2009-08-27
Hið nýja lénsveldi
Ég hef heyrt fræðimenn tala um að neo-feudalismi sé að þróast í Evrópu.
Í kenningunni felst meðal annars að stjórnmálamenn þjóna lénsherrunum (t.d. kvótaeigendum) en ganga á rétt leiguliðanna (skuldara og öreiga)
Hér er fjallað um peningaþvætti og hvernig peningar af glæpastarfsemi eru gerðir að heiðalegum peningum yfirstéttarinnar (glæpstéttarinnar)
Og svo þessi mynd sem ég teiknaði en átti í vandræðum með að koma hér inn. Vona að þið virðið viljann fyrir verkið.
Nútíma lénsveldi eins og ég sé það fyrir mér
![]() |
Ræddu um að hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-27
Furðufrétt á Vísi
Sagt er:
Hópur fólks klauf sig út úr hópi mótmælenda sem nú mótmæla fyrir utan Alþingishúsið og reyndi að brjóta sér leið inn í þinghúsið.
Viðkomandi hópur sem ég held að hafi verið tveir eða þrír menn reyndi að komast inn gegnum inngang sem er opinn almenningi.
Þeir voru reyndar stöðvaðir vegna þess að Hannes Hólmsteinn vildi losna við þá
Réttmæt fyrirsögn myndi hljóma svona:
Verðirnir brutu aldagamla hefð þegar þeir meinuðu almenningi aðgang.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-08-27
Skrítin niðurstaða......Skríllin hunsaður
Frosti Sigurjónsson, ég og félagar mínir á Vaktinni og fólk úr öðrum hópum áttum allan veg og vanda að þessum mótmælum sem vöktu eftirtek margra og vonandi þingmanna.
En við hvern tekur Mogginn viðtal?
Við okkur skrílinn?
Nei
Heldur við Hannes Hólmstein Gissurarson
sem mættur var með nýja bók sína sem hann vildi auglýsa.
Eigum við ekki að rifja upp vandamál vegna dauðs fisks, dauðra ríkisstofnana sem öðluðust líf með því að þær voru gerðar veðhæfar
og takið eftir
Svo fóru bara víkingarnir bara með þetta út (peninganna)
Fyrst kom kvótakerfið
svo komu ríkisstofnanir
síðan fjármálakerfið
Og ef við svo gætum farið að selja þekkingu til útlanda (mjólka þrælaliðið sem hefur aflað sér þekkingar og menntunar á eigin kostnað)
Og við vitleysingjarnir eigum bara að taka mark á gasprinu í Hannesi Hólmstein og forseta Íslands sem er einn af aðalhönnuðum þessarar hugmyndafræði
Þ.e. að selja íslenska þekkingu (þýðing: græða á því sem er í hausnum á öðrum)
Hverjir eiga að græða á íslenskri þekkingu?
![]() |
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hávaði og samstaða til varnar gegn Icesave.
Kl. 12.00 á morgun
Frosti Sigurjónsson sendir út þessi skilaboð á blogginu sínu:
Þetta verður í allra mesta lagi hálftíma púl en tímakaupið gæti orðið miklu hærra en hjá nokkrum útrásarvíkingi - ef þú stendur þig vel.
Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á Austurvöll (eða í miðbæinn í þínum bæ) á fimmtudaginn kl. 12:00 og taka þar þátt í því að gera eins mikinn hávaða og þú mögulega getur. Bara í c.a. 20 mínútur. Þetta verður stuð! Taktu vinina með og næstu lúðrasveit. Vegleg verðlaun fyrir mesta hávaðann.
Ef þú kemst ekki á Austurvöll getur þú samt tekið þátt með því að gera sem mestan hávaða hvar sem þú ert. Gott er að þeyta bílflautu ef hún er við höndina, hækka græjurnar í botn og opna út á götu, berja potta úti á svölum, blása í lúður eða stappa og öskra. Fáðu alla í lið með þér, því fleiri því meira gaman og þetta verður holl og góð útrás fyrir sálartetrið.
2009-08-27
Eru kvótakóngar að selja auðlindirnar?
Ross Besty segir frá því í kastljósi að samstarfsaðili hans við að komast yfir auðlindir á Íslandi séu Glacier Partners. Glasier partners sér um dreifingu sjávarafurða í Bandaríkjunum.
Hann kynnir sjálfan sig sem góðmenni sem vilji íslenskum almenningi vel bara ef hann fær að kaupa auðlindirnar fyrir lítinn pening, helst skuldabréfi með veði í sjálfu sér.
Naomi Klein hefur ritað um það sem hún kallar "disaster capitalism" en það felur í sér að fjármálaöfl nýta sér hörmungar og hamfarir til þess að koma að breytingum sem ekki hefði tekist að berja í gegn við aðrar aðstæður.
Naomi Klein segir frá því hvernig allt var einkavætt í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Argentínu og þegar það var búið var farið leita logandi ljósum að meiru til að einkavæða. Engu var vært.
Hún eignar Friedman hugmyndina um að þrýsta inn óvinsælum breytingum í þágu alþjóðafyrirtækja í óreiðu sem skapast í kjölfar áfalls t.d.eins og bankahrunið hér á landi.
Hugmyndin um að gera Íslenska skattgreiðendur að gullnámu Breta og Hollendinga geta auðveldlega fallið þarna undir.
Sala á réttindum til þess að nýta auðlindir er aðgerð að þessu tagi.
Mér finnst ég vera að horfa upp á að verið sé að gera íslendinga að leiguliðum í sínu eigin landi.
Er lénsherraskipulag kvótakónganna að bera sigur í samfélaginu?
Viljum við búa sem leiguliðar í lénsskipulagi
Að þessu þurfa Íslendingar að fara að spyrja sig
Beina andófinu gegn stjórnvöldum sem verja lénsskipulagið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)