Ég hef grun um að þjóðfundurinn hafi mikil áhrif. Þekki nokkra þingmenn sem eru búnir að vera á

fullum launum í nokkur ár við að hafa skoðun á áfengislöggjöfinni og taka það að sér að rífast um hana öðru hvoru. Það mætti vel spyrja um skilvirkni þess að hafa þá á launum.
Á áttunda og níunda áratugnum var innleitt skammdegissvartnætti í menntun ungra barna á Íslandi. Tilraun til lýðræðismenntunar var blásin út af borðinu og rykið dustað af gömlum sögubókum og utanbókarlærdómur hafin til vegs og virðingar. Stjórnvaldið hræðist þekkingu borganna og getuna til gagnrýninnar hugsunar.
Stjórnvaldið vill gjarnan hafa hugsun borgaranna á sínu forræði en til þess er utanbókarlærdómur vel fallinn. En fjölmiðlavaldið gengur jafnvel lengra og tekur sér fyrir hendur að túlka orð og hugsanir borgaranna. Túlkar þær og segir hinum hvað þau þýða. Þannig rænir það okkur tungumálinu og tjáningunni.
Túlkun prófessorsins
Ragnhildur Helgadóttir tók að sér að túlka niðurstöður þjóðfundar í fréttum kvöldsins. Hún lýsir því yfir að fundurinn krefjist ekki róttækra breytinga. Ég verð að játa að það fer í taugarnar á mér þegar prófessorar tjá sig af vangetu um málefni. Mér finnst að þeir eigi að halda sig við það sem þeir hafa vit á. Málflutningur prófessorsins ber þess merki að annað hvort skilur hún tungumálið ekki vel, hefur ekki verkfæri til þess að túlka það eða þá að hún er vísvitandi að taka sér forræði yfir merkingu fundarins til þess að gera hann valdlausan.
Þegar ég hlustaði á málflutning prófessorsins þá spurði ég mig hvort þarna færi málssvari afturhalsafla sem einbeiti sér að því að ná tungumálinu og tjáningunni frá gestum fundarins með því að gera hana bitlausa með rangtúlkun. Framtakið er klúðursleg tilraun til þess að gefa umbreytingunni fræðilega ásýnd.
Merking þjóðfundar
Ef niðurstöður fundarins er umbreytt í ákvæði í stjórnarskrá sem hvetja til breytinga sem upphefja þau gildi sem koma fram á fundinum þá þýðir það róttækar breytingar á stjórnarskrá og í stjórnmálum. Ég ætla að taka eitt dæmi um þetta.
Ein af þeim setningum sem koma af þjóðfundinum er AÐ VALDIÐ SÉ ÞJÓÐARINNAR. Ef valdið er þjóðarinnar þá ráðstafar þjóðin valdinu og hún hefur lika á færi sínu að taka það aftur ef illa er farið með það. Ástandið eftir bankahrunið sýndi svo ekki verður um villst að valdið er EKKI þjóðarinnar. Valdið er flokkanna. Byltingarástandi sem skapaðist dugði EKKI til þess að ná valdinu til þjóðarinnar. Kerfið býður ekki upp á það. Kosningalögin gera það ekki og sjálftaka stjórnmálastéttarinnar kemur í veg fyrir að vilji þjóðarinnar ráði. Stjórnmálaflokkarnir nota fjármuni skattgreiðenda, aðkomu sína að löggjöfinni og ónýtt kerfi til þess að taka umboð sem samræmist ekki vilja þjóðarinnar.
TIl þess AÐ VALDIÐ VERÐI ÞJÓÐARINNAR þarf að gera róttækar breytingar á stjórnarskrá. Það þarf ekki eingöngu að breikka hana heldur þarf líka að dýpka hana og setja inn í hana skýr ákvæði sem tryggja greiðari aðkomu almennings að meðferð valdsins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir á stjórnlagaþing
![]() |
Kostnaður lægri en áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2010 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-11-09
Rökvilla græðgikenningarinnar
Það hefur sýnt sig að þeir sem þegið hafa ofurbónusa, ofurlaun og ofureftirlaun hafa sýnt meiri vangetu og óheilindi en flestir hafa getað ímyndað sér.
Kenningarnar sem rifnar eru niður í þessu myndskeiði eru undirstaða margra af hugmyndum brauðmolakenningana sem enn er barist fyrir að hafi brautargengi í efnahagsstjórnun landsins.

![]() |
Greiddi 18 milljónir á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-11-09
Lífeyrissjóðirnir borguðu brúsann
Eitt af markmiðum AGS er að koma jafnvægi á stöðu krónunnar. Sá orðrómur hefur verið seigur að AGS

líti á lífeyrissjóði landsmanna sem eign ríkisins og hugsanlegan bjargvætt Landsbankans.
Már Guðmundsson lagði í Víking og keypti upp krónueignir í eigu banka í Luxemburg. Nú hafa lífeyrissjóðirnir beilað út þessar krónueygnir með erlendum eignum, þ.e.a.s. evrum.
Þetta var gert fyrir luktum dyrum og án vitneskju eigandanna sem eru jú Íslenskir launþegar.
Maður veltir því fyrir sér hvers vegna Steingrímur gefur ekki bara Björgólfi Thor lífeyrissjóðina beint frekar en að vera að fara þessar krókaleiðir
![]() |
Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)