2009-07-18
Ég held að Íslendingar séu orðnir aumingjar
Þegar ég var lítið leit ég upp til fullorðna fólksins. Það gat bara allt og ég treysti því. Enda var þetta fólk sem var að gera allt mögulegt. Kallar sem voru að þurrka skreið. Kallar og konur sem voru að byggja upp alls konar fyrirtæki. Sumir voru í bílskúrnum en aðrir voru stórtækari.
Það vantaði svo sem ekki að það væri aðstöðumunur. Menn voru í pólitík og hygluðu að sér og sínum. En aumingjaskapurinn var ekki allsráðandi.
Núna geta menn ekki gert neitt sjálfir heldur verða þeir að fá útlendinga til þess að gera allt fyrir sig. Ríkisstjórnin vill alls ekki að menn fari að sýna neinn dug og gera eitthvað sjálfir. Nei hún vill að það komi útlendingar og byggi álver handa fólkinu. Eða verksmiðju. Og ekki geta Íslendingar lengur rekið hitaveiturnar sínar sjálfir.
Það þarf að fá útlendinga til þess að nýta vatnsréttindin og svo fá útlensk skip að flytja átappað vatn til Arabíu. Ég geri alveg ráð fyrir því að ríkisstjórnin sitji í reykfylltum bakherbergjum og velti því fyrir sér hvernig hún geti komið vatnsaflsvirkjunum í eigu útlendinga. Er reyndar hálfnuð á þeirri vegferð með því að selja 80% orkuframleiðslunnar á Íslandi til útlendinga með tapi.
Fólkinu í byggðarlögum landsins virðist líka þetta bara ágætlega því ekki kvartar það. Ekki er það að heimta að fá orkuna á sanngjörnu verði. Hví ætti það að gera það? Er ekki þægilegra að bíða eftir því að einhverjir útlendingar komi og reisi verksmiðjur heldur en að reyna að gera eitthvað sjálfur?
Svo bíður maður bara eftir að fá danska mjólk, danskt svínakjöt og franska osta á borðið.
Þeir sem fá eitthvað að borða í framtíðinni hugsa ábyggilega með sér, þegar þeir sitja við sitt alþjóðlega matarborð, mikið vorum við vitlaus þegar við vorum framleiða þetta allt sjálf hérna í heimsskautalandinu. Því í fjandanum var þessi tíu ára aðlögun fyrir bændurna. Við hefðum getað hætt þessari vitleysu mikið fyrr.
![]() |
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Nú á að fara að telja landsmönnum trú um að þeir séu komnir í úrslitaleik á móti Króötum.
Einföld skilaboð í anda nasismans en það má auðvitað ekki segja "í anda nasismans." Ég ætla því að taka skýrt fram að ég er ekki að meina að það standi til að senda milljónir í gasklefa því slíkt gæti auðvitað aldrei skeð á hámenningarsvæðinu Evrópu. Nei það eru einföld og skýr skilaboð til heimsks almúgans sem minnir skuggalega á aðferðafræði nasismans. Við eru bara í fótboltaleik við Króatíu og við verðum að vinna. Auðvitað er þessi áróður úr herbúðum Brusselvaldsins.
ESB ríkisvaldið sem mun taka sér þau völd sem því sýnist þegar búið er að innlima samkvæmt markmiðum nýlenduveldanna sem eyðir meiri fjármunum í áróður en Kóka Cola eyðir á heimsvísu í auglýsingar.
![]() |
Keppa Ísland og Króatía? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)