Skrítið stríð á Íslandi

Stóriðjan á Íslandi hefur verið einn af þeim þáttum sem leiddi til hrunsins.

Stóriðjan hefur komist upp með að gera leynisamninga um smánarverð fyrir orkuna en margir eru á þeirri skoðun að Íslenskir orkunotendur styrki stóriðjuna. Orkuver sem fullnægja innlendri notkun Íslendinga eru búin að greiða sig upp en lítið bólar á lækkun orkuverðs.

Það gerir veru álvera hér á landi enn viðsjárverri að hún greiðir lítinn skatt hér á landi. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar gerði samninga við stóriðjuna sem tryggði henni smánarskatta hér á landi. Skattar fyrirtækja sem teljast til erlendrar stóriðju standa undir innan við 0.5% af tekjum ríkissjóðs.

Það er bráðnauðsynlegt að skattlegja stóriðjuna til þess að ná eðlilegum arði af henni inn í þjóðarbúið. Þessu eru kapitalistar mótfallnir og sú undarlega staða er kominn upp að sjálfur verkalýðsforingi Íslands er mótfallinn þessari skattlagningu og verður því að teljast til kapítalistanna.

Verkalýðsforinginn sem sumir hafa viljað kalla Gylfhjálm sem foringinn upplifir sem einelti telur heppilegra að skattleggja launakostnað í fyrirtækjum. Þetta getur haft þau áhrif að lækka atvinnustig í landinu, þ.e. auka atvinnuleysi því tryggingagjald fyrirtækja telst til launakostnaðar í bókhaldi þeirra.

Kapítalistarnir sem berjast fyrir því að fá stóriðju í landið gera það af annarlegum hvötum því reynslan sýnir að þegar búið er að koma upp álveri skilar það nokkurn veginn engu til þjóðarbúsins.

Þessir sömu kapítalistar óttast auðlinda- og orkuskatt og telja að stóriðja eigi að geta hreiðrað um sig skattfrjálst í landinu en það eyðileggur aðra atvinnustarfsemi. Frumkvöðlar af ýmsu tagi hafa hrakist úr landi með arðbæra framleiðslu vegna þess að stefna fyrri ríkisstjórna hefur verið að halda í skefjum annarri starfsemi en fjármálaiðju, stóriðju og braski með kvóta.

Forstjórnar álveranna hafa verið að nudda sér utan í AGS og eru trúlega að leita ásjár þeirra til þess að vinna gegn því að ríkisstjórnin hækki á þá skattanna. AGS er í klemmu því Rozwadowski hefur margsinnis haldið því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandi sér ekki í það hvernig ríkisstjórnin deili niðurskurðinum á milli skattheimtu og lækkun útgjalda ríkissjóðs. Það verður fróðlegt að sjá hvort ríkisstjórnin þorið að halda uppi þessu stríði en hugmynd um auðlinda og tobinskatt er eina almennilega lausnin sem ríkisvaldið hefur komið með frá hruni. Merkilegt að Gylfi Arnbjörnsson skuli berjast gegn þessu rétt eins og hann virðist vera fylgjandi kvótabraskinu.


mbl.is Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband