undertaking to induce or influence the action, vote, or influence of a person in an official or public capacity.


mbl.is Ráðast gegn bankabónusum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþjöppun valds og fjármagns á Íslandi

Almenn velmegun í samfélaginu hefur svo sannarlega ekki verið markmið valdhafanna á undanförnum áratugum. Þeir sem vilja réttlæta afleitt stjórnarfar á Íslandi segja gjarnan „já, en nutum við ekki góðærisins." Við þá vil ég segja „það var aldrei neitt góðæri á Íslandi."

Raunveruleg verðmætasköpun var aldrei til staðar en það skildu valdhafarnir ekki og kölluðu ástandið þess vegna góðæri. Ímynd velmegunar var sköpuð með skuldasöfnun. Valdhafarnir skildu ekki að raunveruleg auðlegð byggir að bættri eignastöðu en ekki skuldasöfnun. Enn eimir eftir af þessum hugsunarhætti hjá mörgum en þeir telja meiri skuldir styðji á einhvern hátt endurreisn Íslands.

Stjórnvöld á Íslandi hafa ekki verið almenningi velviljuð. Þau hafa misnotað hagtæki á borð við krónuna og verðtrygginguna til þess að rétta af halla fjármagnseigenda og auðvalds á kostnað launþega og skuldara. Stjórnvöld hafa einnig íþyngt láglauna- og millitekjufólki með því að leggja á það hærri skatta en fjármagnseigendur og auðmenn/konur. Flækjustig hagstjórnar er of hátt til þess að almenningur átti sig alltaf á þessu fyrirbæri en stjórnvöld hafa ekki gert þetta óvart. Krónan og verðtryggingin eru ennþá í fullu starfi fyrir valdhafanna og í þjónustu fjármagnseigenda.

Stjórnarfar á Íslandi og hefur gjarnan verið kennt við kleptocraty og oligarcy. Misnotkun á stjórnarráðinu og stofnunum ríkisins einkennir svona stjórnarfar og leiðir smám saman til fátæktar hins almenna borgara sem ekki hefur aðgang að nægtaborðum oligarkanna og kleptokratanna. Sviksemi valdhafanna við almenning á Íslandi á sér djúpar rætur og liggur meðal annars í lénsherraveldi sem hefur verið við lýði lengi.

Almenningur hefur ekki haft nægilega innsýn til þess að bregðast við sífelldri ásókn fámenns hóps í öll verðmæti sem skapast í landinu. Hagfræðilegri rentu af auðlindunum hefur verið sópað í vasa fámenns hóps einstaklinga og erlendra auðhringa en almenningur skilin eftir stórskuldugur.

Einokun og sérstaða hefur þrifist á Íslandi. Dæmi um þetta er hvernig nýliðar í bændastétt hafa þurft að kaupa sig inn í  styrkjakerfi, einokun Íslenskra aðalverktaka á verkefnum fyrir varnarliðið, kvótaframsal, einkavinavæðing og leynimakk í samningagerð við orkusölu til stóriðju. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki voru einkavædd síðastliðin tuttugu ár og hefur farið hljótt um flestar einkavæðingarnar. Á síðast ári var viðskiptaráð farið að kortleggja heilbrigðiskerfið.

Verstu svik valdhafanna við almenning voru þó hvernig þeir eyðilögðu heilbrigt atvinnuumhverfi og fjölbreytni í atvinnusköpun í byggðum landsins. Orkan og fjármagnið var sett í fábreytt atvinnulíf sem skilaði ofurgróða til fámenns hóps. Fjármálakerfi, stóriðja og kvótabrask dró allan mátt úr öðru framtaki. Starfsemi sem skilar atvinnu og launum til einstaklinga og tekjum í ríkissjóð en litlum gróða í vasa lénsherranna hefur ekki fengið að spíra. Frumkvöðlar hafa þurft að flýja land og nýsköpun í atvinnulífi hefur verið drepin niður með okurverði og einokun milliliða.

Nýtt Ísland nær ekki að rísa úr brunarústunum nema að hagsmunir lénsherranna og auðvaldsinnana verði undir og að almenningur og byggðir landsins njóti réttlætis. Snúa þarf af þeirri leið að leyna almenning hagsmunatengslum sem koma í veg fyrir heilbrigða ákvörðunartöku og samfélagslegan ávinning.

Birt í Smugunni í maí


mbl.is ASÍ býr sig undir aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er enn að furða mig á því að forsetinn heldur að aðrar þjóðir geti lært af Íslendingum

Lært hvað?
mbl.is Rifta gjafagerningum fyrri eigenda FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of virðulegur til þess að takast á við bloggara

Jú ég hélt að þetta lið væri ólæst eða alla vega ekki líklegt til að skilja hugtökin sem ég nota.

Jú ég segi oftast eitthvað heimskulegt þegar ég er spurður.

Annars er þetta allt leyndó.

Þið vitið svona leyndómálapólitík eins og ástunduð er á Íslandi.


mbl.is Tjáir sig ekki um bloggfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn segi af sér STRAX

Maðurinn hefur lítið skynbragð á umheiminn ef hann telur að þjóðir sem eru að berja Íslenska þjóð í duftið séu henni vinveittar.

Hann telur einnig að aðrar þjóðir geti lært af Íslendingum hvernig þeir hafi tekist á við hrunið.

Atburðarrásin frá hruni bankanna einkennist af endalausu klúðri og vanhæfni á nánast öllum sviðum.

Miðað við hæfni forsetans við að túlka umheiminn tel ég að hann ætti að finna sér annað starf.

Sjá viðtal við forsetann á RUV.


Íslendingar stórtapa á álverum

Frosti Sigurjónsson vekur athygli á þessu á Facebook:

 1 álver 25 milljarðar 600 störf - 5 ár í smíðum.

Með sömu fjárfestingu mætti skapa 6000 störf í nýsköpun

og það þyrfti ekki erlend lán eða gjaldeyri.

Þetta færi í laun, stór hluti af þeim renna aftur í ríkissjóð.

Störf sem tengjast ekki stóriðju auka

velsæld á Íslandi


mbl.is Matsáætlanir vegna virkjana fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðruleysi og lýðskrum

Fyrstu viðbrögð við bankahruninu var að fólk úr valdaklíkunni geistist fram á völlin og hvatti fólk til þess að sýna æðruleysi og varaði við lýðsskrumurum.

Sóðaskapur, blekkingar og siðleysi blöstu við almenningi þegar bankarnir hrundu.

Nornaveiðar, ekki persónugera og "ber ekki ábyrgð" voru viðtekin hugtök og fólk varað við að leita sökudólga.

Ekki mátti fólk vera reitt. Nei nei reiði rífur niður sögðu stjórnvöld en hver er valkosturinn við reiði þegar menn hafa valtað yfir samfélagið með sláttuvél eyðileggingar. Jú ef fólk verður ekki reitt þá verður það bugað, biturt eða dofið.

Hamingjan felst ekki sjálfsblekkingum.

Því skulum við bara vera öskurreið og berjast gegn þessum andskota, þöggun, blekkingum og leynimakki sem eru valdatæki elítunnar sem vill komast upp með að koma afleiðingum hrunsins yfir þá sem eru saklausir en verja sökudólganna.

Fyrstu mánuðurnir eftir hrun einkenndust af stöðugum áróðri til þess að koma inn sektarkennd hjá fólki. Sumt af því sem kom fram í fjölmiðlu var ótrúlega heimskulegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband