Veðjað á blekkingar

Pistill á Smugunni


Leðjuslagur á þingi

Þetta lið er búið að setja þjóðarbúið á hausinn og finnur sér nú lítið annað til dundurs en að skít kast á þinginu.

Helgi Hjörvar heldur því fram að það auki traust og trúverðugleika Íslendinga að hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn inni á gafli. Fattar Helgi ekki að Íslendingar eru þvingaðir til þess að hafa sjóðinn hér og vera hans vekur fremur vorkunn en traust.

Eða hvað hugsar Helgi um Lettland, Úkraínu eða Ungverjaland. Treystir hann þessum löndum betur af því að AGS er þar?

Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu eru:

1. Sjálfstæðisflokkur

2. Framsóknarflokkur

3. Samfylking

4. Leynimakk og blekkingar Steingríms


mbl.is Samstarfið nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn hafa niðurlægt þjóðina

Nú gaspra þeir eins og þeir séu búnir að steingleyma hverjir settu þjóðarbúið á hausinn.

Hverjir eyðilögðu dómskerfið með klíkuráðningum.

Hverjir settu efnahagskerfið á hausinn með spillingu og þjófslagi.

Hverjir drógu úr þrótti stjórnsýslunnar með halda aftur af framförum og góðum stjórnsýsluháttum.

Hverjir stjórnuðu landinu þannig að 25% þjóðarinnar er tæknilega gjaldþrota.

Hverjir stóðu þannig að málum að atvinnu lífið er í molum.

Svo mikið er víst að það var ekki Steingrímur J Sigfússon.


mbl.is Sagði framkomu Steingríms hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álaug Árnadóttir gleymdi að innleiða varnir við Icesave

Áslaug Árnadóttir fór fyrir í nefnd sem átti að innleiða ESB tilskipun sem undanskildi tryggingarsjóð ábyrgð á innistæðum lögaðila. Nefndin átti að skila þessu í september 2007 en láðist að gera það.

Það hefur ekki fengist upplýst hvað þetta kostar Íslenga.


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna Hollendingar ekki að stjórna bönkum?

Fáránlegar forsendur stjórnunar í fjármálakerfinu á alþjóðavísu eru að setja hvern bankann á fætur öðrum á hausinn.


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði sjálfstæði þjóðarinnar

Bjarni Ben fer nú stóran um Icesave málið en hann segir:

að í samningunum sé það ákveðið endanlega að skuldir og skuldbindingar einkafyrirtækja verði skuldir íslensks almennings. Hollendingar og Bretar taki ekkert á sig af þeim byrðum sem þetta mál hafi valdið.

Bjarni telur að með þessu máli hafi verið vegið með óbilgjörnum hætti að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Bjarni minnist ekkert á að það var flokkur hans SJÁLFSSTÆÐISFLOKKURINN sem setti Icesave deiluna í þann farveg sem hún er í núna.

Það var SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sem glutraði niður sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar.

Það var gengið frá því á Alþingi 5. desember undir forræði sjálfstæðisflokks að deilan við Breta og Hollendinga færi í pólitískan farveg og sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því að afsala rétti íslendinga til málsóknar vegna hriðjuverkalaganna.

Baldur Guðlaugsson, sjálfstæðismaður, gaf síðan tóninn í samningaviðræðum. Það var í samskiptum við sjálfstæðisflokkinn sem Bretar og Hollendingar fengu þá hugmynd að það væri hægt að ganga endalaust á rétt íslensku þjóðarinnar.

Endalaus græðgi sjálfstæðisflokksins hefur verið í fyrsta sæti í áratugi og þegar alvarleg vandamál blasa við þá leggja þeir skottið á milli lappanna.


Á Útvarpi Sögu milli eitt og tvö

Ég var í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun.

Viðtalið verður sennilega flutt í endurflutningi á milli eitt og tvö.


Hafa Bretar varnað Íslendingum að rannsaka Icesave í Bretlandi?

Það væri þeim líkt.

Það ætti að vera í samningnum að Bretar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma böndum á Björgólf Thor.


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband