2009-11-01
Traust er skrítið hugtak
Hugtakið traust hefur tröllriðið umræðunni frá bankahruni. Hugtakið er auðvitað mjög loðið og oftar en ekki lítið gefið upp um hvaða eiginleikar einstaklinga eða stofnana hafa áunnið þeim traust. Hverjir treysta viðkomandi og á hvaða forsendum er einnig gjarnan látið liggja á milli hluta.
Orðspor er nátengt orðinu traust og gefur því almennari skírskotun. Fyrirtækið sem um er rætt í fréttinni hefur á sér það orðspor að það stefni að einokun á matvælamarkaði og beiti bolabrögðum til þess að halda í skefjum samkeppni og hindra að neytendur hafi eðlilega valkosti.
Fyrirtæki af þessum toga hafa haldið uppi blekkingarleik til þess að ávinna sér jákvæða ímynd á sama tíma og þeir ástunda glórulausa stefnu í tilburðum til einokunar.
Fyrirtæki hika ekki við að misnota sér bágindi í samfélaginu og til þess að halda uppi auglýsingamennsku. Gott dæmi um þetta eru tækjagjafir einokunarfyrirtækja til barnadeilda á sjúkrahúsum sem þeir láta merkja kirfilega að sé gjöf frá viðkomandi fyrirtæki. Við nánari íhugun ætti þó hverjum manni að vera ljóst að ekki er um gjöf að ræða heldur billega auglýsingu eins og merkingarnar bera vott um.
![]() |
1998: Eigendur njóta trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-11-01
Sviksemi og blekkingar sjálfstæðisflokks
Forkólfar sjálfstæðisflokksins leiddu þá atburðarrás sem færði okkur Icesave-deiluna. Þeir afhentu Björgólfi Thor Landsbankann. Þeir sendu ættingja og vini inn í Landsbankann í stjórnunarstörf þar sem þeir hönnuðu þetta fyrirbæri sem kallað hefur verið Icesave.
Forkólfar sjálfstæðisflokksins hafa gerst sekir um innherjaviðskipti, kúlulánaviðskipti, kennitöluflakk og fleira sem varla verður skilgreint sem annað en stórfelldan þjófnað úr þjóðarbúinu.
Frá hruni hefur sjálfstæðisflokkurinn sýnt eindæma heigulshátt í framferði gagnvart Icesave sem þeir hann er þó höfundur af.
Í þessari hegðun speglast virðingarleysi gagnvart fulltrúalýðræðinu, virðingarleysi gagnvart vitsmunum þjóðarinnar (það eru jú tæp 70% þjóðarinnar sem ekki láta blekkjast) og virðingarleysi gagnvart sannleikanum.
Sjálfstæðismenn hafa nú sett á svið blekkingarleik þar sem þeir reyna að koma þeirri hugmynd á framfæri að þeir séu á móti Icesave. Í haust voru það fulltrúar sjálfstæðisflokksins sem settu tóninn og voru tilbúnir að ganga að öllum afarkostum sem Bretar og Hollendingar settu fram.
Það er mjög áberandi að þeir sem voru þátttakendur í aðdraganda hrunsins og rökuðu að sér fjármunum og völdum standa gegn því að Icesave-málið fari fyrir dómstóla. Íslenskir valdamenn eru ekki hrifnir af því hvað kynni að vera dregið upp úr hattinum við slíka meðferð enda upp fyrir haus í sóðaskapnum sem kom landinu í þessa klemmu.
Þeir eru tilbúnir til þess að dæma þjóðin í nauðung og örbyrgð til þess að koma sér undan frekar afhjúpun spillingarmála á Íslandi.
![]() |
Getur ekki samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)