Ljúga stjórnmálamenn fyrir kosningar?

Stjórnmálamenn á Íslandi spá því að kreppan gangi hratt yfir nú rétt fyrir kosningar.

Almenningur er reiður og gera má ráð fyrir að reiðin aukist þegar ljóst verður að stjórnmálamenn eiga erfitt með að stand við kosningaloforðin.

Einhverra hluta vegna sér Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki ástæðu til þess að ljúga um framtíðina:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáði í dag langvinnri, djúpri alheims efnahagslægð sem „enginn komist undan“ og að batinn verði hægur og erfiður.

Fjármálakerfið er vandinn.

Alheimsfjármálakerfið hefur sogið til sín öll verðmæti en skildi ekkert eftir á Íslandi ekki einu sinni í bönkunum.

Útrásarvíkingarnir með dyggri aðstoð sjálfstæðisflokks og samfylkingarinnar tæmdu sjóði landsmanna, færðu fjármunina úr landi en ekki nóg með það heldur steyptu þessir sömu aðilar þjóðinni í skuldir.

Ég tók vonda ákvörðun árið 2007 en þá kaus ég samfylkinguna.

Samfylkingin bíður nú átekta, karlarnir ríkisstjórninni sem kom þjóðinni í hausinn bíða nú átekta.

Björgvin G Sigurson sem ráðherra. Nei takk ekki ég.


« Fyrri síða

Bloggfærslur 17. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband