2009-04-21
Hann var ekki hrifinn...
...þegar að ráðuneyti samfylkingar braut mannréttindi á gamalmennum með því að aðskilja hjón í vistunarúrræðum.
![]() |
Hugsjónamaðurinn Helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eyjan fjallar um það hvernig hlutdeild almennings hefur farið minnkandi í tekjum þjóðarinnar í valdatíð sjálfstæðisflokks. Hlutdeild tekna 90% þjóðarinnar féll um 20%.
Gífurleg misskipting tekna þróaðist hér á landi á árunum 1993 til 2007 samkvæmt rannsókn sem Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafsson kynna í nýrri ritgerð á vef Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Fjölskyldur sem árið 1993 fengu fjórfaldan hlut heildartekna landsmanna fengu árið 2007 tuttugufaldan hlut.
Arnaldur og Stefán segja að tekjuhæstu 615 fjölskyldurnar á Íslandi (hæsta 1% fjölskyldna) hafi árið 1993 fengið í sinn hlut 4,2% af heildartekjum fjölskyldna , þ.e. fjórfaldan hlut, en árið 2007 hafi hlutur þeirra af tekjum allra fjölskyldna verið orðinn tuttugufaldur, eða 19,8%.
Þá hafi ríkustu 10% fjölskyldna á sama tíma aukið hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 21,8% árið 1993 í 39,4% árið 2007. Hjá hinum 90% fjölskyldnanna minnkaði tekjuhlutdeildin að sama skapi úr um 78% í rúm 60% á sama tíma.
![]() |
ESB blandar sér í kosningabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-04-21
Engar mútur til Frjálslynda flokksins
Það hefur verið viðtekin venja að þyggja mútur í sjálfstæðisflokki, framsókn og samfylkingu.
Stjórnmálamaður sem þyggur mútur svíkur kjósendur sína
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-04-21
Ofbeldisáróður
Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna samfylkingin ætlar að troða þjóðinni inn í ESB hvað sem það kostar. Samfylkingin gengur greinilega erinda valdhafanna í Brussel en þjóðin er hreint aukaatriði. Stækkunarstjórna ESB langar í íslenskar auðlindir en ég tel mikilvægara að þjóðin haldi í þær.
Ég vek athygli á því sem Björn Bjarnason segir á bloggi sínu: "Íslendingar mættu þessari framkomu af hálfu embættismanna ESB strax eftir bankahrunið, þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu. Þá ákváðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu."
Samfylkingin virðist vera með ESB á heilanum.
Þýðir þetta að samfylkingin fari í ríkisstjórn með þeim sem býður best?
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |