Keflavík lánar gullgröfurum 6 milljarða

Magma energy er alþjóðafyrirtæki í eigu aðila sem hafa auðgast á því að vaða í auðlindir þriðja heims ríkja.

Árni Sigfússon ætlar að lána þessum aðilum 6 milljarða af fjármunum Reykjanesbæjar til þess að þeir geti keypt afnotaréttinn af jarðvarmaauðlindunum í 65 ár og rukkað íbúa Reykjanesbæjar fyrir afnot af heitavatninu í 65 ár.

Árni Sigfússon og Íslandsbanki sem er eign ríkisins sem er stjórnað af vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ætla að einkavinavæða jarðvarmaauðlindirnar.

Íbúar Reykjanesbæjar mega eiga áfram rörin í jörðinni sem þeir hafa reyndar byggt upp sjálfir en mega ekki nota vatnið sem rennur um þau nema að borga erlendum auðkýfingum og íslenskum útrásarvíkingum sérstakan skatt fyrir það.

Þetta með rörin í jörðinni ber vott um tæra snilld bæjarstjórnans því að á meðan gróðinn af heitavatnssölunni lendir í vasa auðkýfinga þurfa íbúar bæjarfélagsins að sjá um viðhaldið á veitunni.

Sala jarðvarmaauðlindarinnar er sérstaklega hættuleg þar sem um einokunarfyrirtæki er að ræða og fyrirtækið getur rukkað íbúanna um það sem þeim sýnist fyrir heita vatnið.

Þetta hefur verið eitt helsta áhugamál Össurar Skarphéðinssonar og forseta Íslands.

Hvers vegna er útrásarvíkingurinn Össur enn í Ríkisstjórn?


Einkavinavæðing Ríkisstjórnarinnar

Það stendur ekki á Jóhönnu og Steingrími að benda á mistök fortíðarinnar. EINKAVINAVÆÐING en hvers vegna er þá unnið að því að einkavinavæða jarðvarmaauðlindir núna í boði vinstristjórnar.

Er Össur Skarphéðinsson að láta verða að langþráðum draumi sínum. Hann hefur verið í felum síðan í kosningum.

Er hann nú að makka með vinum sínum í jarðvarmasukkinu. Ég efa ekki að sukkið og sóðaskapurinn er enn á fullu í bönkum og bæjarfélögum.

Græðgiklíkan að verki.

Suðurnesjamenn hafa byggt upp Hitaveitu Suðurnesja.

Bæjarstjórinn er búin að selja nánast allar eignir bæjarins en útsvar bæjarbúa rennur nú að miklu leyti í vasa vina bæjarstjórans sem leigja bænum það sem bæjarfélagið átti sjálft áður.

Nú ætlar hann að selja útlendingum  og einkaaðilum réttin til þess að rukka bæjarbúa um heita vatnið. Og viti menn bærinn ætlar að eiga áfram rörin í jörðinni. Já það verður varla skafið af "snilld" Árna Sigfússonar.

Já og svo ætlar hann líka að lána vinum sínum útlendingunum og einkaaðilunum 6 milljarða til þess að þeir geti keypt réttinn til að rukka Suðurnesjamenn fyrir afnot af hitaveitunni sem þeir byggðu upp sjálfir.

Nei Árni ætlar ekki að lána þeim sjálfur persónulega heldur ætlar hann að láta bæjarbúa í Reykjanesbæ um að lána þessum vinum sínum 6 milljarða.

Kannski langar Árna að vera bankastjóri og lána útlendingum peninga svo þeir geti grætt meira á bæjarbúum.


mbl.is Óska upplýsinga um eignarhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóryrðin fjúka

það þarf ekkert að vera með þessi stóryrði um fortíð Davíðs. Það veit það hvert mannsbarn að Davíð er höfundur að þeirri atburðarrás sem leiddi til bankahrunsins. Hann er það þrátt fyrir að hann hafi varað menn við og talið nóg að setja Björgólf á hausinn.

Í dag er Davíð ekki við völd og því hef ég ekki miklar áhyggjur af glannaskap hans.

Ég hef hins vegar verið að velta því fyrir mér hvernig Steingrímur er að reyna að manipulera með þjóð og þingmenn.

Framganga Steingríms ber vott um að hann telji fólk vera sérlega einfalt. Hann gefur sífellt í skyn að einhver óljós sannleikur sé einhversstaðar í felum, óskiljanlegur hinum óbreytta alþýðumanni sem skilur ekki flækjur stjórnmálanna og þá sér í lagi ekki útlenskara stjórnmála.

Lítið virðist þingmaðurinn kunna fyrir sér í lögum. Heldur því stöðugt fram að hann sé bundinn af einhverju sem menn hafi párað á snepla eins og slíkt hafi lagalegt gildi þótt það hafi aldrei komið fyrir þingið. Gott ef Steingrímur telur sig ekki vera bundinn af orðum Davíðs eins og orð Davíðs jafngildi örlögum. Enda hefur Steingrímur sagt að það hafi verið hans örlög að taka við þessu klúðri.

Það er furðulegt hvernig fólk sem ekki skilur merkingu orðsins "ábyrgð" sækist í sífellu eftir ábyrgðarstöðum. Steingrími er tíðrætt um hvernig hann hafi tekið við ósköpunum. Innihald raka hans eru gjarnan á þann veg að hann hljóti sjálfur að vera voða góður fyrst hinir voru svona vondir.

En nei þannig er það ekki. Steingrímur ber fulla ábyrgð á athöfnum sínum og ákvörðunum rétt eins og Árni Matt bar ábyrgð á sínum athöfnum í fjármálaráðuneytinu.

Sóðaskapurinn og leynimakkið í kringum Icesave er Steingrími og Jóhönnu til skammar. Það er ótrúlegt að horfa upp á hvernig Steingrímur leifir samfylkingunni að skýla sér bak við hann og hvernig hann teymir þennan ófögnuð sem Icesave samningurinn er til þess að uppfylla drauma samfylkingarinnar um ESB aðild.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband