2009-08-10
Hvernig ætla þessir menn að gera það?
Mér er spurn. Flensan kemur til með að breiðast út rétt eins og aðrar flensur. Ekki laust við að það pirri mig þegar ég hlusta á þetta jakkafatalið tala eins og það hafi völd yfir náttúrulögmálum.
![]() |
Heita að berjast gegn svínaflensu og loftlagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarfar á Íslandi hefur borið æ meiri keim af fasisma í tíð sjálfstæðisflokks sem spillti dómsvaldinu, embættismannakerfinu og löggjafarvaldinu í stjórnartíð sinni.
Sjálfsstæðisflokkurinn hefur raðað innvígðum hvítum karlmönnum með "réttar" skoðanir í dómskerfið. Nokkuð hefur einnig borið á því að menn kunni lítið fyrir sér í reikningi í dómskerfinu.
Niðurstaða íslenskra yfirvalda í máli þessarar konu sýna að velferð barnanna eru gjörsamlega fyrir borð borin. Íslenskir dómstólar dæmdu í janúar að það mætti misþyrma íslenskum börnum.
![]() |
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-10
Athyglin fór í rangan farveg
Stjórnvöld á Íslandi, Bretlandi og Hollandi hafa verið upptekin við að telja Íslenskum almenningi trú um að þeir eigi að gjalda fyrir misferli íslenskra og erlendra gæpamanna.
Glæpamennirnir halda hinsvegar uppteknum hætti og reyna að græða sem mest á kreppunni. AGS plægir fyrir þá jarðveginn.
Afleit stefna sem Davíð Oddson innleiddi á sínum tíma í íslenskum stjórnmálum er enn í fullu gildi þrátt fyrir að ljóst ætti að vera að hún leiði til mismununar og stöðnunar.
![]() |
Samskiptin að skýrast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ástandið í samfélaginu uppfyllir nú þegar upptökuskilyrði Icesave-samningsins og því að fullu réttmætt að samþykkja ekki ríkisábyrgð á skilyrði hans.
Einnig er ljóst að forsendur sem ríkisstjórnin gefur sér eru vanhugsaðar og grundvöllur sem lá að því að þessi samningur var samþykktur af Svavari Gestsyni löngu brostin.
Það er dagsljóst að minnismiðar og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í haust hafa ekkert gildi í dag og skuldbinda núverandi ríkisstjórn ekki á nokkurn hátt.
Ég hef velt því oftsinnis fyrir mér hvers vegna samfylkingin og um 4% þjóðarinnar eru svo áfjáð í að ganga að samningi sem mun dæma þjóðina til fátæktar. Hvaða friðþægingu er þetta fólk að sækjast eftir?
![]() |
Efast um alvöru þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafa samfylkingin og fjármálaráðherra skuldbundið sig til þess að mæla með Icesave-samningnum gegn betri vitund.
Loksins hefur fræðimaður stigið fram og bent fólki á að horfast í augu við raunverulegar afleiðingar Icesave. Ívar Jónsson nýsköpunarfræðingur bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að peningar sem fara í Icesave fara ekki að í byggja upp atvinnulíf á Íslandi.
Ívar segir:
Líta má svo á að greiðslur vegna Icesave-samningsins muni virka sem tapaðar útflutningstekjur. Fyrir hverja krónu sem greidd er úr landi tapast aðrar 3,2tvær krónur. Reiknað hefur verið út að Icesave-samningurinn muni kosta Íslendinga 691,5 milljarða króna miðað við að endurheimtur af lánasafni Landsbankans verði um 60% (sjá Morgunblaðið 5. Júlí 2009). Þetta fé hverfur úr hagkerfinu og mun virka sem neikvæðar útflutningstekjur. Miðað við að margföldunaráhrif og stuðulinn 4,2 munu Íslendingar tapa um 2900 milljörðum króna eða jafnvirði tveggja ára landsframleiðslu.
Allt útlit er fyrir að erfiðlega gangi að ná ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins úr fjárlaganefnd og er það vel.
Það sem hefur einkennt ferli Icesave samningsins er leynimakk og hraði. Tilraun var gerð til þess að kíla ríkisábyrgð í gegn um þingið án þess að kynna innihald samningsins fyrir þingmönnum.
Hvers vegna hafa yfirvöld á Íslandi, í Hollandi og á Bretlandi ekki hagað sér eins og sæmandi er siðmenntuðu fólki?
Eðlileg framvinda hefði verið eftir bankahrunið að yfirvöld þessara þriggja þjóða hefðu stillt saman strengi sína í rannsókn á afdrifum þess fjármagns sem tapaðist á Icesave. Eðlilegt hefði verið að lagalegar forsendur hefðu verið skoðaðar ofan í kjölinn og byggt á þeim við lausn vandans. Þá er má ekki draga úr mikilvægi þess að læra á þessari reynslu og draga þá til ábyrgðar sem raunverulega höfðu völd og áhrif og raunverulega tóku áhættu.
![]() |
Engin niðurstaða um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-10
ESB, ESB áróður og ESB skilningur
Ester Anna skrifar eftirfarandi um skoðanakönnun sem gerð var um afstöðu Íslendinga til ESB aðildar:
Í kjölfar ýtarlegra greininga á svörum var hægt að draga ákveðnar ályktanir. Í stuttu máli var hæst hlutfall þeirra sem andvígir voru aðild að sambandinu þeir sem höfðu kynnt sér málefnið sérstaklega og hæst hlutfall þeirra sem voru fylgjandi aðild voru þeir sem höfðu mestan fróðleik um málefnið úr fjölmiðlum. Út frá þessu var hægt að draga þær ályktanir að fjölmiðlaumfjöllun um ESB væri einsleit og til þess fallin að gera fólk fylgjandi aðild á meðan "dýpri" þekking á málefninu gerði fólk meira andvígt.
Þess má geta að ESB eyðir fjárhæð sem samsvarar þeim fjámunum sem Kóka Kóla eyðir í auglýsingar á heimsvísu í kynningarstörf (áróður)
Fréttir bárust af því nýlega að ríkisstjórnin ætli að endurreisa bankanna með því að leggja í þá 270 milljarða og afhenda þá svo erlendum áhættufjárfestum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill ekki að leiðrétting fari fram á vitlaust útreiknaðri verðtryggingu vegna þess að hún (verðtryggingin eða greiðslur og aukinn höfuðstóll vegna hennar) að verðtryggingin er gullnáma fyrir bankanna.
Gullnáma sem skjaldborgarfylkingin ætlar að afhenda erlendum áhættufjárfestum sem hafa keypt upp erlendar skuldir íslenskra banka. Heimilin sem skulda bönkunum verða þá notuð til þess að friðþægja lánadrottna með því að afhenda þau erlendum áhættufjárfestum sem geta haft af þeim ofurtekjur komandi áratugi vegna verðtryggingaránauðar. Áhættufjárfestar hafa keypt skuldabréf gefin út af erlendum bönkum til íslensku bankanna á 1 til 7% af nafnviði. Þessi skuldabréf munu þeir síðan nota til þess að komast yfir bankanna en ríkisstjórnin virðist hafa hug á því að friðþægja þá með því að afhenda þeim framtíð tugþúsunda einstaklinga. Verður erlendu áhættufjárfestunum falið að verja skjaldborg heimilanna. Er Jóhanna kannski búin að gera við þá leynisamning um það?
Fréttin af því að afhenda ætti lánadrottnum bankanna kom mjög skjótt. Hvaða leynisamningar eru undanfari þessarar ákvörðunar, sennilega ekki leynisamningar um skjaldborg heimilanna.
Við skoðun lánabókar Kaupþings er augljóst að það voru ekki eingöngu Íslendingar sem léku sér með fjámagn bankanna. Um það virðist hafa skapað alþjóðleg (glæpa-) starfsemi.
Bendi hér á eina flækjuna það sem við sögu koma einstaklingar eins og Jón Scheving Thorsteinsson, Mileston, Kaupþings-lánarbókar stórlaxinn Kevin Stanford, Sævar Karl, Straumur fjárfestingarbanki ofl.
Arev Capital Ltd
Arev Capital er vogunarsjóður sem var stofnaður í nóvember 2006 og er skráður í írsku kauphöllinni. Sjóðurinn tekur bæði gnótt- og skortstöður í skráðum fyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu og smásölu. Landfræðilega er áhersla lögð á fyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu en sjóðurinn fjárfestir þó víðar. Sjóðurinn er gerður upp í breskum pundum og lágmarksfjárfesting er GBP 1.000.000.
Eigendur: Ýmsir fagfjárfestar.
Eignastýring: Arev verðbréf hf.
Miðlun og varsla: Deutsche Bank
Umsjónaraðili: Fortis
Hollensk stjórnvöld staðfestu í dag (3. október 2008), að hollenska ríkið væri að yfirtaka starfsemi bankans Fortis í Hollandi og muni reiða fram 16,8 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 2600 milljarða króna. Um síðustu helgi tilkynntu ríkisstjórnir Hollands, Belgíu og Lúxemborgar að þær myndu leggja bankanum til samtals 11,2 milljarða evra en það reyndist ekki duga til.
Arev (investment company)
Aspinal of London, Blooming Marvellous, Cruise, Duchamp, Hardy Amies, GHOST, Jones Bootmaker, Limeys, Linens 'n Things, Mountain Warehouse, Unisport
Kcaj-sjóðurinn, (er að miklu leiti í eigu Milestone) sem er rekinn af Arev í Bretlandi, systurfélagi Arev-verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í verslunarkeðjunni Aspinal of London sem verslar með leðurvörur. Kcaj var stofnað af Jón Scheving Thorsteinssyni og var lengi í eigu fjárfestingarfélags hans Arev áður en meirihluti sjóðsins var seldur til Milestone í fyrra. Kcaj tengist einnig Straumi-fjárfestingabanka.
Frétt frá blómatíð útrásarinnar:
Verslunin stefnir á að opna tvær stórar verslanir í London á árinu og verið er að skoða staðsetningu búðar í New York. Á næstunni setur verslunin jafnframt upp útibú í stórverslun Harrods í London. Stefnt er að því að keðjan verði farin að velta frá 5 til tæplega 8 milljörðum króna árið 2011, segir í Retail Week.
AREV, the investment firm set up by Jón Scheving Thorsteinsson, the former Baugur UK chief executive, has bought Cruise, a Glasgow-based designer fashion chain for an estimated £7 million.
The investment firm shot to prominence when it joined with Kevin Stanford, the retail entrepreneur, to buy a 70 per cent stake in Ghost, the designer label set up by Tanya Sarne.
Menn kannast við að Kevin Stanford er eitt af stærstu nöfnunum í lánabók Kaupþings.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-10
Sérfræðiþekkingu á hverju?
Hefði Anna Sibert getað komið í veg fyrir bankahrunið?
Miðað við stefnu peningastefnunefndar virðist ekki vera mikill skilningur á því að fjármálakerfið á ekki að lifa sjálfstæðu lífi heldur á það eingöngu rétt á sér sem þjónn atvinnulífsins og fólksins í landinu.
Davíð Oddson ber sannarlega mikla ábyrgð á bankahruninu en fyrst og fremst sem stjórnmálamaður sem innleiddi pólitíska stefnu sem enn er fylgt í seðlabankanum. Stefnan er jafn arfavitlaus þótt hún sé nú í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og á framfæri Steingríms J. Sigfússonnar og samfylkingar.
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |