Ofbeldisglæpir þrisvar sinnum algengari á Íslandi

Frétt á Eyjunni hermir að þrisvar sinnum fleiri konur verða fyrir ofbeldi á Íslandi en í nágrannalöndum okkar Noregi og Danmörku.

Á "góðæristímabili" sjálfstæðisflokksins skapaðist á Íslandi anti-feminista kúltúr. Ég hef iðulega getað tengt kvenfjandsamlega orðræðu við kúltúr sem á uppruna sinn í Valhöll. 

Viðbrögð femínista hafa verið að nokkru karlfjandsamleg orðræða sem ekki á frekar rétt á sér en kvenfjandsamleg orðræða og er einnig hættuleg hugmyndafræði sem dregur upp mynd af samfélagi sem byggir á jafnrétti.  Samfélagi sem byggir á gagnkvæmri virðingu kynjanna.

Hið svokallaða góðæri var falsmynd af samfélagi sem elur á ofbeldi og félagslegum vandamálum sem eiga rætur sínar í hrokafullri afstöðu stjórnmálamanna sem krefjast hjarðhegðunar og mismunun sem ekki á sér sinn líka í nokkru vestrænu landi.

Ráðherrarnir ganga fram hver af öðrum og láta að því liggja að þeir séu að leysa samfélagsvandmál. Það er þó ljóst að mismununin eykst, félagsleg vandamál aukast og ekki er hroki forkólfanna að minnka.

Mismunun = ofurlaunafjölskyldur og fátækt

Ofurlaunafjölskyldur voru ekki 30. Þær voru 615 samkvæmt tölum sem Stefán Ólafsson Prófessor hefur birt og margar þeirra voru innvígðar í sjálfstæðisflokkinn. Þessar 615 fjölskyldur höfðu meiri árstekjur en sem nemur öllum ríkisútgjöldum til heilbrigðismála og k1201380  háskóla á síðasta ári. Það er kannski grátbroslegt að yfirmaður menntamála, menntamálaráðherra sjálfstæðisflokks, skuli hafa tilheyrt einni af þessum fjölskyldum.

Laun þessa fólks jókst bara með hverju árinu sem leið á meðan laun annarra í þjóðfélaginu drógust saman um 20%.

Þeir sem höfðu fjármagnstekjur þurftu eingöngu að greiða 10% í skatt af sínum tekjum. Þetta fólk er þó hvað drýgst við að notfæra sér það sem skattabyrði almennings stendur undir s.s. flugvelli, keyrir um á þyngstu bílunum og mengar mest.

Hugmyndafræði sjálfstæðisflokks

Almennt hafa sjálfstæðismenn ekki mikið vit á stjórnmálum og stjórnsýslu enda forðast slíkt en einbeitt sér að því að gera stjórnsýsluna að hvíldarheimili fyrir vini og vandamenn en í stjórnmálum hafa þeir haft uppi ábyrgðarlausa hugmyndafræði sem gengur út á að gefa kjölfestufjárfestum velferðarkerfið og undanskilja auðmenn frá því að greiða skatt en skattpína lágtekjufólk.

 Þróunin í tíð sjálfstæðisflokks

Stefán ólafson hefur gert grein fyrir þróun ójöfnuður á Íslandi og bólunni sem sprakk:

Ríkustu tíu prósentin hafi farið úr því hafa 21,8% heildarteknanna í að hafa 39,4% þeirra.

 Á sama tíma hafi því allir aðrir, þ.e. hin 90 prósentin, farið úr því að hafa 78,2% af heildartekjunum í að hafa 60,6% hlutdeild í þeim.

„Ísland var frjálshyggjutilraun heimsins á 10. áratugnum,“ sagði Stefán. Sú tilraun hafi nú hrunið yfir þjóðina.

Stefán sagði einnig að ríkasta eina prósent fólks á Íslandi hafi á árinu 2007 haft að jafnaði 18,2 milljónir í tekjur á mánuði. Það séu 615 fjölskyldur og því sé mikilvægt að muna að það hafi ekki aðeins verið í kringum þrjátíu menn sem höfðu ofurlaun hér á landi. 

Sóðaskapur í tíð sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðisflokkur varði í ríkisstjórnartíð sinni vændi og rapevictim_976116.jpg viðskiptaheim sem þrífst á kvenfyrirlitningu. Þetta er menningarkimi í sjálfstæðisflokknum átti ítök bæði í löggjöf og dómskerfinu. 

Klíkuráðnir dómarar sjálfstæðisflokksins hafa einatt tekið afstöðu með ofbeldi t.d. gagnvart börnum, gert lítið úr alvarlegum kynferðisglæpum og hafa eyðilagt varnir í jafnréttislögum með fordæmisgefandi dómum.

Dæmi um hæstaréttardóm í ofbeldismáli

Í frétt á Vísi segir:

"Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa slegið tvisvar til þrisvar sinnum drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. "

Það má t.d. spyrja sig hvort að umræddir hæstaréttardómarar og dómsmálaráðherrann myndu telja meðferða að þessu tagi ásættanlega ef þeir yrðu fyrir henni sjálfir. 

Hélt satt að segja að svona hegðun gagnvart börnum væri ekki leyfð í siðmenntuðu nútímasamfélagi.

Er ekki komin tími til þess að stjórnmálamenn fari að taka hlutverk sitt alvarlega?

k2180334.jpg


mbl.is Bauð samfanga vinnu við vændi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Er femínisminn á Íslandi á villigötum?

Frétt á Eyjunni hermir að þrisvar sinnum fleiri konur verða fyrir ofbeldi á Íslandi en í nágrannalöndum okkar Noregi og Danmörku.

Á "góðæristímabili" sjálfstæðisflokksins skapaðist á Íslandi anti-feminista kúltúr. Ég hef iðulega getað tengt kvenfjandsamlega orðræðu við kúltúr sem á uppruna sinn í Valhöll. 

Viðbrögð femínista hafa verið að nokkru karlfjandsamleg orðræða sem ekki á frekar rétt á sér en kvenfjandsamleg orðræða og er einnig hættuleg hugmyndafræði sem dregur upp mynd af samfélagi sem byggir á jafnrétti.  Samfélagi sem byggir á gagnkvæmri virðingu kynjanna.

Hið svokallaða góðæri var falsmynd af samfélagi sem elur á ofbeldi og félagslegum vandamálum sem eiga rætur sínar í hrokafullri afstöðu stjórnmálamanna sem krefjast hjarðhegðunar og mismunun sem ekki á sér sinn líka í nokkru vestrænu landi.

Ráðherrarnir ganga fram hver af öðrum og láta að því liggja að þeir séu að leysa samfélagsvandmál. Það er þó ljóst að mismununin eykst, félagsleg vandamál aukast og ekki er hroki forkólfanna að minnka.


Standard og Poor: Svipa alþjóðafjármálaafla

Það vekur áhyggjur þegar Standard og Poor hækkar lánshæfiseinkannir íslenska ríkissins. Það vekur grun um að ríkisstjórnin sé að svíkja þjóðina til þess að tryggja alþjóðafjármálabröskurum gróða af fjárfestingum sínum.

mbl.is Áhætta í hagkerfinu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband