Launfundur með Wouter Bos

Velti því fyrir mér hvort Steingrímur hafi ekki þorað að taka Birgittu með á fund með Wouter Bos.

Hefur kannski nóg með Sigmund Davíð?

Ég hvet Sigmund Davíð til þess að nota mælskulist sína á Wouter Bos.Treysti honum satt að segja til þess.

Skyldi Jóhanna ekki sakna gömlu góðu daganna þegar minna var um óróaseggi á þingi?


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvorki fugl né fiskur?

Þær sögur fara af rannsóknarskýrslunni að ummæli um krassandi innihald séu stórlega ýktar. En það kemur í ljós við birtingu skýrslunnar hvort tár Tryggva hafi verið ekta eða hvort Tryggvi sér sérlega viðkvæmur.c_ordid_kjartan_gunnarsson_og_thorger_ur_katrin_955566.gif

Ýmsir fjölmiðla-, stjórnmála- og bankamenn eru sagðir áhyggjufullir vegna þess að þeir óttast að upp komist um fjármálatengsl þeirra við fjármálamafíuna.

Merkilegt því nú þegar liggur fyrir að hálf stjórnmálastéttin og góður hluti fjölmiðlastéttarinnar eru flæktur upp fyrir haus.

Það er athyglisvert að það er ekki hægt að ráða í forstjóra- eða bankastjórastöður hjá ríkinu nema kúlulánaþega og braskara. Er tryggara að hafa sökudólga við stjórnvölinn vegna þess að þeir hafa hag af því að þegja um það sem þeir verða áskynja?davi_ii_955565.jpg

Þorgerður Katrín hefur kostað ríkissjóð 850 milljónir fyrir utan 50 milljónir sem manneskjan hafði geð í sér til þess að gefa handboltaliðinu þótt hún vissi að efnahagskerfið væri að hrynja árið 2008.

Nú er spurningin hvernig bregðast menn við þegar syndir þeirra verða afhjúpaðar í skýrslunni. Mín spá er, þeir munu sitja sem límdir á sínum stólum og fara með rulluna "við eru öll sek". 


Bloggfærslur 28. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband