Jöklabréfaeigendur--> vísbendingar

Hverjir eru jöklabréfaeigendur?

Forsætisráðherrann veit það ekki

Fjármálaráðherrann veit það ekki

Seðlabankinn veit það ekki....

....veit það þá engin.....

....Jú Landsvirkjun veit það....

....og það sem meira er Landsvirkjun veit að jöklabréfaeigendur vilja taka þátt í virkjunarframkvæmdum. Það kom fram hjá talsmanni Landsvirkjunar á RUV í hádeginu.

Hvers vegna veit Landsvirkjun það sem forsætisráðherra veit ekki, það sem fjármálaráðherra veit ekki og það sem seðlabankinn veit ekki?

Þetta vekur spurningar um það hvort erlend stóriðja sem borgar 1 krónu fyrir orku sem íslendingar þurfa borga 16 krónur fyrir haldi nú þjóðinni í heljargreipum og krónunni í gíslingu.


Kona sem skilur misbeitingu valds

Silvio Berlusconi er hættulegur og Nicolas Sarkozy hefur sýnt einræðistilburði segir Eva Joly. Silvio Berlusconi er hættulegur meðal annars vegna þess að hann hefur fjölmiðlavaldið í heimalandi sínu. Það er gríðalega erfitt að losna við valdhafa sem hafa fjölmiðlavaldið í hendi sér.

Það er dapurlegt að horfa upp á að sífellt taka einstaklingar sem hafa litla samkennd með fólki í samfélaginu völdin og misbeita þeim. Velferð almennings í sérhverju landi og þá sérstaklega þess fjórðungs sem verst er settur er vitnisburður um þá einstaklinga sem fara með völd.

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna stjórnmálamenn hafa engan metnað fyrir því að skapa gott samfélag. Gott samfélag er samfélag einstaklinga sem eru vel upplýstir og hafa skýra sýn á það hvers þeir geta ætlast til af þeim sem þeir treysta til forystu í samfélaginu.

Það er dapurlegt til þess að hugsa að á Íslandi skuli fjölmiðlum vera stýrt af mönnum sem eru haldnir ótrúlegri græðgi í veraldleg gæði og völd. Mönnum sem beita fyrir sig fjölmiðlum til þess að ná persónulegum markmiðum sínum.

Það er dapurlegt að horfa upp á að æðstu menntastofnunum í landinu skuldi vera beitt í pólitískum tilgangi og þaðan skuli berast villandi áróður í stað upplýsnadi og hlutlausrar umræðu.

Það er dapurlegt að horfa upp á að stjórnmálamenn sem horfa nú yfir sviðna jörð vegna spillingar í þeirra röðum skuli enn ganga erinda verktaka á kostnað velferðar í landinu.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband