Elítan að gliðna

Einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Elítan hefur litið svo á að valdið sé að ofan og við því megi ekki hrófla. 

Einstaklingar sem orðið hafa fyrir misrétti hafa ekki átt sér málsvara í stofnunum landsins sem litið hafa á sig sem varðhunda ríkisvaldsins og innvígðra.

Bankahrunið var vont og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.

Það sem hefur komið gott í kjölfarið er að tekið hefur verið á þöggun og misbeitingu valds.

Þetta er góð byrjun en marg fleira þarf að rannsaka.

T.d.

  • Einkavæðingu bankanna
  • Veðsetningar, brask og arðgreiðslur hjá útvegsfyrirtækjum (hvert fóru peningarnir?)
  • Fyrirgreiðslur og tengsl banka og stjórnmálamanna
  • Hverjir eigi kvóta
  • Hverjir standa í vatnsútflutningi og hvernig tengjast þeir stjórnmálum
  • Fjármál Finns Ingólfssonar og fleiri framsóknarmanna
  • Eignatengsl stjórnmálamanna
  • Umgjörðina um Magma Energy

 


mbl.is Kirkjuþing samþykkir nefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð í stjórnmálum

Stjórnmálamenn á Norðurlöndum virðast vera meðvitaðir um ábyrgð sína. Ég sá viðtal við Monu Sahlin og fleiri í norska þættinum Skavlan. 

Þetta var skömmu eftir sænsku kosningarnar í haust en þar náðu Sveriges demokratarnir inn nokkrum þingmönnum en þeir eru af mörgum taldir eiga rætur sínar hjá ný-nasistum.

Mona Sahlin lýsti því yfir að bæði Social demokraterna (kratarnir) og Moderaterna (hægri flokkurinn) bæru ábyrgð á velgengni Sveriges demokraterna (sem vilja taka á innflytjendamálum).

Anne Holm fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði í þættinum að velgengi Sveriges demokraterna mætti að miklu leyti skrifa á þöggun í málefnum innflytjenda í Svíþjóð. Fólk þyrfti að fá að ræða þessi mál án þess að sú umræða sé kennd við við rasisma.

 


mbl.is Mona Salin hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband