Gamlir íslenskir valdapólitíkusar hneyksla

Í haust skrifuðu embættismennirnir Áslaug Árnadóttir og Baldur Guðlaugsson upp á plagg sem ber yfirskriftina "memorandum of understanding" við Hollendinga en plaggið felur í sér skuldbindingu upp á hundruð milljarða fyrir íslenska ríkið. Skuldbindingar sem samkvæmt stjórnskrá á ekki að vera að valdi annarra en þingmanna að taka ákvörðun um.

Ráðherrar og embættismenn hafa í öllu Icesave-ferlinu lítilsvirt lýðræðið og hvað eftir annað skuldbundið ríkið í umboðsleysi en mæta svo inn á Alþingi og snúa upp á arma þingmanna til þess að samþykkja ófögnuðinn sem þau bera inn á þingið.

Fyrir gamla íslenska valdapólitíkusa er þetta hinn eðlilegasti hlutur enda eru þeir gjörsamlega samdauna lágkúrunni sem hefur fengið að þróast í íslenskum stjórnmálum í áratugi.

Þegar nágrannaríki okkar sem búa við siðmenningu en ekki hjarðmenningu í stjórnarfari fá veður af þessu vekur það hneykslan.

 


mbl.is „Hneyksli á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 600 milljónir til fjór-flokksins

Þingmenn og ráðherra eru ekki að spara þegar þeir eiga sjálfir í hlut eins og kom fram í Kastljósi kvöldsins.

Styrkur til flokkanna er um 400.000.000

Framlag til flokkanna er um 80.000.000

Skúffupeningar til ráðherra um 200.000.000

Það er augljóst að með þessu kerfi er fjór-flokkurinn óvinnandi vígi fyrir minni flokka.


mbl.is Fjölmenni á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband