Ekki eftir SINNI sannfæringu heldur eftir FJÖLÞÆTTRI sannfæringu

Menn voru kosninr á þing til þess að vinna að vandamálum þjóðarinnar en ekki til þess að verja dýrmætum tíma og fjármunum í sundra þjóðinni með ESB hringli.

Dýrmætum tíma, orku og athygli hefur verið sólundað á altari draumsýnar samfylkingarinnar um embætti í Brussel.

Ný-frjálshyggjan tröllríður húsum í vinstrí-ríkisstjórninni sem ætti að vera fyrir löngu búin að afþakka veru landstjóra Alþjóðargjaldeyrissjóðsins hér.

Vinna að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun er hunsuð.

Ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hlýtt. Ráðum sem eru að sliga atvinnulífið og fjölskyldurnar.

Dýrmætum fjármunum er eytt í aðildarumsókn en hunsa á að bólusetja hálfa þjóðina gegn svínaflensu.

Það er óhætt að segja að sannfæring forystu vinstri grænna sé fjölþætt.


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreifingin er greinilega að standa sig vel...

...fyrst Össur Skarphéðinsson er súr út í hana.

Svandís Svavarsdóttir virðist vera í tilvistarkreppu eins og margir vinstri grænir sem hafa brotið gegn kjósendum sínum.

"FJÖLÞÆTT SANNFÆRING" hver fjandinn er það?

Hefur Svanhvít fjölþættustu sannfæringuna á þingi eða er sannfæring Ögmundar og Steingríms enn fjölþættari?


mbl.is Fjölþætt sannfæring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur er ónægður með ESB

Össuri Skarphéðinssyni finnst það vera áhyggjuefni hvernig vald hefur þjappast saman í Brussel.

Mér finnst áhyggjuefni hvernig völdin hafa verið að þjappast hjá embættismönnum (mafíusrjórnmál) hjá ESB. Þingmenn þar valdalitlir og völd, áhrif almennings nánast engin.

Esb er í raun bara frontur fyrir stóriðju, fjármálakerfi, auðmenn og aðal sem beita því fyrir sig í hagsmunabaráttunni.

Ég er ekki hissa á því ef Össur hefur áhyggjur að þessu.


mbl.is Leyfir mönnum að kæla sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband