2010-01-10
Á ég að reyna að vera kurteis?
Ágæti fjármálaráðherra ég trúi því ekki að þér sé alvara þegar þú gefur í skyn að það hafi fram hjá einhverjum Íslendingi að Bretar og Hollendingar sitja hinum megin við borðið.
Ég var búin að ákveða að heyja nú mjög kurteisa baráttu fyrir því að Íslendingar standi saman um að hafna Icesave. Vera málefnaleg og halda mér við rökin í málinu en þá stígur fjármálaráðherrann fram og talar um Íslendinga eins og þeir búi enn í moldarkofum og hafi ekki fengið sér útvarp.
Ég þekki eina konu sem á ekki sjónvarp (fyrirgefðu H) en ég þekki engan sem á ekki útvarp.
Nú svo segir fjármálaráðherrann (það er kurteisi að nafngreina hann ekki en ég er að reyna að láta eins og ég kunni mannasiði) "varasamt að ætla að gefa hugmyndum um nýja samninga undir fótinn."
Hvers vegna segir fjármálaráðherrann NÝJA SAMNINGA? Þetta plagg sem liggur fyrir er ekki afrakstur samninga heldur nauðungar.
Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta undan ofríki og kúgunarhneigð nýlenduþjóðanna. Ég hef veitt því athygli að heimspressan er að snúast á sveif með Íslendingum og ágætt væri ef fjármálaráðherrann færi nú að taka eftir því líka og snúa sér að því að standa með þjóðinni í stað þess að halda fram málstað herraþjóðanna.
![]() |
Ekki einhliða innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er merkilegt hversu óvandaður Þórólfur Matthíasson er í málflutningi sínum um málefni Icesave og fer einatt rangt með staðreyndir. Það er bókstaflega skelfilegt að lesa málflutning Þórólfs sem virðist ganga það eitt til að vinna gegn íslenskri velferð í Aftonbladed.
Í Aftonbladed er lögð fyrir Þórólf eftirfarandi spurning:
Har den Islandske staten garantert for Engelske og Nederlandske innskot.? Var dei Islandske bankane med i noko form for sikringsfond ?.Dersom svaret er nei. Kvifor skal Island haldast avsvarlig.
Og hann svarar á eftirfarandi hátt:
Island hadde og har en garantifond. Garantifondet skulle garantere de förste 20.887 euros på bankkonto (ikke pengemarkedsfond eller andre "spekulative" plasseringer) i filialer til Islandske banker. Denne garantien gjelder for hele EES. DVS det spiller ingen rolle om kontoen er i filial i Raufarhöfn, Reykjavik, Röst eller London. Icesave avtalen forholder seg til hvordan Island oppfyller denne forpliktelsen. I henhold til innskytere i filialer i Island så er saken den at innskyterne der har ikke tapt en krone. På sett og vis betyr Icesave avtalen at regjeringene i Holland og i England godtar at den islandske regjering forskjellsbehandler folk i EES på grunn av de ekstraordinære omstendigheter Island befandt seg i i oktober 2008.
Þórólfur er spurður hvort að bankarnir hafi ekki verið með tryggingasjóð en svarar því til að Ísland hafi verið með tryggingasjóð.
Hann virðist vera að reyna að telja norskum almenningi í trú um að ríkið hafi borið skyldur gagnvart tryggingarsjóðnum sem er sjálfseignarstofnun og ekki í eigu ríkisins. Ríkið ber hér engar skyldur eins og Þórólfur heldur fram og reyndar er ríkinu ekki leyfilegt að ábyrgjast sjóðinn samkvæmt tilskipunum ESB sem íslendingar hafa innleitt.
Alvarlegasta misfærslan í málflutningi Þórólfs tilvísun í að ríkið hafi mismunað fólki vegna Icesave reikninganna en það er alveg á hreinu að ALLIR sem áttu fé í bönkunum á Íslandi sitja við sama borð þegar kemur að tryggingu innistæðna. Það hefur alltaf legið fyrir og það veit Þórólfur mætavel.
Þótt að Íslenska ríkið hafi tryggt innistæður í íslenskum bönkum gagnvart öllum þeim sem áttu innistæður í hér á landi er það ekki á nokkurn hátt mismunun þar sem ríkið bar enga ábyrgð á þessum einkabönkum og miðuðu aðgerðir ríkisins að því að bjarga íslenska efnahagskerfinu með fjármunum Íslenskra skattgreiðenda.
Tryggingarsjóði innistæðueigenda bar hins vegar að bæta öllum skaðann hvort sem um er að ræða í útibúum á Íslandi eða erlendis.
Íslenska ríkið ber hins vegar ekki samsvarandi skyldur.
Sem prófessor við Háskóla Íslands ætti Þórólfur að skynja þennan mismun.
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)