Þakklæti til kjósenda

Ég vil þakka þeim sem studdu mig í forvali VG en það mun hafa verið drjúgur fjöldi

Þeir sem studdu mig er fólk sem þekkir mig vel

Vinir, vandamenn og fólk sem ég hef staðið við hliðin á í byltingunni

Fólk sem ég treysti eins og það treysti mér


Þegar Árni Þór hvæsti á mig

Ég vil þakka þeim sem studdu mig í forvali VG en það mun hafa verið drjúgur fjöldi

Þeir sem studdu mig er fólk sem þekkir mig vel

Vinir, vandamenn og fólk sem ég hef staðið við hliðin á í byltingunni

Fólk sem ég treysti eins og það treysti mér

 

Ég gekk til liðs við VG fyrir prófkör flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar og studdi Lilju Mósesdóttur sem ég trúði á að gæti komið inn með þekkingu og stuðning í starfi sínu sem alþingismaður. Hún hefur ekki valdið mér vonbrigðum en það hafa ýmsir aðrir framármenn vinstri grænna gert.

Ég var stödd á fundi VG í fyrra þar sem Icesave var rætt. Ég fór í pontu og benti á alvarlegar afleiðingar þess að skera heilbrigðiskerfið harkalega niður vegna ríkisábyrgðar á einkaskuldum. Ég benti á að ef þessari stefnu yrði haldið til streitu myndi það kosta mannslíf og spurði jafnframt hvort að stjórnmálamenn sem styðja Icesave gætu horfst í augu við þá staðreynd.

Björn Valur sem er mikill taglhnýtingur foringjans gekk þá í pontu og brigslaði mig um að ásaka sig fyrir að vilja að drepa fólk. Svarið var að mínu mati á lágu plani og fremur ósmekklegt. En rannsóknir hafa sýnt að þar sem harður niðurskurður hefur farið fram í velferðarkerfi hefur dánartíðni aukist og það var ég að benda á.

Þegar ég gekk að sæti mín hvæsti Árni Þór á mig: skammastu þín, sagði hann.

Stjórnmálamenn vilja ekki að við fjöllum um alvarlegar afleiðingar stefnu ríkisstórnarinnar fyrir fölskyldur og börn og jafnvel mannslíf. Þeir vilja að umræðan snúist um þjóðhagsspár, landsframleiðslu og vergar tölur.

Það er þægilegra að horfa bara á tölurnar en hunsa veruleikann sem skapast að baki þeim.

Þegar konur eins og ég stíga fram á sjónarsviðið sem tala um óþægilegann raunveruleikann fer maskínan í gang. Það þarf að þagga niður í þessari konu því veruleikinn sem verið er að skapa í landinu er ekki vel fallin til umræðu fyrir þá sem hafa valið að standa með fjármálakerfinu og hunsa velferð barna og þeirra sem hafa ekki styrk til þess að berjast gegn ofureflinu.

Ég var að lesa grein í the Guardian sem fjallar um fórnarlömbin á Íslandi: BÖRNIN.

Lítið hefur farið fyrir fréttaflutningi hér á landi um bága stöðu fjölda barna vegna þeirra hamfara sem sjálfstæðismenn, framsóknarmenn auk samfylkingar kölluðu yfir þjóðina og karlar eins og Björn Valur og Árni Þór telja að ekki sé viðeigandi umræðuefni.

Foringinn sendi vin sinn til margra ára, stúdentinn, á vit samninga en stúdentinn mætti síðan á kajan með slæm örlög barna Íslands í farteskinu. Foringinn kallaði þennan afrakstur fararinnar glæsilegan samning.

En þótt Árni Þór og Björn Valur vilja ekki gera örlög íslenskra barna eða lífsskilyrði að umræðuefni er Guardian á öðru máli og telur litla skömm af því að ræða hlutskipti þeirra sem jafnan hafa ekki háa rödd í samfélaginu.

Guardian vekur athygli á auknum fjölda barnaverndarmála, áhyggjur af geðheilsu barna á Íslandi og vanrækslu og vísar í sérfræðinga máli sínu til stuðnings. Við erum í upphafi kreppu. 25% af fyrirætlunum um niðurskurð hafa verið framkvæmdar. Framundan er stríð gegn þeim öflum sem gera vilja glæpi fortíðarinnar að vandamálum barna okkar.

Iceland's children paying for slump kallar the Guardian greinina.


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband