Á að leggja niður Alþingi Íslendinga?

Ríkisstjórnin með Steingrím í framvarðasveit virðist vera að búa sig undir að brjóta lög sem sett hafa verið á Alþingi Íslendinga. Þ.e. lög um fyrirvara við ríkisábyrgð.

Á Mbl segir:

Fullvíst er talið að hafni Bretar og Hollendingar einhverjum tilteknum atriðum í fyrirvörunum verði reynt að leysa slík mál á fundum ráðherra landanna, hvort sem það verða fundir fjármálaráðherra eða forsætisráðherra.

Ætla ráðherrar landanna að semja um landslög á Íslandi?

Er þá meðferð málsins á Alþingi marklaus?

Hverjir setja íslensk lög, Bretar og Hollendingar?

Er ekki eins gott að leggja bara Alþingi Íslendinga niður ef ráðherrar þurfa að semja um lög við Breta og Hollendinga?

Svona framferði er vanhelgun á elsta þingræði heims sem er eitt af stolti Íslendinga.

Mitt mat á þessari frétt er að Steingrímur sé búin að fá fyrirmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hnekkja fyrirvörunum. Hollendingar og Bretar hafa fellt sinn dóm og handrukkarinn búinn að senda lepp sinn á vettvang.

Og ekki vantar réttlætingu Steingríms: Annars verðu upplausn.

Hvað þýðir þessi upplausn?

Er ekki komin tími til að Steingrímur leggi spilin á borðið?508893A

 

 

 

 

Takið eftir höndunum.

Var hann að láta fjöreggið falla?


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er "rétt horf" efnahagslífs?

Dominique Strauss-Kahn segir hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vera að koma efnahagslífi í rétt horf.

Fjölmiðlar segja að farið sé að slá kreppuna og þakka það skattgreiðendum.

Það gleymist þó að gera grein fyrir því að skattgreiðendur hafa ekki verið spurðir að því hvað sé "rétt horf" í efnahagslífi og eða hvort aðgerðir sjórnvalda komi ástandinu í betra horf fyrir þá.

Þeir eru bara látnir borga fyrir óskynsamlega hegðun fjármálakerfisins og græðgi alþjóðafyrirtækja.

Afleiðingin er að í stað þess að fjármagna velferðarkerfi eru nú innheimtir skattar af almenningi sem renna beint í vasa auðmanna.

Ný-frjálshyggjan í sinni tærustu mynd

Aðgerðirnar beinast að því að viðhalda kerfi sem stendur ekki undir sjálfu sér vegna grundvallar kerfisvillu.


Enn er útrásarliðið að tryggja velferð sína....

Góð hugmynd að þeir byggi fangelsi með gullklósettum og leigi það svo ríkinu sem rukkar skattgreiðendur fyrir útisundlaugina og einkagolfvöllinn við fangelsið.

Deyja ekki ráðalausir þessir drengir


mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíkusamfélagið var helsta ástæðan

Það er alrangt hjá Ágústi Einarssyni að fámenni sé ástæða erfiðleika okkar enda hefur landið aldrei verið eins fjölmennt og núna en er þó á hausnum.

Auk þess að hafa aldrei verið eins fjölmenn og núna hefur þjóðin aldrei verið eins menntuð og núna.

Það sem Ágúst ætti að skoða er hvort að áherslur í menntun og klíkuráðningar séu ekki meginorsök þeirra erfiðleika sem þjóðarbúið stríðir við.


mbl.is Fámennið helsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband