2009-05-15
Umræða í Silfri Egils
Gunnar Tómasson segir: Fjármálaeftirlitið virðist hafa gengið erinda kröfuhafa við skilgreiningu á viðeigandi aðferðafræði (sem hefur áhrif á stöðu kröfuhafa og skuldara)
Setti þetta komment inn á Silfri Egils
Erla Ósk varaþingmaður kvartar undan því að Borgarahreyfingin geri samning við ríkisstjórnarflokkana um kjör í nefndum. Þannig nær hreyfingin fleiri mönnum í nefndir en ella
Það er ekkert að því að auka völd sín með setu í fleiri nefndum. Spurningin er hins vegar hvað var selt?
Hvar er andófið?
Gangnsæi borgarahreyfingarinnar hefur birst í því að þau ræða klósettferðir, þras framsóknar og klæðaburð á þinginu. Hvernig þjónar þetta almenningi og lýðræðinu?
Borgarahreyfingin hoppaði beint í vasa samfylkingar og hefur fengið fleiri pósta úr á það.
Ríkisstjórn Íslands er í þeim hjólförum sem mörkuð voru í haust eftir bankahrunið af samfylkingu og sjálfstæðisflokki.
Fjármálakerfið er endurfjármagnað af skuldurum, þ.e.a.s. ungu fjölskyldufólki.
ASG ræður hér ríkjum vegna þess að sjóðurinn lánar gjaldeyri sem þarf ekki að nota. Rökin það þarf að efla traust erlendra fjárfesti.
Í dag er gjaldeyrisvaraforðinn 413 milljarðar og þar af um fjórðungur vegna láns frá ASG. Nettóstaða 300 milljarðar en það fatta þá erlendir fjárfestar væntanlega ekki og halda að ríkið eigi 413 milljarða og treysta því þess vegna fjórðungi betur en ella. (endemis þvæla ný-frjálshyggjuhagfræðinnar sem ég er farin að kalla pönnukökuhagfræði, sbr. aðferðafr. ISG til þess að vekja traust á Íslandi)
Og hvernig er svo lýðræðið? Stærsta ákvörðun íslandssögunnar sem er ákvörðun um að sækja um aðild að ESB hefur verið tekin í bakherbergjum. Hvers vegna? Jú vegna þess að almenningur hefur ekki VIT til þess að taka afstöðu til málsins nema eftir leiðbeiningum samfylkingarinnar en yfir helmingur ráðherra hennar tók þátt í því að setja samfélagið á hausinn.
Og hvað gerir Borgarahreyfingin? Jú hún mærir efnahagsstjórn sem er að færa almenning í skuldaánauð, tekur af þeim sjálfsögð lýðréttindi og samþykkir veru handrukkara auðvaldsins á Íslandi.
Er þetta framlag borgarahreyfingarinnar til umbóta á Íslandi. Sjá hér og hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2009 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2009-05-15
Gunnar Tómasson um hagsmuni heimilanna
Mat á eignum Gömlu bankanna samkvæmt þeirri aðferðafræði sem Fjármálaeftirlitið fyrirskipaði myndi ofmeta eignir þeirra til hagsbóta fyrir erlenda og innlenda kröfuhafa um e.t.v. hundruð milljarða miðað við eignamat samkvæmt fair value" aðferðafræðinni. Leiðrétting á mistökum Fjármálaeftirlitsins og endurmat eigna Gömlu bankanna í samræmi við viljayfirlýsingu stjórnvalda til AGS myndi skapa samsvarandi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði heimila landsins af skuldum við bankakerfið að greiðslugetu þeirra.
Kröfur ofmetnar á kostnað heimilanna!
Samkvæmt aðferðafræði sem fyrirskipuð er af fjármálaeftirliti!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-15
Verslar Borgarahreyfingin með hesta?
Borgarahreyfingin hefur tryggt sér fleiri sæti í nefndum á kostnað annarra stjórnarandstöðuflokka. Þýlyndi borgarahreyfingar við samfylkingu virðist því vera að skila góðu.
Borgarahreyfingin ætlar ekki að vera á móti á hefðbundinn hátt!
Borgarahreyfingunni hefur tekist að versla með stefnu sína án þess að fá sæti í stjórnarráðinu og er það vel af sér vikið.
Hvar eru hagsmunir heimilanna?
Hvar er lýðræðið?
Hvar er gagnsæið?
...Eða er bara hallærislegt að vera að verja þjóðina þegar "óhefðbundin" hrossakaupin eru annars vegar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-15
Tapið miklu meira
![]() |
Mesta fjármálaáfallið í 35 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |