Borgarafundur á Akureyri

Vera Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi

Hvort er líklegra að vera sjóðsins hér á landi verði þjóðinni til bölvunar
eða blessunar? Þjónar sjóðurinn hagsmunum þjóðarinnar, íslenskra
fjármálastofnanna og stórfyrirtækja eða erlendra fjárfesta? Vinnur
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með stjórnvöldum eða stjórnar hann þeim á bak
við tjöldin? Gætum við kannski komist af án hans?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á þriðja borgarafundi
vetrarins sem fram fer í Deiglunni laugardaginn 23. nóvember n.k. og hefst
kl. 15:00.

Framsögumenn eru:
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landsspítalanum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur og forstöðumaður skrifstofu fjármála hjá
FSA Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

Fundarstjóri:
Edward H. Huijbens

Bloggfærslur 20. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband