Ætla þingmenn að rústa efnahagslegum forsendum fyrir búsetu á Íslandi?

Yfirlýsing til vina okkar á Íslandi.

Eftir James K. Galbraith og William K. Black*

Við höfum farið gaumgæfilega yfir skýrslu AGS dags. 20. október 2009 og önnur gögn varðandi mat á sjálfbærni vergra erlendra skulda Íslands sem nú eru taldar vera yfir þrjú hundruð prósent af vergri landsframleiðslu og gætu hækkað mjög mikið ef ekki reynist kleift að viðhalda núverandi gengi krónunnar.

Við teljum þessi gögn vekja ýmsar alvarlegar spurningar.

Í AGS skýrslunni er því haldið fram að minnka megi talsverðan hluta heildarskuldanna með því að endurskipuleggja og draga úr skuldsetningu fjölþjóða íslenzkra fyrirtækja: í raun að minnka eignir þeirra og þá væntanlega umsvif þeirra. Þessi forsenda byggir á því að hægt sé að innleysa erlendar eignir á eða nálægt skráðu andvirði þeirra.  Ekkert mat er lagt á það í skýrslunni hvort hér sé um raunhæfan valkost að ræða. Okkur sýnist því bjartsýna matið varðandi hreina skuldastöðu (~15 prósent af VLF) vera hæpið.

Þjóðhagslegu spár AGS fyrir Ísland gera ráð fyrir því að kröftugur vöxtur VLF fari í kjölfarið á djúpum samdrætti þrátt fyrir mjög miklar skattahækkanir og fádæma stórfelldan niðurskurð opinberra útgjalda.

Engar forsendur fyrir þessari spá felast því í innlendri eftirspurn. Spáin grundvallast á mjög mikilli aukningu hreins útflutnings sem virðist hvorki vera grundvölluð á sögulegum viðmiðum né atvinnugreinum og mörkuðum sem þegar eru til staðar. Ef gripið yrði til stórfelldrar gengislækkunar við þessar kringumstæður myndi erlenda skuldabyrðin strax hækka sem hlutfalli af VLF. Eins er vandséð hvernig atvinnugrein sem verður fyrir miklum samdrætti fjárfestingar getur samtímis aukið útflutning. Augljóslega getur hugsanleg uppsveifla í hreinum útflutningi einungis átt sér stað með varanlegum samdrætti innflutnings og þarmeð almennra lífskjara.

AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.

Ísland er lítið land með takmarkaðan fjölda vinnufærra einstaklinga. Við Alþingi blasir sú lykilspurning hvort það sé raunhæft að ætla að þjóðin sætti sig við þær byrðar sem Íslandi er nú fyrirskipað að axla. Við erum ekki í stakk búnir að svara þessari spurningu: við setjum hana einungis fram. Ef svarið er neikvætt er ekki aðeins íslenzka hagkerfið í húfi - heldur framtíð Íslands sem starfhæf efnahagsheild.

*James K. Galbraith er prófessor í stjórnmálum/viðskiptatengslum (Lloyd M. Bentsen, jr. Chair) við Lyndon B. Johnson School of Public Affairs, The University of Texas at Austin.  William K. Black er lektor í hagfræði og lögum við The University of Missouri-Kansas City.

Galbraith og Black eru hagfræðingar í fremstu röð sem hafa engra hagsmuna að gæta varðandi úrlausn Icesave-málsins.

Það væri atlaga að almannahag af hálfu Alþingis að láta „alvarlegar athugasemdir" þeirra við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vind um eyru þjóta.


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband