2009-10-07
Hætta að skaffa klósettpappír í kreppunni
Ég skrifaði um það í vetur að Ungverjar eru vanir fátækt. Á sjúkrahúsum í Ungverjalandi hafa sjúklingar t.d. þurft að hafa með sér klósettpappír og hnífapör við innlögn.
Nú er svo komið fyrir ESB þjóðinni og Evruhafanum Írlandi að nemendur þurfa að taka með sér klósettpappír í skólann.
Nú er spurning hvernær Ísland kemst á klósettpappírssparnaðarstigið.
Ég spái því að það verði áður en þingmenn fara að skera niður framlög til flokkanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-07
Ekki hlutverk AGS að hjálpa Íslandi
Nei hlutverk AGS er eins og segir í "the stand by aggrement" að "restore confidence and stabilize the economy", þ.e. að endurvekja traust og koma á stöðugleika í efnahagskerfinu.
Þessi markið hafa ekki bein tengsl við velsæld almennra borgara og miklar efasemdir um jákvæð áhrif þessara markmiða á velmegun almennings. Því er haldið fram af öðrum en málssvörum AGS að leiðirnar að markmiðum sjóðsins dragi úr velferð almennings og dragi stóran hluta millistéttar niður á fátækrastig.
Kenningar AGS eru mjög umdeildar og þá sérstaklega sú kenning að risalán sem lögð eru inn á erlenda bankareikninga auki traust á krónunni.
Ég var að lesa grein á síðu Center for Economic policy research(bls 43-44) en þar segir að kostnaður við endurreisn bankanna sé 83% af vergri landsframleiðslu en það eru tæpir 1.000 milljarðar. Tölunni 385 milljarðar er fleygt hér í fjölmiðlum. Þessi grein CEPR er nýleg eða frá því nú í október.
Ég velti því fyrir mér hvort að hagfræðin sé búin að fjárfesta svo miklu í hagfræðimódelum og spálíkönum að hún geti ekki hafnað þeim þrátt fyrir að það sé löngu sýnt að þau séu vita gagnlaus. Stangast svolítið á við eitt hugtak hagfræðinnar sem er "sokkinn kostnaður".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-10-07
Framtíð Íslands
Undirskriftarlisti er á http://framtidislands.is/ fyrir þá sem vilja að þjóðin fái stjórnlagaþing á sitt forræði.
Stjórnvöld hafa með hegðun sinni unnið gengdarlaust að sérhagsmunum fámenns hóps og fært sífellt fleir landsmenn í fátæktargildru.
Þjóðin þarf að setja stjórnmálamönnum skilmála sem þeir eiga að starfa eftir og tryggja að þeir vinni ekki gegn hagsmunum almennings.
![]() |
Léttari skattbyrði á tekjulága |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-10-07
Lán frá Noregi raunhæfur möguleiki
Mér hefur fundist umfjöllunin um lánsvilja Norðmanna mjög furðuleg svo ég ákvað að kanna málið sjálf (vera opin) í stað þess að trúa því sem fjölmiðlar hér matreiða.
Ég hlustaði á Per Olaf Lunteigen fullyrða það að vilji Norðmanna fyrir lánveitingu væri fyrir hendi en síðan hlustaði ég á viðbrögð Steingríms sem talaði eins og töffari þegar hann var spurður að því hvort Norðmenn vildu lána utanvið skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ja sagði Steingrímur hinn norski kollegi minn (fjármálaráðherran Halvorsen) er nú upptekin við að mynda ríkisstjórn en ég get nú haft samband við hana ...og Jóhanna við Stoltenberg.
Furðulegt svar. Jóhönnu Sigurðardóttir fannst í vor að það væri nauðsynlegt að senda inn formlega umsókn um ESB til þess að kanna hvað væri í boði...en hvers vegna þarf ekki að senda inn formlega beiðni um lán til Norðmanna til þess að kanna hvað er í boði. Síðan heyrði ég umfjöllun í ríkisútvarpinu í gær þar sem dregið var úr trúverðugleika Lundteigen.
Þess vegna skrifaði ég norska blaðamanninum til þess að kanna þetta mál betur og fá skýrari svör.
Norski blaðamaðurinn kannaðist við málið og gaf mér eftirfarandi svör:
Lundteigen is due to my opinion a very solid politician, but he i straight forward and sometimes controversial.
In this matter, he has his party behind him. The Centre party is in the coalition government with SV (sister party of VG) and Arbeiderpartiet (socialdemocrats).
And the thing is that the two other parties don't support Centre party's wish to give this loan. Lundteigen stresses, however, that this is an issue that his party can promise support - but the initiative must come from the Icelandic government. It is up to them to tell Norway that they would like to ask for a loan.
Such question, as far as I know, has not been raised. It seems that the Icelandic government (minus Ögmundur) is more interested in the IMF/Icesave-track - of reasons I don't understand.
The statement that Kristin Halvorsen (SV) has been busy to form a government, is a cover up for the reality, that she so far has been (and I don't understand why a SV-VG-politician should be) very negative to such a loan
In Norway I think the political approach to a loan to Iceland would be different if Iceland in fact put the question on the table. And the biggest opposition party, the rightwing Fremmskrittspartiet, has already stated in ABC Nyheter that they warmly support a loan to Iceland.
Í ágúst voru norskir stjórnmálamenn farnir að gefa yfirlýsingar í norskum dagblöðum að Norðmenn yrðu að aðstoða Ísland:
- Norge må nå finne en måte å få gitt den avtalte økonomiske støtte til Island, og ikke vente lenger!
Det sier Morten Høglund etter oppslaget i ABC Nyheter tidligere i dag om at Norge bidrar til å forhale utbetalingene av hardt tiltrengte lån til vår kriserammede nabostat.
Hér eru nokkrar greinar í ABC-Nyheter:
http://www.abcnyheter.no/node/96710
http://www.abcnyheter.no/node/93643
http://www.abcnyheter.no/node/93729
http://www.abcnyheter.no/node/93714
http://www.abcnyheter.no/node/93618
![]() |
Höfum ekkert við AGS að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eða hvað þýðir uppbygging ríkisstjórnarinnar ef því er að fletta?
Atburðarrásin í kjölfar bankahrunsins einkenndist af endalausu klúðri, töf á rannsóknum og menn lugu hvor upp í annan. Þetta liggur fyrir.
Aulaháttur stjórnmálamanna var slíkur að það hlýtur að vekja tortryggni. Það bara getur ekki verið að menn hafi verið svona vanhæfir. Fólk þusti úr á torg og rak arfalélega ríkisstjórn frá völdum. Ný stjórn tók við en ekki tók þó betra við.
Blekkingarnar og leynimakkið hélt áfram. Sama spillta liðið situr í bönkum og jafnvel stjórnsýslu. Þingmenn sem gerst hafa sekir um óeðlileg viðskipti við bankageirann buðu sig aftur fram á þing og svo kjaftar þetta fólk hvað upp í annað eins og það hafi aldrei komi nálægt nokkrum sköpuðum hlut.
Á Íslandi hrundi bankakerfið en auðlindirnar og mannauðurinn hrundu ekki. Hvert er þá vandamálið? Hvað var verið að verja með vanhæfninni.
Í dag er mannauðurinn stórlega vannýttur. Lausn ríkisstjórnarinnar er meiri skuldasöfnun jafnvel þótt sýnt sé að það gangi ekki upp. Þess vegna spyr ég hverjum er verið að bjarga?
Hverjir eiga eignir erlendis sem þeir eru hræddir um að verði hirtar ef stjórnvöld hlýða ekki erlendum kröfuhöfum?
Það er ár frá hruni og fullkomlega eðlilegt að landsmenn fari að fá svör við þessum spurningum?
![]() |
Krafa um auknar arðgreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)