Forval á laugardag

Stjórnmálin eru okkar eign en ekki eign pólitíkusa.

mynd_1_crop_minni.jpg

 Borgin er okkur nálæg sem búum í Reykjavík. Við notum strætó, börning okkar og barnabörn ganga í grunnskólann eða verja deginum í leikskóla. Við notum vatn, orku og hita sem fyrirtæki borgarinnar skaffa. Göturnar, gangstéttarnar, lýsingin í skammdeginu, allt er þetta í boði borgarinnar sem við skattgreiðendur fjármögnum. 

Sumir þurfa meiri stuðning en aðrir og gæta þarf að því að deila til þeirra sem eru í raunverulegri þörf í félagslega kerfinu. Vinna þarf að því að skapa tækifæri fyrir aðra. Það skiptir gríðalegu máli að deila á skilvirkann og sanngjarnan máta þegar kreppir að. Það er ekki hlutverk borgarbúa að kosta lúxusferðir til fjarlægra landa fyrir borgarfulltrúa. 

Það skiptir máli að þeir sem fara með völdin í borginni fari vel með þessa sameign okkar.

Ég er stjórnsýslufræðingur með mikla þekkingu á málefnum borgarinnar. Ég tel það baráttumál í niðurskurði og kreppu að við verjum grunnstoðir fyrir niðurskurði. Fjármunum verður að verja með fyrirhyggju. Ég hef opnað stuðningsmannasíðu á facebook sem finna má hér


Bloggfærslur 4. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband