2009-06-12
1 verkefni: hjálpa útrásarvíkingunum
Fyrst á lista ríkisstjórnarinnar er:
Samið um Icesave við Breta og Hollendinga til að greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins.
Alþjóðafyrirtæki ráða yfir rúmlega 50% af hagkerfum. Í heimskreppunnibirtist barátta alþjóðafyrirtækja fyrir umráðum yfir auðlindum jarðar. Ríkisstjórnir aðstoða auðvaldið við að komast yfir eignir almennings með því að styrkja fjármálafyrirtæki í einkaeigu með fjármunum úr ríkissjóði sem teknir eru úr vasa skattgreiðenda.
Vinstristjórnir friðþægja almenning með ölmusuhyggju. Almenningur er skattpíndur og honum steypt í skuldir en síðan ganga þessar svokölluðu vinstristjórnir fram og bjóða "sértækar aðgerðir" það er að segja ölmusu til hluta þeirra sem þær hafa komið á vonarvöl.
Lítum þá á fyrsta verkefni Ríkisstjórnarinnar: greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi og endurreisn efnahagslífsins. Hvað þýðir "endurreisn efnahagslífsins" Er skuldbinding upp á 650 milljarða gagnvart Bretum og Hollendingum liður í þeirri endurreisn?
Viðskiptajöfnuður þarf að standa undir afborgunum og vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 15 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem gerir um 60 milljarða á ársgrundvelli.
Markmið ríkisstjórnarinnar með Icesavesamningnum er ekki að bæta hag almennings. Icesavesamningurinn greiðir einungis leið fjármálakerfisins og alþjóðafyrirtækja. Ríkisstjórnin leitar leiða til þess að komast í náðinna hjá Evrópuklúbbnum. Hvað má það kosta?
Flýtur almenningur sofandi að feigðarósi í þeirri trú að ölmusuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni bæta upp þá skuldahýt sem hún er að koma samfélaginu í?
Viljum við þetta?
![]() |
Segir 21 verkefni af 48 afgreidd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-06-12
Óþverri á heimsmælikvarða
Ísland er að verða ruslakista fyrir sóðastarfsem sem ekki er leyfð annarsstaðar í löndum sem eru með þróaða löggjöf.
Alþjóðafyrirtæki hafa mengað náttúrulegan gróður víða í þriðja heims löndum með ræktun erfðabreyttra planta jafnvel að því marki að nátturulegar plöntur eru í útrýmingarhættu.
Skammsýni og gróðahyggja virðist einatt ráða för meðal þeirra sem við höfum treyst til þess að móta reglur og löggjöf um þessi málefni hér á landi.
![]() |
Íslensk líftækni seld til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-12
Svíkja um vaxtabætur
Fasteignamat er skattstofn og hefur áhrif bæði á vaxtabætur og fasteignagjöld. Með því að hækka fasteignamatið kemst ríkisstjórnin hjá því að standa við gefin loforð um hækkun vaxtabóta.
Hækkun fasteingnamats leiðir til svokallaðra jaðaráhrifa í skattheimtu og leiðir m.a. til skattpíninga á lágtekjufólki.
Hækkun fasteignamats getur hæglega þurrkað út vaxtabætur hjá láglaunafjölskyldu.
Fasteignagjöld miðast líka við fasteignamat og bitnar þessi aðgerð sérlega á þeim sem eru með stórar eignir en neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. þeim hópi sem verst stendur núna.
Þessi aðgerð er í beinni mótsögn við loforð ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Fasteignamat íbúða hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)