Samþjöppun valds og fjármagns á Íslandi

Almenn velmegun í samfélaginu hefur svo sannarlega ekki verið markmið valdhafanna á undanförnum áratugum. Þeir sem vilja réttlæta afleitt stjórnarfar á Íslandi segja gjarnan „já, en nutum við ekki góðærisins." Við þá vil ég segja „það var aldrei neitt góðæri á Íslandi."

Raunveruleg verðmætasköpun var aldrei til staðar en það skildu valdhafarnir ekki og kölluðu ástandið þess vegna góðæri. Ímynd velmegunar var sköpuð með skuldasöfnun. Valdhafarnir skildu ekki að raunveruleg auðlegð byggir að bættri eignastöðu en ekki skuldasöfnun. Enn eimir eftir af þessum hugsunarhætti hjá mörgum en þeir telja meiri skuldir styðji á einhvern hátt endurreisn Íslands.

Stjórnvöld á Íslandi hafa ekki verið almenningi velviljuð. Þau hafa misnotað hagtæki á borð við krónuna og verðtrygginguna til þess að rétta af halla fjármagnseigenda og auðvalds á kostnað launþega og skuldara. Stjórnvöld hafa einnig íþyngt láglauna- og millitekjufólki með því að leggja á það hærri skatta en fjármagnseigendur og auðmenn/konur. Flækjustig hagstjórnar er of hátt til þess að almenningur átti sig alltaf á þessu fyrirbæri en stjórnvöld hafa ekki gert þetta óvart. Krónan og verðtryggingin eru ennþá í fullu starfi fyrir valdhafanna og í þjónustu fjármagnseigenda.

Stjórnarfar á Íslandi og hefur gjarnan verið kennt við kleptocraty og oligarcy. Misnotkun á stjórnarráðinu og stofnunum ríkisins einkennir svona stjórnarfar og leiðir smám saman til fátæktar hins almenna borgara sem ekki hefur aðgang að nægtaborðum oligarkanna og kleptokratanna. Sviksemi valdhafanna við almenning á Íslandi á sér djúpar rætur og liggur meðal annars í lénsherraveldi sem hefur verið við lýði lengi.

Almenningur hefur ekki haft nægilega innsýn til þess að bregðast við sífelldri ásókn fámenns hóps í öll verðmæti sem skapast í landinu. Hagfræðilegri rentu af auðlindunum hefur verið sópað í vasa fámenns hóps einstaklinga og erlendra auðhringa en almenningur skilin eftir stórskuldugur.

Einokun og sérstaða hefur þrifist á Íslandi. Dæmi um þetta er hvernig nýliðar í bændastétt hafa þurft að kaupa sig inn í  styrkjakerfi, einokun Íslenskra aðalverktaka á verkefnum fyrir varnarliðið, kvótaframsal, einkavinavæðing og leynimakk í samningagerð við orkusölu til stóriðju. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki voru einkavædd síðastliðin tuttugu ár og hefur farið hljótt um flestar einkavæðingarnar. Á síðast ári var viðskiptaráð farið að kortleggja heilbrigðiskerfið.

Verstu svik valdhafanna við almenning voru þó hvernig þeir eyðilögðu heilbrigt atvinnuumhverfi og fjölbreytni í atvinnusköpun í byggðum landsins. Orkan og fjármagnið var sett í fábreytt atvinnulíf sem skilaði ofurgróða til fámenns hóps. Fjármálakerfi, stóriðja og kvótabrask dró allan mátt úr öðru framtaki. Starfsemi sem skilar atvinnu og launum til einstaklinga og tekjum í ríkissjóð en litlum gróða í vasa lénsherranna hefur ekki fengið að spíra. Frumkvöðlar hafa þurft að flýja land og nýsköpun í atvinnulífi hefur verið drepin niður með okurverði og einokun milliliða.

Nýtt Ísland nær ekki að rísa úr brunarústunum nema að hagsmunir lénsherranna og auðvaldsinnana verði undir og að almenningur og byggðir landsins njóti réttlætis. Snúa þarf af þeirri leið að leyna almenning hagsmunatengslum sem koma í veg fyrir heilbrigða ákvörðunartöku og samfélagslegan ávinning.

Birt í Smugunni í maí


mbl.is ASÍ býr sig undir aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er enn að furða mig á því að forsetinn heldur að aðrar þjóðir geti lært af Íslendingum

Lært hvað?
mbl.is Rifta gjafagerningum fyrri eigenda FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of virðulegur til þess að takast á við bloggara

Jú ég hélt að þetta lið væri ólæst eða alla vega ekki líklegt til að skilja hugtökin sem ég nota.

Jú ég segi oftast eitthvað heimskulegt þegar ég er spurður.

Annars er þetta allt leyndó.

Þið vitið svona leyndómálapólitík eins og ástunduð er á Íslandi.


mbl.is Tjáir sig ekki um bloggfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband