Alþingi sefur á meðan landið er selt

Það er verið að færa auðlindir í hendur erlendra fjárfesta sem greiða fyrir góssið með kúlulánum og hrunkrónum.

Suðurnesjamenn hafa fjármagnað mannvirkin og uppbyggingu orkuveitunnar sem nú er komin í eigu ævintýramanns frá Kanada.

Mótmæli Bjarkar og Evu Joly virðast falla í grýtta jörð meðal stjórnmálamanna. 

Það eru liðin tvö ár frá hruni en á þeim tíma hefur máttvana ríkisstjórn ekki gert neitt til þess að tryggja í lögum að allt sé uppi á borðum varðandi viðskipti með auðlindir.

Fram að þessu hafa erlendar fjárfestingar skilað litlu til þjóðarinnar sem hefur kostað og tekur alla ábyrgð vegna mannvirkjagerðar til nýtingar orku.  


mbl.is Ekki tilefni til frekari aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband