Tryggvi farinn að éta ofan í sig bullið frá því í vetur

Tryggvi hélt að það sem myndi í heild falla á ríkið væru einhverjir 200 til 300 milljarðar en útlit er fyrir nú að þetta verði nærri 2000 en 200 milljörðum.

Bara að minna á það.

Ekki furða þótt bankarnir færu á hausinn.

Ekki myndi ég treysta þessum hagfræðingum fyrir heimilisbókhaldinu mínu hvað þá meir.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómsgáfa valdhafanna eina ferðina enn

Jóhanna Sigurðardóttir hallast að því að 95% náist upp í Icesavehryllinginn.

Það var verið að selja John Hancock turninn í Boston á helming þess sem hann var keyptur á.

Meðan verðmæti eigna um heim allan hrynja styrkist eignasafn Landsbankans.......????


mbl.is Ísland fær helming eigna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS keyrir þjóðarbúið fram af bjargbrúninni

Lífeyrissjórðirnir eru eign þeirra sem hafa byggt þá upp. Heyrst hefur að verið sé að taka lán úr lífeyrissjóðunum til þess að setja í verkefni fyrir stórverktaka.

Það eru þá væntanlega ríki og sveitafélög sem taka þessi lán en greiðslugeta þessara aðila er mjög vafasöm og því má ætla að lífeyristjóðirnir haldi uppteknum hætti með áhættufjárfestingar.

Þegar kemur að því að ríkið þarf að fara að greiða Hollendingum og Bretum upp í Icesave-samningin verða skuldabréf til þessara aðila, þ.e. ríkisins eins og hver önnur "junk bonds".


mbl.is Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunvirði eigna Landsbankans er...

...söluandvirði þeirr í dag.

Þessi frétt er ekki frétt.

...það er ekki frétt "að það sé gert ráð fyrir að".....

Menn geta gert ráð fyrir einhverju þangað til þeir verða bláir í framan en það breytir ekki stöðunni.

Segið okkur hvert söluandvirði eignanna er í dag því það er frétt.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband