Alþingi er búið að kveða upp dóm sinn um fyrirvaranna. Kosnir fulltrúar fólksins gerðu kröfu um þessa fyrirvara.
Ætlar samfylkingin með fulltingi Steingríms að ganga gegn vilja Alþingis Íslendinga fyrir áeggjan Breta og Hollendinga.
Þeim gjörningi fylgir vanhelgun á hinni þúsund ára stofnun, Alþingi Íslendinga.
![]() |
Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-17
Starfsmannastefna Seðlabankans
Finnur Ingólfsson var skipaður seðlabankastjóri árið 2000 og til fimm ára.
Már Guðmundsson var aðalhagfræðingur Finns Ingólfssonar og árið 2001 leit dagsins ljós stefna um flotgengi og verðbólgumarkmið sem leiddi starfsemi seðlabankans þar til hann fór í þrot haustið 2008 (tæknilega gjaldþrota var það kallað)
Finnur snéri sér síðan að öðrum hugðarefnum árið 2003 eins og kunnugt er og Már skrapp til Basel í fimm ár en er nú snúinn til baka og sestur í stól Seðlabankastjóra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-09-17
Landsvirkjun sökkvandi
Ríkisábyrgð vegna Landsvirkjunnar árið 2000 var 25 milljarðar
Ríkisábyrgð vegna Landsvirkjunnar árið 2009 er 380 milljarðar
Inn í þessa fjárhæð vantar ábyrgð Akureyrarbæjar og Reykjvík á Landsvirkjun sem er um 133 milljarðar.
Upplýsingar um ríkisábyrgðir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-09-17
Gylfi Arnbjörnsson í eldlínunni
Gylfi Arnbjörnsson nýtur ekki mikils trausts meðal ýmissa sem tengjast launþegum. Sagt er frá því á RUV að Ágúst Guðbjartsson, stjórnarmaður í VR, skori á hann að segja af sér.
Gylfi er sagður rúinn trausti.
Aðgerðaleysi ASÍ fer fyrir brjóstið á mönnum og ekki bætir úr skák að Gylfi hefur setið í stjórn fjárfestingarfélags í Lúxemborg sem var stofnað í gegnum tvö skúffufélög í skattaparadísinni Tortola.
Erlendir lánadrottnar eru ekki þeir sömu í dag og þeir voru þegar bankarnir fóru í þrot. Skuldabréfin fóru á uppboð og voru keypt af "erlendum" áhættufjárfestum. Mikil leynd er yfir því hverjir eru núverandi lánadrottnar gömlu bankanna. Skuldabréfin í Glitni fóru á 2% af upprunalegu verði.
Nú fagnar Steingrímur J því að "þeim áfanga hafi verið náð" að koma 95% Íslandsbanka í hendurnar á "erlendum" kröfuhöfum. Með manni og mús eða orkuauðlindunum á Suðurnesjum eins og það heitir. En "erlendir" kröfuhafar sem eru áhættufjárfestar sem hafa keypt skuldir Glitnis sem nú er Íslandsbanki, stefna að ábata af sínum fjárfestingum. Þeir eru ekki aðeins að kaupa auðlindirnar heldur eru þeir að kaupa íslenska skuldara. Skuldara sem Steingrímur og Jóhanna lofuðu að slá skjaldborg um.
Merkilegt er að ekki hefur verið sagt neitt um hverjir séu hinir nýju eigendur Íslandsbanka né heldur hafa fjölmiðlar spurt að því. Kemur viðskiptavinum bankans ekkert við hverjir eiga hann? Eru fjölmiðlar fallnir í doða eða taka þeir þátt í leynimakki stjórnvalda?
Ég tek það þó fram að ég veit ekki hversu erlendir áhættufjárfestarnir eru því hverjum sem var var í lófa lagið að bjóða í skuldabréf bankanna. Sjá allan pistilinn hér.
![]() |
Vanskil aukast hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-09-17
Ríkisskattstjóri í lið með útrásarvíkingum
Upplýsingar úr hlutafélagaskrá.
Er hlutafélagaskrá leyniskrá?
Hvað segir það um íslenskt samfélag?
Banka og kvótaræningjarnir virðast teygja anga sína inn í allar stofnanir samfélagsins
Sýnum Jóni Jósef samstöðu
![]() |
Grunaður um upplýsingastuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-17
Ungverjaland komið á brunaútsölu
Erlendir aðilar hafa sópað til sín verðmætum í Ungverjalandi frá því að landið gekk í ESB. Ungverjaland var skuldlaust en er nú veðsett upp í rjáfur. Skuldirnar lama innlent framtaka en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að verki í Ungverjalandi.
Klíkan sem er að reyna að komast yfir íslenskar auðlindir er nú einnig að nýta sér bágt ástand í Ungverjalandi.
![]() |
Mannvit í milljarða útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-17
Hvað er að gerast í Íslandsbanka?
Það runnu á mig tvær grímur þegar fréttir fóru að berast af því að Steingrímur J Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir stefndu að því að koma Íslandsbanka og Kaupþingi í eigu erlendra kröfuhafa.
Erlendir lánadrottnar eru ekki þeir sömu í dag og þeir voru þegar bankarnir fóru í þrot. Skuldabréfin fóru á uppboð og voru keypt af "erlendum" áhættufjárfestum. Mikil leynd er yfir því hverjir eru núverandi lánadrottnar gömlu bankanna. Skuldabréfin í Glitni fóru á 2% af upprunalegu verði.
Nú fagnar Steingrímur J því að "þeim áfanga hafi verið náð" að koma 95% Íslandsbanka í hendurnar á "erlendum" kröfuhöfum. Með manni og mús eða orkuauðlindunum á Suðurnesjum eins og það heitir. En "erlendir" kröfuhafar sem eru áhættufjárfestar sem hafa keypt skuldir Glitnis sem nú er Íslandsbanki, stefna að ábata af sínum fjárfestingum. Þeir eru ekki aðeins að kaupa auðlindirnar heldur eru þeir að kaupa íslenska skuldara. Skuldara sem Steingrímur og Jóhanna lofuðu að slá skjaldborg um.
Merkilegt er að ekki hefur verið sagt neitt um hverjir séu hinir nýju eigendur Íslandsbanka né heldur hafa fjölmiðlar ekki spurt að því. Kemur viðskiptavinum bankans ekkert við hverjir eiga hann? Eru fjölmiðlar fallnir í doða eða taka þeir þátt í leynimakki stjórnvalda?
Og Steingrímur segir: Menn væru ekki að bjóða upp á þessa leið nema þeir hefðu góða ástæðu til að ætla að kröfuhafarnir gangi að henni. Ég held að hún sé í raun hagstæð fyrir báða aðila.
Nú og svo sagði kona við mig í kvöld að hún hefði lesið á fréttavef að erlendir kröfuhafa hafi farið fram á nauðungarsölu 20.000 heimila. Þegar ég kom heim fann ég ekki fréttina á vefnum en fann þessa færslu í athugasemdakerfi Egils:
Það var það staðfest í morgun úr hring aðstoðarmanns sýslumannsins að þeir eru í áfalli yfir því að erlendir kröfuhafar Íslandsbanka fara fram á nauðungarsölu 20.000 heimila sem eru í neikvæðri fjárhagsstöðu...Ekki veit ég hvað er til í þessu en ekki hljómar það vel.
Sú staðreynd stendur samt eftir að skuldarar Íslandsbanka eru nú komnir upp á náð og miskunn erlendra áhættufjárfesta. Ég tek það þó fram að ég veit ekki hversu erlendir áhættufjárfestarnir eru því hverjum sem var var í lófa lagið að bjóða í skuldabréf bankanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)